mr.is >> Fréttir >> Verðlaunaathöfn á Hátíðasal 23. maí
Verðlaunaathöfn á Hátíðasal 23. maí
Þriðjudagur, 23. maí 2017 21:56

Að lokinni einkunnaafhendingu í IV., 4. og 5. bekk þriðjudaginn 23. maí var haldin athöfn á Hátíðasal. Nemendum sem skarað höfðu fram úr í námi svo og embættismönnum í IV., 4. og 5. bekk var boðið að sækja athöfnina. Rektor ræddi um skólastarfið á liðnum vetri en í haust voru innritaðir nemendur í skólanum 850. Félagslíf nemenda var blómlegt að vanda og tókst afar vel. Einnig þakkaði rektor nemendum aðstoð við kynningar á skólanum fyrir 10. bekkinga við opið hús og í heimsóknum þeirra í skólann.

Kórstarf skólans hefur verið mjög kraftmikið í vetur undir stjórn Kára Þormar. Kórinn hélt árlega jólatónleika í Seltjarnarneskirkju og aðstoðaði við verðlaunaathöfn vegna stærðfræðikeppninnar fyrir grunnskólanemendur. Kórinn undirbýr nú ferðalag til Berlínar í byrjun júní þar sem kórinn kemur fram við nokkra viðburði

Á þessu skólaári hefur alþjóðlegt samstarf verið umtalsvert. Skólinn tekur þátt í alþjóðlegu samstarfsverkefni á vegum Erasmus. Er að ljúka þriggja ára verkefni og er nýbúinn að fá styrk í annað þriggja ára verkefni. Í haust fóru nemendur fornmáladeildar í menningarferð til Rómar. Í vor fóru nemendur í Tolkienvali og enskuvali í menningarferð til London. Einnig fóru nemendur í tungumálanámi í menningarferðir, nemendur í frönskunámi til Parísar, nemendur í þýskunámi til Berlínar og nemendur í spænskunámi til Barcelona. Það er gaman að segja frá því að það er samdóma álit þeirra sem komu að skipulagningu ferðanna í vetur að nemendur hafi verið til fyrirmyndar.

Nemendur Menntaskólans hafa víða skarað fram úr í vetur og verið skólanum til sóma í mörgum greinum, utan skólans sem innan. Þakkaði rektor nemendum framgöngu þeirra á þessum vettvangi.

Rektor fjallaði um niðurstöður prófa. 56 nemendur í IV., 4. og 5. bekk tóku aðeins stúdentspróf, en var leyft að sleppa öðrum vorprófum vegna ágætrar frammistöðu í námi. Á ársprófum þreyttu því 578 próf í öllum námsgreinum. Af þeim hlutu 27 nemendur ágætiseinkunn og 124 þurfa að endurtaka próf í einstökum greinum til að fullnægja ákvæðinu um lágmarkseinkunnina 4 í hverri grein. Það er ánægjulegt hversu vel nemendur standa sig. Árangur nemenda er svipaður og í fyrra og er það mjög ánægjulegt.

Hæstu einkunn remanenta hlaut

Jón Helgi Sigurðsson í IV.F ágætiseinkunn 9,8.

Nemendum sem skarað höfðu fram úr í námi voru veitt verðlaun og embættismönnum veittar viðurkenningar fyrir vel unnin störf. Rektor óskaði nemendum til hamingju með árangurinn og óskaði öllum gleðilegs sumars. Að lokum þakkaði rektor nemendum fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum og óskaði þeim öllum góðs gengis í skólastarfinu á næsta skólaári.

 
Last month Júlí 2018 Next month
    S M Þ M F F L
week 27 1 2 3 4 5 6 7
week 28 8 9 10 11 12 13 14
week 29 15 16 17 18 19 20 21
week 30 22 23 24 25 26 27 28
week 31 29 30 31