Menntaskólinn í Reykjavík

Fréttir

Steinar Þór Smári í 5.X hefur verið valinn til þátttöku í Netöryggiskeppni íslenskra ungmenna. Keppnin fer fram á UTmessunni í Hörpu 7. og 8. febrúar. Við óskum honum góðs gengis í keppninni. 

 

 

Félagslíf nemenda

Ýmislegt skemmtilegt hefur verið í gangi hjá nemendum, t.d. sokkaball og söngkeppni. Við minnum á að hægt er að finna myndir úr skólastarfinu á Facebook og Instagram síðu skólans, hlekki á síðurnar má finna hér fyrir Facebook og Instagram. 

Líffræðikeppni framhaldsskólanna fór fram 15. janúar og tóku 160 nemendur úr 11 skólum þátt í keppninni. Árangur nemenda skólans var afar glæsilegur. Af efstu 25 keppendum eru 20 úr MR.  Við óskum nemendum til hamingju með mjög góðan árangur.

 

Úrslit:

1. Örn Steinar Sigurbjörnsson, 6.S

5. Jakob Þórir Hansen, 6.R

6.-7. Katla Rut Róbertsdóttir Kluvers, 6.S

6.-7. Viktor Logi Þórisson, 5.T

8.-11. Andri Már Tómasson, 6.S

8.-11. Arnar Ágúst Kristjánsson, 6.Y

8.-11. Tómas Helgi Harðarson, 6.M

12.-13. Kári Hlynsson,  5.M

12.-13. Saga Ingadóttir, 5.S

14.-17. Guðrún Erna Einarsdóttir, 5.M

14.-17. Guðrún Rós Guðmundsdóttir, 6.U

14.-17. Hallgrímur Haraldsson, 4.D

18.-25. Ásdís Karen Árnadóttir, 5.M

18.-25. Dagur Björn Benediktsson, 5.M

18.-25. Fehima Líf Purisevic, 6.S

18.-25. Guðrún Soffía Hauksdóttir, 6.S

18.-25. Isabella Maria Eriksdóttir, 6.R

18.-25. Íris Arnarsdóttir, 6.T

18.-25. Kjartan Þorri Kristjánsson, 6.S

18.-25. Ragnhildur Sara Bergsdóttir, 4.D

Gettu betur

Gettu betur lið skólans komst áfram í 3. umferð keppninnar í gærkvöldi. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.