mr.is >> Fréttir >> Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar
Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar
Fimmtudagur, 02. febrúar 2017 14:09

Vetrarhátið 2017 stendur yfir dagana 2.-5. febrúar. Þetta er í 16. sinn sem þessi hátíð ljóss og myrkurs er haldin en fjórar meginstoðir hennar eru: Safnanótt, Sundlauganótt, Snjófögnuður og ljósalist ásamt um 150 viðburðum þar sem fjöldi listamanna tekur þátt í að skapa einstaka stemningu í borginni. Höfuðborgarstofa hefur yfirumsjón með hátíðinni og eru allir viðburðir á Safnanótt og Sundlauganótt ókeypis. Vetrarhátíð lýkur með myrkvun götuljósa í miðborginni á sunnudaginn 5. febrúar kl. 21-22.

Á sama tíma og setningin við Hallgrímskirkju fer fram verða á þriðja tug bygginga á höfuðborgarsvæðinu upplýstar í grænum og fjólubláum litum, einkennislitum Vetrarhátíðar. Þá verða ljóslistaverk á nokkrum lykilbyggingum; Hallgrímskirkju, Hörpu, Ráðhúsi Reykjavíkur og Kópavogskirkju. Aðrar upplýstar byggingar eru m.a. Perlan, Háskóli Íslands, Borgarleikhúsið, Stjórnarráðið, Þjóðminjasafnið, Listasafn Íslands, Safnahúsið, Þjóðleikhúsið, Íslensk erfðagreining, Höfði og Menntaskólinn í Reykjavík. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu lýsa upp lykilbyggingar eins og Bessastaði, Lágafellskirkju, Félagsheimilið Hlégarð, Seltjarnarneskirkju, Gróttuvita og Ráðhús og Byggðasafn Hafnarfjarðar. Aldrei hafa fleiri tekið þátt í þessu samspili ljóss og myrkurs á Vetrarhátíð.

 
Last month Júní 2018 Next month
    S M Þ M F F L
week 22                     1 2
week 23 3 4 5 6 7 8 9
week 24 10 11 12 13 14 15 16
week 25 17 18 19 20 21 22 23
week 26 24 25 26 27 28 29 30