mr.is
Opið hús í skólanum
Laugardagur, 11. mars 2017 18:34

Laugardaginn 11. mars var opið hús í Menntaskólanum í Reykjavík. 10. bekkingar og forráðamenn þeirra voru boðnir velkomnir í skólann til að kynna sér nám, félagslíf nemenda og annað starf í skólanum. Skólakórinn mætti á Hátíðarsal til að syngja nokkur lög. Jafnframt sýndu nemendur sem tóku þátt í Herranótt úr verkinu West Side Story sem þau eru að sýna þessa dagana. Nemendur og starfsfólk skólans sáu um kynninguna og er þeim þakkað fyrir afar vel heppnaða kynningu. Mörg hundruð gesta komu í heimsókn í skólann á opna húsið og var slegið aðsóknarmet í gestafjölda að þessu sinni. Við þökkum öllum þeim sem komu í heimsókn til okkar þennan dag.

Síðast uppfært: Mánudagur, 13. mars 2017 09:01