Menntaskólinn í Reykjavík

Efnafræðikeppni

Úrslit í Landskeppni í efnafræði

Úrslit 12. Landskeppninnar í efnafræði eru ráðin. Í ár voru þátttakendur 109 talsins frá 9 skólum. Að undangenginni forkeppni í skólunum tóku 13 nemendur þátt í úrslitakeppni sem fram fór við Háskóla Íslands helgina 9.-10. mars síðastliðinn.

Árangur MR-inga var mjög góður:  

1. Jón Ágúst Stefánsson 6.X,
4. Sigurður Kári Árnason 6.X,
6. Hildur Þóra Ólafsdóttir 6.X,
7. Egill Sigurður Friðbjarnarson 5.M,
8. Bjartur Máni Sigurðarson 5.M,
9. Ólafur Orri Sturluson 5.S,
10. Árný Jóhannesdóttir 5.M,
11. Gunnlaugur Helgi Stefánsson 4.T,
12. Daníel Kristinn Hilmarsson 5.S,
13. Surya Mjöll Agha Khan 5.M.  

Innilega til hamingju!

Efstu keppendunum, sem ekki eru orðnir 20 ára fyrir 1. júlí í sumar, verður boðið sæti í sveit Íslands í 45. alþjóðlegu Ólympíukeppninni í efnafræði sem verður í Moskvu, Rússlandi, dagana 15. - 24. júlí 2013.