Menntaskólinn í Reykjavík

Fréttir

Hvernig getum við unnið með og breytt viðhorfum okkar og venjum til að ná fram okkar besta þegar máli skiptir? Nú reynir svo sannarlega á alla að gera sitt besta. Við búum öll yfir seiglu og þurfum að virkja styrkleika okkar til að takast á við næstu verkefni. Nú skiptir hugarfar og viðhorf miklu máli. Þetta eru krefjandi tímar og verða það áfram áður en allt verður betra. Í þessu erindi Jóhanns Inga verður lögð áhersla á gagnlegar aðferðir til að takast á við óvissu og áskoranir. Verum þeir einstaklingar og sú þjóð sem aðrir munu líta upp til þegar stormurinn er yfirgenginn!

https://youtu.be/LRjPJ0pYC4E

Glærur sem fylgja fyrirlestrinum

Vorpróf 2020

Eins og fram hefur komið þá munu nemendur einbeita sér að þremur kjarnagreinum í maí. Þessar greinar eru:

4.bekkur:

Máladeild:                     Danska, íslensk fræði, jarðfræði

Náttúrufræðideild:         Danska, íslensk fræði, jarðfræði

Athugið að þeir nemendur sem luku jarðfræði á haustmisseri taka þá tvær greinar.

 

5.bekkur:

Fornmáladeild I og II:      Málvísindi, stærðfræði, enska

Nýmáladeild I og II:         Latína, stærðfræði, enska

Eðlisfræðideild I og II:      Enska, 3ja tungumál, efnafræði

Náttúrufræðideild I og II:  Enska, 3ja tungumál, eðlisfræði

 

6. bekkur:

Fornmáladeild I og II:     Latína, enska og íslenska

Nýmáladeild I og II:        Enska, 3ja tungumál og íslenska

Eðlisfræðideild I og II:     Stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði

Náttúrufræðideild I og II: Líffræði, efnafræði og stærðfræði

Hér má sjá próftöfluna

Nú liggja fyrir úrslit efnafræðikeppninnar. Röð keppenda er eftirfarandi:

1.       Arnar Ágúst Kristjánsson, MR

2.       Bjarki Baldursson Harksen, MR

3.       Örn Steinar Sigurbjörnsson, MR

4.       Andri Már Tómasson, MR

5.       Kári Rögnvaldsson, MR

6.       Kristín Sif Daðadóttir, Kvennó

7.       Birta Rakel Óskarsdóttir, MR

8.       Baldur Daðason, Kvennó

9.       Katla Rut Robertsdottir Kluvers, MR

10.   Eva Margit Wang Atladóttir, Versló

11.   Ásthildur Rafnsdóttir, Versló

 

Við óskum keppendum innilega til hamingju með árangurinn.

 

Fjórum stigahæstu keppendum er boðin þátttaka í íslenska landsliðinu í efnafræði 2020. Þeir sem þiggja sæti munu taka þátt í 5. Norrænu efnafræðikeppninni sem verður haldin í Reykjavík dagana 1. – 4. júlí og í 52. Alþjóðlegu Ólympíukeppninni í efnafræði sem verður haldin í Istanbúl í Tyrklandi dagana 6.-15. júlí 2020.

Tölvupóstur

Við sendum öllum góðar kveðjur í heimanámið.  Ef einhver á í erfiðleikum með að komast inn á mr netfangið sitt, má senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og fá nýtt lykilorð.

Gangi ykkur vel og góða skemmtun!