mr.is
namid.jpg
Fréttir og tilkynningar
Herranótt
Föstudagur, 26. febrúar 2016 14:15

Föstudaginn 26. febrúar var frumsýning Herranætur. Þetta er 171. sýning Herranætur. Í ár er Herranótt að setja upp spænska leikverkið Blóðbrúðkaup eftir Federico Garcia Lorca. Blóðbrúðkaup er í sinni upprunalegri mynd klassískur harmleikur. Búið er færa handritið til nútímans, bæta við tónlist, ljóðum og miklum dansi. Sýningin er því á köflum bæði listræn og alvarleg, en hún er einnig kraftmikli og fjörug.

List­rænir stjórn­end­ur sýn­ing­arinnar eru Jón Gunnar Þórðarson, leikstjóri, Björn Thorarensen, tónlistarstjóri, Guðmundur Elías Knudsen, danshöfundur, og Agnieszka Baranowska, búningahönnuður.

Síðast uppfært: Föstudagur, 04. mars 2016 12:13
Nánar...
 
Söngkeppni Skólafélagsins
Þriðjudagur, 16. febrúar 2016 10:00

Söngkeppni Skólafélagsins fór fram í Hörpunni sl. föstudagskvöld. Skipulag og undirbúningar keppninnar var til mikillar fyrirmyndar og kepptu 11 lið. Þessi söngatriði voru í hæsta gæðaflokki. Stefán Rafn Gunnarsson 5.U sigraði í keppninni og keppir hann fyrir hönd skólans á Söngkeppni framhaldsskólanna í vor. Stjórn Skólafélagsins, keppendum og öllum þeim sem komu að undirbúningi keppninnar er óskað til hamingju með afar vel heppnaða Söngkeppni.

songkeppni2016

Síðast uppfært: Föstudagur, 04. mars 2016 12:15
 
Erasmus+ samstarfsverkefni um vatn
Þriðjudagur, 16. febrúar 2016 09:46

Menntaskólinn í Reykjavík er þátttakandi í alþjóðlegu samstarfsverkefni sem ber heitið: Water, a European task in a Global context. Inda Gymnasium í Aachen í Þýskalandi leiðir verkefnið en aðrir samstarfsskólar eru frá Búlgaríu, Grikklandi, Ítalíu, Póllandi, Spáni og Tyrklandi. Verkefnið miðar að því að auka þekkingu nemenda á vatni, eiginleikum þess, hringrás, uppsprettum, mikilvægi vatns sem auðlindar og að gera þá meðvitaðri um fjölbreytni vatnsnotkunar í heiminum. Auk þess er markmið með þátttöku nemenda og kennara í alþjóðlegu samstarfsverkefni sem þessu: að mynda tengsl við nemendur og kennara frá hinum þátttökulöndunum, að hafa samskipti á erlendum tungumálum , að öðlast nýja reynslu með heimsóknum á framandi slóðir og að kynnast eigin heimkynnum frá öðru sjónarhorni með því að taka á móti erlendum gestum.

Verkefnið sem styrkt er af Erasmus+ menntaáætluninni stendur yfir í þrjú ár, frá 2014 til 2017. Styrkurinn stendur straum af kostnaði 30 nemendaheimsókna og 23 kennaraheimsókna til hinna þátttökulandanna.

Nú þegar tímabil verkefnisins er hálfnað hafa verið haldnir fundir í Þýskalandi, Ítalíu, Íslandi og Búlgaríu. Í vor fara 3 nemendur til Póllands og á næsta skólaári er ráðgert að senda samtals 17 nemendur til Grikklands, Tyrklands og Spánar. Heimsóknirnar standa að jafnaði í eina viku.
Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á heimasíðu þess: Erasmus-plus-wet.com

EU flag-Erasmus+ vect_POS

Þetta verkefni er unnið með styrk frá Erasmus+ áætlun ESB 

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 16. febrúar 2016 09:52
 
Vorpróf 2016 og skipulag næsta skólaárs
Fimmtudagur, 11. febrúar 2016 09:13

Nú hefur verið birt próftafla fyrir vorpróf 2016. Hana má finna í valmyndinni hér til hægri. 

Einnig hefur skóladagatal næsta skólaárs verið bætt inn á vefinn. Það má nálgast undir Skólinn > Skóladagatal > Næsta skólaár.

 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Maí 2016 Next month
    S M Þ M F F L
week 18 1 2 3 4 5 6 7
week 19 8 9 10 11 12 13 14
week 20 15 16 17 18 19 20 21
week 21 22 23 24 25 26 27 28
week 22 29 30 31