Menntaskólinn í Reykjavík

Fréttir

Nordplus styrkur

Skólinn hefur fengið Nordplus styrk úr menntaáætlun norrænu ráðherranefndarinnar. Styrkurinn er veittur vegna samvinnuverkefnis MR og menntaskólans í Røros, Noregi. Í verkefninu munu nemendur velta fyrir sér móðurmálum sínum og lesa bæði Íslendingasögur og nýrri bækur. Einnig verður tækifæri til að kynnast samísku og kynnast sögu Sama í Noregi þar sem að í norska skólanum er rekið suðursamískt menningarsetur.