mr.is >> Fréttir
Fréttir
Aðalfundur foreldrafélagsins
Miðvikudagur, 29. nóvember 2017 15:09

Foreldrafélag Menntaskólans í Reykjavík boðar til aðalfundar miðvikudaginn 6. desember kl. 20:00 á Hátíðasalnum í Gamla skóla.

Eftir hefðbundin aðalfundarstörf og kosningu í stjórn félagsins verður flutt fræðsluerindi. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt á íþróttafræðisviði HR og sérfræðingur hjá rannsóknum og greiningu kynnir rannsóknir á líðan unglinga og flytur erindið: "Hvernig líður unglingum í námi í Menntaskólanum í Reykjavík?"

Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að mæta og áhugasama foreldrar einnig hvattir til þess að gefa kost á sér í stjórn félagsins.

Stjórn Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík

 
Menningarferð til London
Mánudagur, 20. nóvember 2017 10:37

17. London

Í byrjun nóvember fóru efri bekkir máladeildar í menningarferð til London. Dagskráin var fjölbreytt, þar sem farið var á mismunandi söfn og merkar byggingar skoðaðar. Globe leikhúsið var t.d. einn af þessum stöðum þar sem hópurinn fékk bardaga- og búningasýningu frá tímum Shakespeare.

Ferðin gekk vel í alla staði. Reyndar setti ofsaveður heima á Íslandi heimferðaráætlun úr skorðum og gerði það að verkum að sá dagur varð ansi langur. En, að lokum komust allir heilir heim eftir frábæra menningarferð.

Hér má finna fleiri myndir úr ferðinni.

 
Eystrasaltskeppnin í stærðfræði
Miðvikudagur, 15. nóvember 2017 10:39

eystrasaltskeppni2017

Eystrasaltskeppnin í stærðfræði var haldin í Sorø Danmörku helgina 10.-12. nóvember en um liðakeppni er að ræða þar sem keppt er í fimm manna liðum. Fjórir af fimm liðsmönnum íslenska liðsins eru úr MR: Ari Páll Agnarsson 6.X, Breki Pálsson 6.X, Elvar Wang Atlason 6.X og Hrólfur Eyjólfsson 5.X. Liðið stóð sig með prýði og við þökkum því góða þátttöku í keppninni.

 
Stöðupróf í norsku og sænsku
Þriðjudagur, 14. nóvember 2017 11:04

Stöðupróf í norsku og sænsku verða haldin þann 2. desember næstkomandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Nánari upplýsingar um skráningu er að finna á heimasíðu MH undir viðburðir og í fréttaveitu skólans.

 
MR-ingar í 2. sæti í Boxinu
Mánudagur, 13. nóvember 2017 10:29

Úrslitakeppnin í Boxinu, framkvæmdakeppni framhaldsskólanna, fór fram í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 11. nóvember. Lið frá átta skólum kepptu til úrslita og varð lið MR 2. sæti. Liðið skipuðu Garðar Ingvarsson, Lilja Ýr Guðmundsdóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir, Sesar Hersisson og Viktoría Sif Haraldsdóttir. Til hamingju með frábæran árangur!

boxid2017

 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Desember 2017 Next month
    S M Þ M F F L
week 48                     1 2
week 49 3 4 5 6 7 8 9
week 50 10 11 12 13 14 15 16
week 51 17 18 19 20 21 22 23
week 52 24 25 26 27 28 29 30
week 1 31