Menntaskólinn í Reykjavík

Forritunarkeppni

Forritunarkeppni framhaldsskólanna

Forritunarkeppni framhaldsskólanna fór fram helgina 21.-22. mars í Háskólanum í Reykjavík. 47 lið kepptu í þremur deildum. Níu lið fengu verðlaun í keppninni, þar af þrjú frá MR. Lið frá Menntaskólanum í Reykjavík náði fyrsta sæti í flokknum „Neo“ en í þeim flokki leysa nemendur eitt stórt verkefni með gagnagrunni og vefviðmóti. Lið frá Menntaskólanum í Reykjavík lentu í öðru og þriðja sæti í flokknum „Trinity“ en í þeim flokki kepptu nemendur sem eru komnir nokkuð langt í námi í forritun. 

Liðin í verðlaunasætum eru:

Neo flokkur

1. sæti
Valtýr Örn Kjartansson 3.G í 1. sæti
Egill Sigurður Friðbjarnarson 6.M í 1. sæti

Trinity flokkur

2. sæti
Kristján Andri Gunnarsson 6.X
Steindór Bragason 6.Y
Garðar Andri Sigurðsson 5.X

3. sæti
Henrý Þór Jónsson 6.Y
Gunnar Thor Örnólfsson 6.X
Alex Kári Ívarsson 5.Z

Við óskum þeim til hamingju með mjög góðan árangur.