Menntaskólinn í Reykjavík

Fréttir

Jólatónleikar Skólakórsins

Kór Menntaskólans í Reykjavík heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju þriðjudagskvöldið 20. desember kl. 20:00.

Dagskrá kórsins helgast af árstíð og er fyrst og fremst krikjuleg tónlist aðventu og jóla. Meðal efnis eru mótettur eftir Francis Poulenc og Maurice Duruflé. Einnig eru lög og útsetningar Jórunnar Viðar meðal efnis á tónleikunum.

Organisti með kórnum er Kári Þormar og aðrir hljóðfæraleikarar koma úr röðum kórfélaga.

Stjórnandi kórsins er Guðlaugur Viktorsson.

Aðgangseyrir er kr. 1500 og eru allir hjartanlega velkomnir.