mr.is
IMG_8695.JPG
Fréttir og tilkynningar
Fjárveitingar til skólans eru mikið áhyggjuefni
Þriðjudagur, 26. nóvember 2013 09:39

Skólanefnd Menntaskólans í Reykjavík sendi eftirfarandi bókun af fundi sínum föstudaginn 15. nóvember:

Skólanefnd Menntaskólans í Reykjavík lýsir yfir miklum vonbrigðum með fjárframlög til skólans samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Þar fá nemendur Menntaskólans í Reykjavík enn og aftur lægst framlög allra framhaldsskólanemenda á landinu.

Á undanförnum árum hafa framlög til skólans dregist mjög aftur úr framlögum til sambærilegra skóla og stóðu vonir til þess nú að hlutur nemenda MR yrði réttur. Sú tillaga sem fyrir liggur er öðru nær, eins og að framan greinir.

Það er mat skólanefndarinnar eftir að hafa farið ítarlega yfir þróun framlaga og fjárhagsstöðu skólans að skólastarfið sjálft sé í hættu verði ekki þegar brugðist við og sú mismunun sem skólinn og nemendur hans hafa mátt þola síðustu ár leiðrétt.

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 26. nóvember 2013 17:48
Nánar...
 
MR er heilsueflandi framhaldsskóli
Fimmtudagur, 07. nóvember 2013 13:26

Í dag var Menntaskólinn í Reykjavík formlega tekinn í hóp heilsueflandi framhaldsskóla við hátíðlega athöfn á Hátíðasal.  Héðinn Svarfdal Björnsson frá Landlæknisembættinu flutti ávarp um verkefnið. 

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 13. nóvember 2013 13:58
Nánar...
 
Liðakeppni í stærðfræði
Fimmtudagur, 07. nóvember 2013 10:00

Liðakeppni í stærðfræði fór fram hér í Menntaskólanum laugardaginn 2. nóvember. Fjögur lið á hvoru stigi tóku þátt í keppninni, alls 34 nemendur. Nemendur skiptu með sér verkum, hver hópur eins og hann taldi best henta.

Síðast uppfært: Föstudagur, 08. nóvember 2013 14:13
Nánar...
 
Góðgerðarvika Framtíðarinnar
Miðvikudagur, 06. nóvember 2013 08:27

Í þessari viku stendur yfir góðgerðarvika Framtíðarinnar og hafa nemendur brugðið fyrir sér ýmsum skemmtilegum uppátækjum til stuðnings góðu málefni.  Þeir sem standa fyrir góðgerðarvikunni hafa beðið um eftirfarandi orðsendingu til foreldra nemenda skólans:

,,Góðgerðavika Framtíðarinnar í Menntaskólanum í Reykjavík fór af stað 5. nóvember og stendur til föstudags. Keppni er á milli bekkja um hver safnar mestu og í ár mun söfnunarféð renna til tækjakaupa á Landsspítalanum. Foreldrar nemenda geta styrkt málefnið í nafni þess bekkjar sem nemandinn er í með því að millifæra inn á eftirfarandi reikningsnúmer og kennitölu: 301-13-110511, kt: 521083-0189. Til að peningurinn renni í þann sjóð sem bekkurinn er að safna í þarf að setja nafn bekkjarins í skýringu með millifærslunni. "

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 06. nóvember 2013 08:29
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Apríl 2014 Next month
    S M Þ M F F L
week 14         1 2 3 4 5
week 15 6 7 8 9 10 11 12
week 16 13 14 15 16 17 18 19
week 17 20 21 22 23 24 25 26
week 18 27 28 29 30