mr.is
Úrslit í eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna
Mánudagur, 13. mars 2017 16:50

Úrslit í eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna fór fram helgina 11.-12. mars. 14 nemendum var boðið að taka þátt í úrslitakeppninni og voru 9 MRingar í þeim hópi.

Inga Guðrún Eiríksdóttir 6.X var í 10. sæti í Landskeppninni en vegna mistaka framkvæmda-nefndar með keppninni var henni ekki boðið að taka þátt í úrslitakeppninni sem hún átti þó rétt á. Við hörmum þessi mistök og skorum á framkvæmdanefndina að breyta verklagi sínu þ.a. skólar fái lista yfir nemendur í efstu sætunum áður en hún býður þeim að taka þátt í úrslitakeppninni. Slíkt verklag minnkar líkur á mistökum sem þessum.

Keppendum sem lentu í efstu sætunum og verða ekki orðnir tvítugir þegar Ólympíukeppnin í eðlisfræði fer fram býðst að vera í Ólympíuliðinu en keppnin fer fram í Yogyakarta í Indónesíu 16. - 24. júlí. Árangur nemenda skólans var mjög glæsilegur og eru fjórir nemendur úr MR í efstu sjö sætunum. Í efstu sætunum eru:

Sindri Magnússon, 6.X, 1. sæti
Garðar Sigurðarson, 6.X, 4. sæti
Anton Óli Richter, 6.X, 5. sæti
Þórður Ágústsson, 6.X, 7. sæti

Við óskum þeim til hamingju með glæsilegan árangur.

Síðast uppfært: Mánudagur, 20. mars 2017 08:43