Menntaskólinn í Reykjavík

Forritunarkeppni

Bjarni Dagur Thor Kárason, 6.X, hefur verið valinn til að keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í keppnisforritun sem haldin er í Japan. Í íslenska liðinu eru tveir keppendur, hinn keppandinn kemur frá Menntaskólanum á Tröllaskaga. Keppnin er dagana 1. – 7. september.

bjarnidagur

Forritunarkeppni framhaldsskólanna fór fram helgina 21.-22. mars í Háskólanum í Reykjavík. 47 lið kepptu í þremur deildum. Níu lið fengu verðlaun í keppninni, þar af þrjú frá MR. Lið frá Menntaskólanum í Reykjavík náði fyrsta sæti í flokknum „Neo“ en í þeim flokki leysa nemendur eitt stórt verkefni með gagnagrunni og vefviðmóti. Lið frá Menntaskólanum í Reykjavík lentu í öðru og þriðja sæti í flokknum „Trinity“ en í þeim flokki kepptu nemendur sem eru komnir nokkuð langt í námi í forritun.