mr.is
Gettu betur lið skólans
Þriðjudagur, 12. september 2017 15:25

Forpróf var haldið í síðustu viku til að velja keppnislið skólans sem keppir í spurningakeppninni Gettu betur. 46 nemendur þreyttu prófið og þeir sem höfnuðu í efstu þremur sætunum skipa liðið. Gettu betur lið MR 2017-18 skipa Ása Bergný Tómasdóttir 6.A, Katrín Agla Tómasdóttir 6.Y og Jóhann Páll Einarsson 6.B. Við óskum þeim góðs gengis í vetur.


IMG 1414