mr.is >> Fréttir >> Upphafsfundur ROOTS
Upphafsfundur ROOTS
Sunnudagur, 01. október 2017 18:26

Nýju Erasmus+ verkefni, ROOTS, var hleypt af stokkunum nú á dögunum þegar kennarar frá fjórum samstarfsskólum sóttu upphafsfund verkefnisins sem haldinn var hér á landi dagana 24.-26. september. Fundurinn var haldinn að Flúðum í Hrunamannahreppi. Viðfangsefni verkefnisins er samtvinnun útivistar, heilbrigðis og vettvangsnáms. Samstarfsskólar eru frá Spáni, Svíþjóð, Slóveníu og Grikklandi. Auk skipulagningar starfsins sem framundan er gafst tækifæri til skoðunarferða. Meðal áfangastaða var Þjórsárdalur þar sem Þjóðveldisbærinn var skoðaður og gengið var að Gjánni þar sem gróðurinn skartaði sínum fegurstu haustlitum.

erasmus

Hópur kennara sem standa að ROOTS verkefninu við Brúarhlöð.

 
Last month Júní 2018 Next month
    S M Þ M F F L
week 22                     1 2
week 23 3 4 5 6 7 8 9
week 24 10 11 12 13 14 15 16
week 25 17 18 19 20 21 22 23
week 26 24 25 26 27 28 29 30