mr.is >> Fréttir >> Minningarsjóður Önnu Claessen la Cour styrkir nám í Danmörku
Minningarsjóður Önnu Claessen la Cour styrkir nám í Danmörku
Föstudagur, 28. júlí 2017 10:56

Minningarsjóður Önnu Claessen laCour til styrktar íslensku námsfólki sem vill stunda framhaldsnám í Danmörku auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki á árinu 2017.

Styrkirnir eru veittir í dönskum krónum þar sem um danskan sjóð er að ræða. Þeir sem stunda eða hafa stundað nám í Menntaskólanum í Reykjavík njóta að öðru jöfnu forgangs við úthlutun styrkjanna.

Anna fæddist fyrir réttri öld, árið 1915, og varð stúdent frá MR árið 1933 tæplega 18 ára að aldri. Ættmenni hennar í þrjár kynslóðir tengdust einnig MR, m.a. faðir hennar, dr. med. Gunnlaugur Claessen, frumkvöðull röntgengreiningar og röntgenlækninga hérlendis, sem var bæði stúdent frá skólanum og síðar prófdómari þar.

Þrátt fyrir búsetu erlendis mestan hluta ævinnar hélt Anna ávallt mikilli tryggð við MR og skólafélaga sína þaðan. Að loknu stúdentsprófi nam hún þýðingarfræði í Kaupmannahöfn og hlaut árið 1940 löggildingu sem skjalaþýðandi. Hún sérhæfði sig í læknisfræðilegum þýðingum. Ávann hún sér mikið traust og álit á sérsviði sínu, þannig að leitað var til hennar víða að. Þýddi hún m.a. á ensku mikinn fjölda doktorsritgerða þ. á m. íslenskra lækna. Fjölbreytt safn ritgerðaþýðinga hennar er í Þjóðarbókhlöðu. Anna lést 1998.

Það var eiginmaður Önnu, Peder David laCour, sem stofnaði minningarsjóðinn og nam stofnféð jafnvirði um 40 milljóna ísl. króna. Aðsetur sjóðsins er í Kaupmannahöfn. Í sjóðsstjórn sitja Niels Kahlke málflutningsmaður, formaður, Ólafur Egilsson fv. sendiherra og Böðvar Guðmundsson rithöfundur.

Umsóknarfrestur um styrki alls 40.000 dkr. úr sjóðnum er til 1. september 2017. - Ekki eru sérstök umsóknareyðublöð fyrir styrkumsóknir en eðlilegt að hafa til hliðsjónar venjuleg eyðublöð vegna slíkra styrkja. Lagt er því í mat umsækjenda hvaða upplýsingar og gögn þeir láta fylgja til að vekja traust á umsókn sinni. Þar koma einkum til greina námsferill, prófskírteini, lýsing á náminu sem ætlunin er að stunda og kostnaði við það, staðfesting á skólavist (ef fengin er), meðmæli. – Umsóknir sem vera skulu á dönsku ber að senda í tölvupósti og stíla til formanns sjóðsstjórnarinnar:

Anna Claessen la Cour Fond
Advokat Niels Kahlke, formand
Købmagergade 3, 2.
1150 København K
D a n m a r k

tlf. 33 12 25 50, fax 33 11 23 31
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. ; Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. ; - www.kahlke.dk

 
Last month Júlí 2018 Next month
    S M Þ M F F L
week 27 1 2 3 4 5 6 7
week 28 8 9 10 11 12 13 14
week 29 15 16 17 18 19 20 21
week 30 22 23 24 25 26 27 28
week 31 29 30 31