Föstudaginn 28. mars var haldin keppni framhaldsskólanema í ljóðalestri á vegum franska sendiráðsins, kanadíska sendiráðsins og Alliance française.
Að lokinni forkeppni voru átta nemendur valdir til að taka þátt í úrslitakeppninni.
Nemendur Menntaskólans í Reykjavík stóðu sig frábærlega vel enda voru allir fimm nemendur skólans sem tóku þátt í forkeppninni valdir í úrslitakeppnina.
Þeir voru : Hildur Jörundsdóttir, 6.A, Sunna Örlygsdóttir, 6.A, Thelma Marín Jónsdóttir, 6.A, Vaka Hafþórsdóttir, 6.A og Sólveig Thoroddsen, 5.B.
Sigurvegari varð Thelma Marín Jónsdóttir, 6.A.
Frönskukeppni
Ljóðakeppnin ALLONS EN FRANCE var haldin á Borgarbókasafninu laugardaginn 21. mars sl. Að keppninni stóðu Sendiráð Frakklands og Sendiráð Kanada á Íslandi, Félag frönskukennara og Alliance française. Keppnin er haldin árlega í tengslum við viku franskrar tungu.
Keppendur voru 10 og komu frá fimm framhaldsskólum. Fluttu þau frumsamin ljóð á frönsku og var þemað borg og borgarlíf. Var flutningurinn lifandi og skemmtilegur, sumir notuðu myndefni og aðrir spiluðu undir á hljóðfæri.
Fulltrúar MR voru Ólafur Sverrir Traustason og Brynja Björg Halldórsdóttir. Þau stóðu sig með afbrigðum vel og lenti Brynja í öðru sæti ásamt keppanda úr Kvennaskólanum. Einnig spilaði kammersveit skipuð þeim Eddu Sigríði Freysteinsdóttur, Katrínu Skúladóttur og Björgu Brjánsdóttur úr MR og Guðbjarti Hákonarsyni úr Laugalækjarskóla.