Menntaskólinn í Reykjavík

Efnafræðikeppni

Brons á Ólympíukeppninni í efnafræði

Stefanía Katrín Finnsdóttir nemandi Menntaskólans í Reykjavík hlaut bronsverðlaun á alþjóðlegri Ólympíukeppni í efnafræði. Keppnin var haldin dagana 19.-29. júlí í Baku í Azerbaijan. Stefanía er fimmti íslenski nemandinn sem vinnur til verðlauna á Ólympíukeppninni í efnafræði en Ísland hefur sent þátttakendur til keppninnar í 14 ár. 

Lið Íslands var skipað fjórum keppendum sem allir eru nemendur MR. Fyrir utan Stefaníu voru það þeir Arn­ór Jó­hanns­son, Tóm­as Viðar Sverris­son og Úlfur Ágúst Atla­son. Liðstjórar voru Katrín Lilja Sigurðardóttir, aðjúnkt í efnafræði við Háskóla Íslands og Már Björgvinsson efnafræðikennari við MR. 

Í keppninni kepptu 290 einstaklingar frá 75 löndum en hvert land má að hámarki senda fjóra keppendur til leiks. Keppnin skiptist í fræðilegan hluta og verklegan hluta og nemendur fá fimm klukkustundir til að ljúka við verkefnið.