mr.is
Stúdentafagnaður Nemendasambands MR 2017

Stúdentafagnaðurinn verður haldinn laugardaginn 27. maí n.k. í Gullhömrum. Húsið verður opnað kl. 19 og borðhald hefst kl. 20.

  • Tónlist flutt af nýstúdent á undan borðhaldi
  • Veislustjóri: Benedikt Jóhannesson
  • Fulltrúar 25 ára og 50 ára stúdenta auk inspector scholae flytja ávörp
  • Fjöldasöngur. Söngstjórar úr hópi 25 ára stúdenta
  • Dans

Matseðill:

Forréttur: Rjómalöguð sælkera grænmetissúpa með nýbökuðu brauði
Aðalréttur: Lambahryggvöðvi með kartöfluköku, steiktum skógarsveppum og lambasoðsósu

Eftirréttur: Súkkulaðifrauð með ferskum berjum og vanillurjóma

Kaffi

Grænmetisréttur í stað aðalréttar: Innbakað grænmeti með bulgum og kókoshnetusósu

Miðaverð
Miðinn á stúdentafagnaðinn kostar kr. 8.000 fyrir nýstúdenta og kr. 10.500 fyrir júbilanta.

Miðasala fer fram 12.–24. maí kl. 13–16 á skrifstofu Menntaskólans í Reykajvík. Ef óskað er eftir að kaupa miða á öðrum tíma er hægt að senda beiðni þar um til Margrétar Hvannberg Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Miðasölu lýkur miðvikudaginn 24. maí.
Við miðakaup er nauðsynlegt að láta vita úr hvaða júbilantahópi viðkomandi er (25 ára stúdent, 50 ára stúdent o.s.frv.) m.a. vegna niðurröðunar hópanna í salnum.

Þess er vænst að þeir sem fara fyrir júbilöntum í ár láti Svein Snæland, síma 691 9533 ( Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. ),Gísla Óttarsson síma 856 7189 ( Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. ) eða Kristínu Heimisdóttur, ( Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. ) vita um áætlaðan fjölda þátttakenda í stúdentafagnaðinum fyrir 15. maí nk. Þá er hægt að hafa samband við Margréti Hvannberg á skrifstofu MR ef óskað er frekari upplýsinga.

Reykjavík í maí 2017
Með góðri kveðju
Stjórn Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík

„Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur”