mr.is
2.jpg
Fréttir og tilkynningar
Forritunarkeppni framhaldsskólanna
Miðvikudagur, 07. maí 2014 12:09

Forritunarkeppni framhaldsskólanna fór fram helgina 21.-22. mars í Háskólanum í Reykjavík. 47 lið kepptu í þremur deildum. Níu lið fengu verðlaun í keppninni, þar af þrjú frá MR. Lið frá Menntaskólanum í Reykjavík náði fyrsta sæti í flokknum „Neo“ en í þeim flokki leysa nemendur eitt stórt verkefni með gagnagrunni og vefviðmóti. Lið frá Menntaskólanum í Reykjavík lentu í öðru og þriðja sæti í flokknum „Trinity“ en í þeim flokki kepptu nemendur sem eru komnir nokkuð langt í námi í forritun. 

Nánar...
 
Ólympíulið Íslands í stærðfræði
Miðvikudagur, 07. maí 2014 09:05

Úrslit í norrænu stærðfræðikeppninni liggja fyrir.  Sigurvegarar keppninnar fengu 16 stig af 20 mögulegum.  Þeir eru Sigurður Jens Albertsson í 5.X og Norðmaðurinn Johan Sokrates Wind.  Við óskum Sigurði Jens innilega til hamingju með þennan stórglæsilega árangur í keppninni.  Það er einnig gaman að segja frá því að Hjalti Þór Ísleifsson í 4.S og Kristján Andri Gunnarsson í 6.X lentu í 21.-28. sæti með 7 stig af 20 mögulegum.  Aðrir Íslendingar voru nokkuð lægri.

Búið er að velja Ólympíulið Íslands sem keppir í Suður Afríku í sumar en það skipa
  1. Sigurður Jens Albertsson í 5.X
  2. Kristján Andri Gunnarsson í 6.X
  3. Garðar Andri Sigurðsson í 5.X
  4. Hjalti Þór Ísleifsson í 4.S
  5. Dagur Tómas Ásgeirsson í 4.Z
  6. Jóhann Ólafur Sveinbjarnarson frá Menntaskólanum á Akureyri
Við óskum MR-ingum til hamingju með glæsilegan árangur í vetur og fyrir að eiga fimm liðsmenn af sex í Ólympíuliðinu. Sérstaklega óskum við Sigurði Jens Albertssyni til hamingju með frábæra frammistöðu í stærðfræðikeppni í vetur og með glæsilegan sigur í norrænu stærðfræðikeppninni.
Síðast uppfært: Miðvikudagur, 07. maí 2014 12:10
 
Stuttmyndasamkeppni framhaldsskólanna í þýsku
Fimmtudagur, 24. apríl 2014 16:04

Úrslit í Stuttmyndasamkeppni framhaldsskólanna í þýsku liggja nú fyrir og lentu nemendur Menntaskólans í Reykjavík í 2. sæti.

Eftirfarandi nemendur tóku þátt við gerð myndarinnar:

Agnar Davíð Halldórsson 5R

Alexander Ísak Sigurðsson 5R

Árni Beinteinn Árnason 5X

Daníel Kristinn Hilmarsson 6S

Helgi Freyr Ásgeirsson 5X

Kristín Björg Bergþórsdóttir 5X

Pjetur Stefánsson 5R

Sólveig Bjarnadóttir 5X

Stefán Orri Ragnarsson 6S

 

Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með frábæran árangur.

 

Hér má skoða stuttmynd MRinga "Die Aussperrung"

Stuttmyndin

 

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 29. apríl 2014 08:54
 
Þýskuþraut 2014
Mánudagur, 14. apríl 2014 12:17

Þýskuþraut fór fram fimmtudaginn 6. mars. Keppendur voru samtals 91 úr 7 skólum og komu 69 frá MR.

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 24. apríl 2014 16:15
Nánar...
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Desember 2014 Next month
    S M Þ M F F L
week 49     1 2 3 4 5 6
week 50 7 8 9 10 11 12 13
week 51 14 15 16 17 18 19 20
week 52 21 22 23 24 25 26 27
week 1 28 29 30 31