mr.is >> Fréttir >> Námsferð til Alicante dagana 2. - 6. apríl
Námsferð til Alicante dagana 2. - 6. apríl
Mánudagur, 24. apríl 2017 08:24

Dagana 1. - 9. apríl fóru 9 nemendur í 5. bekk til Alicante ásamt 5 kennurum. Þessi ferð var síðasta ferðin í samstarfi Menntaskólans í Reykjavík við skóla frá 7 öðrum löndum í Erasmus+ verkefni sem hefur fengið nafnið Vatnsverkefnið innan skólans. Þessi lönd eru: Spánn, Þýskaland, Grikkland, Ítalía, Pólland, Tyrkland og Búlgaría. Verkefnið hefur spannað 3 ár og hafa nemendur og kennarar frá MR heimsótt flest hinna landanna meðan á verkefninu hefur staðið.

m1

Viðfangsefni ferðarinnar og verkefnisins í heild er vatn og að þessu sinni skoðaði hver skóli tvö verkefni, annars vegar nýja tækni í vatnsnotkun og hins vegar sparnað á vatni í landbúnaði. Nemendurnir gistu hjá spænskum fjölskyldum en margir nemandanna úr hinum skólunum höfðu einmitt gist hjá fjölskyldum MR nemenda þegar Erasmus fundur var haldinn á Íslandi haustið 2015 Fyrir utan kynningar nemenda á verkefnum sínum var siglt til eyjarinnar Tabarca þar sem við fengum ítarlega kynningu á aðferðum eyjabúa við að hamstra og geyma vatn við erfiðar aðstæður þar sem við þurrk og hrjóstruga jarðveg var að glíma.

Einnig var gengið á tindinn Montcabrer (Geitfjall) sem er hluti af fjallgarðinum Sierra de Mariola, en ofarlega í fjallinu er varðveittur gamall snjógámur frá 16. öld (snow pit) en í hann var safnað snjó á fyrri öldum sem svo var fluttur til byggða eftir þörfum. Að lokinni fjallgöngunni heimsóttum við fyrirtækið Bonnysa http://www.bonnysa.es/sem ræktar m.a. tómata með nýjum aðferðum þar sem áveita og sparnaður á vatni er í lykilhlutverki.

m2

Næsta dag var kastalinn Santa Bárbara heimsóttur. Hann trónir yfir Alicante á klettinum Banacantil sem í má sjá prófíl dapurs Márakonungs. Undir kastalanum eru gamlir vatnsgeymar, geysistórir, þar sem vatn var geymt og var það ekki síst hernaðarlega mikilvægt að hafa aðgengi að vatni á stríðstímum.  Í lok kastalaheimsóknarinnar var farið á Volvo Ocean Race safnið í Alicante sem sýnir allt sem snýr að margra mánaða kappi umhverfis jörðina á skútum, en keppnin hefst í Alicante og endar í Gautaborg tæpu ári síðar. Nýting vatns um borð er að sjálfsögðu gríðarlega mikilvæg.

Nemendur okkar stóðu sig einstaklega vel og fengu mikið hrós fyrir frammistöðu sína, prúðmannlega og glaðlega framkomu. Nemendur fengu líka frjálsan tíma sem þeir nýttu vel til að skoða umhverfið og kynnast spænskri menningu og tungu.

m3

 
Last month Apríl 2018 Next month
    S M Þ M F F L
week 14 1 2 3 4 5 6 7
week 15 8 9 10 11 12 13 14
week 16 15 16 17 18 19 20 21
week 17 22 23 24 25 26 27 28
week 18 29 30