mr.is
namid.jpg
Fréttir og tilkynningar
Nemendur til Stanford
Miðvikudagur, 04. júní 2014 15:57

Þrír fyrrverandi nemendur skólans hljóta sumarstyrk við hinn virta Stanfordháskóla í Bandaríkjunum.


Myndin er fengin af vef Háskóla Íslands hi.is

Það eru þau: Jón Áskell Þorbjarnarson, nemi í stærðfræði, Hólmfríður Hannesdóttir, nemi í eðlisfræði, og Baldur Yngvason, nemi í rafmagns- og tölvuverkfræði öll nemendur við Háskóla Íslands. Sjá nánar á vef Háskólans

 
Skólaslit 2014
Þriðjudagur, 03. júní 2014 12:04

Menntaskólanum í Reykjavík var slitið föstudaginn 30. maí. Brautskráðir voru 187 nýstúdentar.

Dúx árgangsins er Birna Brynjarsdóttir í 6.S með ágætiseinkunn 9,62. Semidúx er Daníel Kristinn Hilmarsson í 6.S með ágætiseinkunn 9,52. Aðrir nýstúdentar með ágætiseinkunn eru

  • Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir í 6.B með ágætiseinkunn 9,30
  • Sólrún Hedda Hermannsdóttir í 6.A með ágætiseinkunn 9,28
  • Guðbjartur Þráinsson í 6.S með áætiseinkunn 9,18
  • Stefán Orri Ragnarsson í 6.S með ágætiseinkunn 9,13 og
  • Gunnar Arthúr Helgason í 6.X með ágætiseinkunn 9,11.
 
alt
Myndina tók Ómar Óskarsson
 

Kór Menntaskólans í Reykjavík söng við athöfnina undir stjórn Kára Þormars. Harpa Ósk Björnsdóttir í 6.Y söng lagið Svanasöngur á heiði við lag Sigvalda Kaldalóns og ljóð Steingríms Thorsteinssonar við undirleik Gunnars Arthúrs Helgasonar í 6.X. Tónlistarflutningur þeirra var afar glæsilegur.

Fjölmargir afmælisstúdentar voru viðstaddir athöfnina og færðu skólanum góðar gjafir. Rektor þakkaði afmælisstúdentum velvilja þeirra og vináttu og fyrir góðar gjafir. Við athöfnina fluttu fulltrúar afmælisstúdenta ræður. Tryggvi Þorsteinsson læknir talaði fyrir hönd 70 ára stúdenta, Stefán Baldursson óperu- og leikhússtjóri talaði fyrir hönd 50 ára stúdenta og Þórir Auðólfsson læknir fyrir hönd 25 ára stúdenta. 

Arnbjörn Jóhannesson íslenskukennari fagnaði þeim áfanga að hafa kennt við skólann í aldarfjórðung. Fjórir kennarar sem láta af störfum að loknu þessu skólaári voru kvaddir eftir langan og farsælan starfsferil við skólann. Rektor þakkaði Braga Halldórssyni, Kolbeini Sæmundssyni, Kristínu Jónsdóttur og Vilhelmínu E. Johnsen fyrir vel unnin störf á löngum starfsferli og þakkaði sérstaklega tryggð þeirra við skólann og óskaði þeim farsældar á komandi árum.

Að lokum óskaði rektor foreldrum og öðrum vandamönnum nýstúdenta til hamingju með daginn og flutti nýstúdentum heillaóskir frá skólanum og starfsfólki hans.

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 03. júní 2014 12:49
 
Verðlaunaathöfn á Hátíðasal 27. maí
Fimmtudagur, 29. maí 2014 12:01

Að lokinni einkunnaafhendingu í 3., 4. og 5. bekk þriðjudaginn 27. maí var haldin athöfn á Hátíðasal.  Nemendum sem skarað höfðu fram úr í námi svo og embættismönnum í 3., 4. og 5. bekk var boðið að sækja athöfnina.  Rektor ræddi um skólastarfið á liðnum vetri en í haust voru innritaðir nemendur í skólanum 898.  Félagslíf nemenda var blómlegt að vanda og tókst afar vel. Einnig þakkaði rektor nemendum aðstoð við kynningar á skólanum fyrir 10. bekkinga við opið hús og í heimsóknum þeirra í skólann.

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 29. maí 2014 12:04
Nánar...
 
Skólaslit verða í Háskólabíói föstudaginn 30. maí
Miðvikudagur, 21. maí 2014 08:57

Skólaslit Menntaskólans í Reykjavík og brautskráning stúdenta fer fram í Háskólabíói föstudaginn 30. maí kl. 14.  Fulltrúar afmælisstúdenta sem óska eftir að vera viðstaddir athöfnina eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu skólans.  Stúdentsefni eru beðin um að mæta fyrir kl. 13:30.

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 21. maí 2014 08:58
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Mars 2015 Next month
    S M Þ M F F L
week 10 1 2 3 4 5 6 7
week 11 8 9 10 11 12 13 14
week 12 15 16 17 18 19 20 21
week 13 22 23 24 25 26 27 28
week 14 29 30 31