mr.is >> Fréttir >> Menningarferð til Parísar dagana 16. - 20. mars 2017
Menningarferð til Parísar dagana 16. - 20. mars 2017
Miðvikudagur, 29. mars 2017 09:16

Þann 16. mars síðastliðinn fór 31 frönskunemi á þriðja ári í MR í menningarferð til Parísar. Umsjón með ferðinni hafði Sigurbjörg Gylfadóttir frönskukennari og henni til aðstoðar voru Eydís Guðmundsdóttir frönskukennari og Dagný Broddadóttir námsráðgjafi. Markmið ferðarinnar var að skoða helstu merkisstaði borgarinnar, bragða á franskri matargerð og síðast en ekki síst að tala frönsku við innfædda.

Farið var upp í l'Arc de Triomphe (Sigurbogann) og rölt niður Champs-Elysées breiðgötuna. Einnig var farið í langa skoðunarferð með Brynhildi Jónsdóttur Givelet leiðsögumanni og gengið um 5. hverfið, le Quartier latin (latínuhverfið). Þar bar margt fyrir augu: Sorbonne háskólann, Panthéon grafhýsið og le Jardin des plantes (Plöntugarðurinn). Farið var frá Place de la Bastille og gengið í gegn um le Marais (Mýrina). Síðan fóru nemendur í litlum hópum að Rue de Rivoli, Place des Vosges, Le Centre Georges Pompidou, Les Halles og að L'Hôtel de ville.

Að sjálfsögðu var farið í skoðunarferð á báti (Bateaux Mouches) um Signu, litið var við í Notre-Dame, brunað upp í Eiffelturninn og heilum eftirmiðdegi eytt á Louvre safninu þar sem svo margt bar fyrir augu að of langt mál væri að telja upp hér.

Montmartrehverfið með Sacré-Coeur kirkjunni, málaratorginu (Place du Tertre), víngarðinum, og Moulin Rouge (Rauða Myllan) var heimsótt síðasta daginn og kvöldinu eytt á góðum matsölustað.
Hópurinn var til fyrirmyndar í hvívetna, jákvæður og skemmtilegur og skemmtu sér allir vel.

Paris2017

Hér má sjá fleiri myndir úr ferðinni

 
Last month Apríl 2018 Next month
    S M Þ M F F L
week 14 1 2 3 4 5 6 7
week 15 8 9 10 11 12 13 14
week 16 15 16 17 18 19 20 21
week 17 22 23 24 25 26 27 28
week 18 29 30