Menntaskólinn í Reykjavík

Bókasafn

Íþaka

Í bókhlöðunni Íþöku er að finna bókasafn Menntaskólans í Reykjavík. Líkt og skólinn sjálfur, á það að baki langa sögu og óhætt er að segja að andi margra kynslóða stúdenta svífi yfir vötnum. Þó að safnið sé smátt í sniðum stenst það samanburð við hvert annað framhaldsskólasafn á landinu enda býr það vel að nýjum sem og gömlum ritum.

Afgreiðslutími

Safnið er opið frá kl. 8:00 til 16:00 alla virka daga.

Vegna gagngerra breytinga á Lestrarsal verður ekki lestraraðstaða fyrir nemendur á Íþöku, áætlað er að salurinn verði  tilbúinn þriðjudaginn 3. mars 2020.