mr.is >> Fréttir >> Menningarferð til London
Menningarferð til London
Mánudagur, 20. nóvember 2017 10:37

17. London

Í byrjun nóvember fóru efri bekkir máladeildar í menningarferð til London. Dagskráin var fjölbreytt, þar sem farið var á mismunandi söfn og merkar byggingar skoðaðar. Globe leikhúsið var t.d. einn af þessum stöðum þar sem hópurinn fékk bardaga- og búningasýningu frá tímum Shakespeare.

Ferðin gekk vel í alla staði. Reyndar setti ofsaveður heima á Íslandi heimferðaráætlun úr skorðum og gerði það að verkum að sá dagur varð ansi langur. En, að lokum komust allir heilir heim eftir frábæra menningarferð.

Hér má finna fleiri myndir úr ferðinni.

 
Last month Júlí 2018 Next month
    S M Þ M F F L
week 27 1 2 3 4 5 6 7
week 28 8 9 10 11 12 13 14
week 29 15 16 17 18 19 20 21
week 30 22 23 24 25 26 27 28
week 31 29 30 31