mr.is >> Fréttir
Fréttir
Námsferð til Alicante dagana 2. - 6. apríl
Mánudagur, 24. apríl 2017 08:24

Dagana 1. - 9. apríl fóru 9 nemendur í 5. bekk til Alicante ásamt 5 kennurum. Þessi ferð var síðasta ferðin í samstarfi Menntaskólans í Reykjavík við skóla frá 7 öðrum löndum í Erasmus+ verkefni sem hefur fengið nafnið Vatnsverkefnið innan skólans. Þessi lönd eru: Spánn, Þýskaland, Grikkland, Ítalía, Pólland, Tyrkland og Búlgaría. Verkefnið hefur spannað 3 ár og hafa nemendur og kennarar frá MR heimsótt flest hinna landanna meðan á verkefninu hefur staðið.

m1

Nánar...
 
Dimission 2017
Föstudagur, 07. apríl 2017 17:18

Föstudaginn 7. apríl fór fram dimission 6. bekkinga en 202 stúdentsefni ganga undir stúdentspróf í vor. Athöfn hófst á Hátíðasal kl. 9 með hefðbundinni dagskrá. Hildur Sveinsdóttir fráfarandi inspector scholae flutti ávarp áður en hún setti arftaka sinn inn í embætti. Elín María Árnadóttir er nýr inspector scholae en hún er þrettánda stúlkan sem gegnir embættinu. Þá kvaddi rektor dimittendi. Að lokinni athöfninni færðu nemendur sig út á skólalóðina þar sem þeir kvöddu kennara sína og yngri skólasystkini áður en stúdentsefnum var ekið í gámabílum frá skólanum eins og venja hefur verið. Brautskráning stúdenta verður föstudaginn 26. maí.

 
Úrslit í Landskeppninni í efnafræði
Föstudagur, 07. apríl 2017 14:32

Úrslit 16. Landskeppninnar í efnafræði eru ráðin. Að undangenginni forkeppni í skólunum tóku 14 nemendur þátt í úrslitakeppni sem fram fór í Háskóla Íslands helgina 25.-26. mars.

Árangur MR-inga var mjög góður. Sex MRingum var boðið að taka þátt í úrslitakeppninni. Röð keppenda úr MR er eftirfarandi:

5. Garðar Ingvarsson 5.X
7. Ingimar Jónsson 5.Y
8. Helgi Sigtryggsson 5.X
10. Ágúst Pálmason Morthens 5.X
12. Breki Pálsson 5.X
13. Hákon Örn Grímsson 6.S.

Innilega til hamingju með með mjög góðan árangur!

Efstu fjórum keppendum er boðið að taka þátt í 2. Norrænu efnafræðikeppninni sem haldin verður í Stokkhólmi 2.-5. júlí og 49. alþjóðlegu Ólympíukeppninni í efnafræði sem fer fram í Tælandi, 6.-15. júlí.

 
Jarðleikniferð nýnema
Föstudagur, 07. apríl 2017 10:56

Nemendur í IV. bekk fóru í dagsferð dagana 3. og 4. apríl. Þeim fylgdu jarðfræði- og lífsleiknikennarar því tilgangur ferðanna var að skoða ýmislegt sem nemendur höfðu lært í jarðfræði í vetur, s.s. holufyllingar, hangandi dali og hraunreipi. Veðurguðirnir voru okkur ekki hliðhollir en nemendur létu það ekki á sig fá og nýttu og nutu ferðanna til hins ýtrasta. Viðkomustaðir voru falleg fjara í Hvalfirði, Þingvellir og að lokum eyddum við dágóðum tíma í Menntaskólaselinu í Reykjadal. Þar unnu nemendur verkefni í jarðfræði og hnýttu enn frekar þau vináttubönd sem hafa myndast í vetur með skemmtilegu verkefni í lífsleikni. 

 jardleikniferd-0
Hér má sjá fleiri myndir úr ferðinni

 
Þýskuþraut 2017
Miðvikudagur, 05. apríl 2017 14:23

Þýskuþraut fór fram 21. febrúar 2017. Keppendur voru samtals 72 úr 8 skólum, BHS, FVA, KR, MA, MH, MR, MS og VÍ. Frá MR tóku 43 nemendur þátt í þýskuþrautinni.

14 nemendur frá MR lentu í fyrstu 20 sætunum. Tveir nemendur frá MR hljóta ferðaverðlaun. Oddi Áskeli Thoroddsen í fyrsta sæti og Elínu Eddu Guðmundsdóttur í öðru sæti er boðið í mánaðardvöl til Þýskalands í boði þýskra stjórnvalda. Viðurkenningar eru veittar fyrir 20 bestu úrlausnir. Nemendur skólans í þeim hópi eru:

Oddur Áskell Thoroddsen 5.Y í 1. sæti

Elín Edda Guðmundsdóttir 5.Y í 2. sæti

Tryggvi Freyr Sigurgeirsson 5.Y í 5. sæti

Berglind Pétursdóttir 4.Z í 6. sæti

Eldar Máni Gíslason 4.Z í 7.-8. sæti

Ludvig Árni Guðmundsson 5.X í 10. sæti

Garðar Ingvarsson 5.X í 11. sæti

Helgi Sigtryggsson 5.X í 12. sæti

Kristján Guðmundsson 4.R í 13.-15. sæti

Þórhildur Guðmundsdóttir 5.A í 13.-15. sæti

Margrét Kristín Kristjánsdóttir 5.M í 16.-17. sæti

Þorvaldur Ingi Elvarsson 4.Z í 16.-17. sæti

Daníel Helgi Ágústsson 5.Y í 18.-19. sæti

Róbert Elís Villalobos 5.Y í 20. sæti

Til hamingju með frábæran árangur! Verðlaunaafhending verður auglýst síðar.

 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Apríl 2017 Next month
    S M Þ M F F L
week 13                         1
week 14 2 3 4 5 6 7 8
week 15 9 10 11 12 13 14 15
week 16 16 17 18 19 20 21 22
week 17 23 24 25 26 27 28 29
week 18 30