Menntaskólinn í Reykjavík

Fréttir

Sigurvegarar í myndbandasamkeppni

Þær Matthildur María Magnúsdottir 5.M, María Vigdís Sanchez-Brunete 5.M og Ísafold Kristin Halldorsdottir 5. Z. sigruðu í myndbandasamkeppni á frönsku. Myndband sem þær gerðu fjallaði um Jörðina og Manninn. Verðlaun frá Franska sendiráðinu voru veitt við smá athöfn í Alliance francaise í gær. Verðlaunin voru gjafabréf, út að borða á veitingastaðnum Bistro. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.