mr.is >> Þjónusta >> Námsráðgjöf
Náms- og starfsráðgjöf

Markmið ráðgjafarinnar er að veita nemendum þjónustu í málum sem tengjast persónulegum högum þeirra, námi og náms- og starfsvali. Náms- og starfsráðgjöf er skilvirkt forvarnarstarf og hún fer fram í trúnaði.

Hlutverk námsráðgjafa er að skapa hverjum nemenda sem bestar aðstæður í skólanum standa vörð um velferð þeirra og vera málsvari þeirra inna skólans. Nemendur eiga greiðan aðgang að trúnaðarmanni sem getur veitt aðstoð. Námsráðgjafi er málsvari nemenda og aðstoðar þá við lausn persónulegra vandamála sem hindra þá í námi. Hann er bundinn þagnarskyldu.

Námsráðgjafi safnar og miðlar upplýsingum um nám og störf. Hann stuðlar að auknum skilningi nemenda á eigin stöðu og möguleikum í námi og starfi og þjálfar þá til sjálfsábyrgðar.

Það er eðlilegt að þurfa að fást við vandamál, áhyggjur og erfiðleika. Það er sjálfsagt og eðlilegt að leita sér upplýsinga, stuðnings og aðstoðar. Það er mikilvægur liður í þroska hvers manns að takast á við erfiðleika. Hafðu samband við náms- og starfsráðgjafa ef til dæmis upp koma vandamál í náminu (hér), sértækir námsörðugleikar (hér), persónuleg vandamál, breytingar á högum og félagslegur vandi. Sjá flýtileiðir hér á síðunni til hægri.

Eitt af markmiðum námsráðgjafa er að hafa gott samstarf við heimilin svo hægt sé að vinna að velferð nemenda.

Hafi nemendur greiningar um sértæka námserfiðleika er mikilvægt að koma þeim til námsráðgjafa sem allra fyrst að hausti til að geta aðstoðað og fundið viðeigandi úrræði.

Náms- og starfsráðgjafi er trúnaðarmaður og málsvari nemenda og aðstoðar þá við lausn vandamála sem hindra þá í námi. Hann er bundinn þagnarskyldu um öll einkamál nemenda og gefur ekki upp nöfn eða erindi þeirra sem til hans leita eða ræðir mál þeirra á þann hátt að greina megi um hvern er að ræða.

Námsráðgjafar skólans eru:

Dagný Broddadóttir, sími 545 1929, dagnyb hjá mr.is, mánudaga
Guðrún Þ. Björnsdóttir, sími 5451929, gudrunth hjá mr.is, alla daga nema mánudaga
Sigrún Toby Herman, sími 545 1930, toby hjá mr.is, alla daga nema föstudaga.

Skrifstofur námsráðgjafa eru í kjallara Villa Nova gengið inn frá bílastæði í miðju þorpinu. Hægt er að líta við í opnu tímunum, bóka tíma, senda póst á netföng eða hringja. Kort

Síðast uppfært: Mánudagur, 23. janúar 2017 09:20
 
Last month Ágúst 2017 Next month
    S M Þ M F F L
week 31         1 2 3 4 5
week 32 6 7 8 9 10 11 12
week 33 13 14 15 16 17 18 19
week 34 20 21 22 23 24 25 26
week 35 27 28 29 30 31