Menntaskólinn í Reykjavík

Fréttir

Ekki verður tekið við fleiri skráningum á algebrunámskeið sem haldið verður í ágúst. Við þökkum mjög góðar viðtökur við þessu gagnlega námskeiði. 

Nordplus styrkur

Skólinn hefur fengið Nordplus styrk úr menntaáætlun norrænu ráðherranefndarinnar. Styrkurinn er veittur vegna samvinnuverkefnis MR og menntaskólans í Røros, Noregi. Í verkefninu munu nemendur velta fyrir sér móðurmálum sínum og lesa bæði Íslendingasögur og nýrri bækur. Einnig verður tækifæri til að kynnast samísku og kynnast sögu Sama í Noregi þar sem að í norska skólanum er rekið suðursamískt menningarsetur. 

Sumarfrí

Skrifstofa skólans er lokuð og opnar aftur 5. ágúst.  Bóksala skólans opnar 12. ágúst. 

Gleðilegt sumar 

Innritun nýnema fyrir skólaárið 2020-2021 er lokið. Alls voru 248 nýnemar innritaðir í 10 bekki; 2 málabekki og 8 náttúrufræðibekki. Hér er hægt að nálgast bréf til nýnema með upplýsingum um skólabyrjun. 

Við bjóðum alla nýnema hjartanlega velkomna í skólann og hlökkum til að sjá alla í haust.