Menntaskólinn í Reykjavík

Grunnskólakeppnin

Úrslit í stærðfræðikeppni grunnskólanemenda 2011

Verðlaunaafhending í keppni grunnskólanemenda í stærðfræði fór fram á  Hátíðasal Menntaskólans í Reykjavík sunnudaginn 27. mars. Hún var afar vel sótt en rúmlega 130 gestir mættu. Kór Menntaskólans í Reykjavík undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar sá um tónlistarflutning.
Rektor bauð gesti velkomna og sagði lítið eitt frá sögu skólans og skólastarfinu. Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur er nú haldin í tíunda skipti í Menntaskólanum í Reykjavík og að þessu sinni tóku þátt nemendur úr Austurbæjarskóla, Álftamýrarskóla, Árbæjarskóla, Foldaskóla, Hagaskóla, Háteigsskóla, Hlíðaskóla, Hólabrekkuskóla, Hraunvallaskóla, Húsaskóla, Hvassaleitisskóla, Kársnesskóla, Landakotsskóla, Langholtsskóla, Sjálandsskóla,  Valhúsaskóla, Vesturbæjarskóla og Vogaskóla. Það var slegið þátttökumet í keppninni þar sem aldrei áður hafa þeir komið frá jafnmörgum skólum. Stærðfræðikeppnin var haldin miðvikudaginn 16. mars í þremur stigum, keppni fyrir 8. bekk, 9. bekk og 10. bekk og 285 nemendur tóku þátt í keppninni. Nemendur í 10 efstu sætunum á hverju stigi fengu viðurkenningarskjal frá skólanum og þrír efstu á hverju stigi fengu peningaverðlaun frá Arionbanka.  

Verðlaunahafar í 8. bekk eru:

1. -2. Davíð Phuong Xuan Nguyen, Foldaskóla
1.-2. Elín María Árnadóttir, Hagaskóla
3. Bóas Diego Gunnarsson, Álftamýrarskóla
4.  Signý Kristín Sigurjónsdóttir, Hagaskóla
5.  Bragi Snær Hallsson, Foldaskóla
6.-7.  Eydís Oddsdóttir Stenersen, Kársnesskóla
6.-7.  Gunnar Trausti Eyjólfsson, Hagaskóla
8. Eyrún Aradóttir, Hagaskóla
9. Elísabet Unnur Gísladóttir, Hagskóla
10. Magnús Jochum Pálsson, Landakotsskóla      

Verðlaunahafar í 9. bekk eru:

1. Helen Xinwei Chen, Álftamýrarskóla
2.-3.  Heiða Darradóttir, Hagaskóla
2.-3. Kári Gunnarsson, Háteigsskóla
4.-6. Ísak Arnar Kolbeins, Valhúsaskóla
4.-6. Jóhannes Aron Andrésson, Álftamýrarskóla
4.-6.  Stefanía Katrín J. Finnsdóttir, Hagaskóla
7.  Elín Þóra Helgadóttir, Hagaskóla
8.-9. Matthías B. Harksen, Kársnesskóla
8.-9. Viðar Þór Sigurðsson, Hagaskóla
10. Alexander Gunnar Kristjánsson, Landakotsskóla      

Verðlaunahafar í 10. bekk eru:

1. Ingunn Haraldsdóttir, Háteigsskóla
2. Sigurður Jens Albertsson, Hagskóla
3. Andri Páll Alfreðsson, Vogaskóla
4. Sólveig Bjarnadóttir, Árbæjarskóla
5. Elín Metta Jensen, Háteigsskóla
6. Hlér Kristjánsson, Hvassaleitisskóla
7.-8. Iðunn Jónsdóttir, Austurbæjarskóla
7.-8.  Skúli Þorláksson, Hagaskóla
9. Daníel Snævarsson, Álftamýrarskóla
10.  Kristinn Jóhannsson, Háteigsskóla  

picasa_albumid=5704290231404523441