mr.is
4.jpg
Fréttir og tilkynningar
Kynningarfundur með forráðamönnum nýnema
Mánudagur, 21. ágúst 2017 13:10

Kynningarfundur með foreldrum og forráðamönnum nýnema verður haldinn fimmtudaginn 24. ágúst kl. 20 í Háskólabíói. Yngvi Pétursson rektor kynnir skólastarfið, Elín María Árnadóttir inspector scholae og Aron Jóhannsson forseti Framtíðarinnar kynna félagslífið og María Soffía Gottfreðsdóttir formaður Foreldrafélagsins flytur ávarp. Að þeim fundi loknum taka umsjónarkennarar á móti forráðamönnum í skólanum og útskýra m.a. reglur um skólasókn, einkunnir og próf, námsráðgjöf, Innu, námsnetið og svara fyrirspurnum.

Rektor

 
Skólasetning
Fimmtudagur, 17. ágúst 2017 15:45

Menntaskólinn í Reykavík var settur í 172. sinn fimmtudaginn 17. ágúst í Dómkirkjunni. Í skólann eru skráðir 853 nemendur í 36 bekkjardeildum, 191 nemandi í 6. bekk, 180 í 5. bekk, 226 í nýjum V. bekk og 256 í nýjum 4. bekk. Við athöfnina söng Kór Menntaskólans í Reykjavík undir stjórn Lilju Daggar Gunnarsdóttur sem leysti af Kára Þormar kórstjóra. Sr. Hjálmar Jónsson tók á móti gestum. Yngvi Pétursson rektor ávarpaði nemendur og kynnti skólastarfið.

Sr. Hjálmari Jónssyni fyrrverandi dómkirkjupresti voru færðar innilegar þakkir fyrir að hafa sýnt skólanum, nemendum hans og starfsfólki mikla tryggð og velvild með því m.a. að taka á móti þeim við skólasetningu og við jólamessu í hátt á annan áratug.

Í sumar kepptu nokkrir nemendur skólans m.a. í Ólympíukeppni í raungreinum, 2 í eðlisfræði, 2 í líffræði og 4 í stærðfræði. Rektor þakkaði þeim nemendum sem tóku þátt í keppni í fyrra og sumar og þeim kennurum sem staðið hafa að undirbúningi við þjálfun og framkvæmd. Nemendur tóku einnig þátt í alþjóðlegum verkefnum sl. vetur m.a. menningarferðum til Barcelona, Berlínar, London og Oxford, Parísar og Rómar og verkefni á vegum Erasmus+ menntaáætlunarinnar. Rektor þakkaði nemendum fyrir það hvað þeir stóðu sig með miklum sóma og kennurum sem stóðu að undirbúningi og skipulagi. Hann vonaðist til að áfram verði unnið að því að efla þennan þátt skólastarfsins.

Rektor sagði frá því að í fyrra hafi nemendur verið innritaðir í fyrsta skipti í nýtt þriggja ára nám. Námið reyndist umfangsmeira en var í eldra kerfi en með samstilltu átaki nemenda og starfsfólks skólans hafi þetta fyrsta ár tekist afar vel. Svo vel tókst til að árangur nemenda á fyrsta ári var með því besta sem verið hefur.

Að lokum hvatti rektor nemendur til að sinna náminu vel, vinna hvert verk af alúð, hlúa að vináttunni og að ganga glöð og bjartsýn, einbeitt og öguð til móts við námið og veturinn sem er framundan.

skolasetning2017

Síðast uppfært: Föstudagur, 18. ágúst 2017 17:09
 
Umsækjendur um starf rektors
Fimmtudagur, 17. ágúst 2017 15:34

Starf rektors Menntaskólans í Reykjavík var auglýst í júlí og umsóknarfrestur um starfið rann út 8. áǵúst.

Umsæjendurnir eru:

Birgir Urbancic Ásgeirsson framhaldsskólakennari,
Björn Gunnlaugsson framhaldsskólakennari,
Elísabet Siemsen framhaldsskólakennari,
Kolbrún Elfa Sigurðardóttir framhaldsskólakennari,
Kristján Bjarni Halldórsson áfangastjóri,
Margrét  Jónsdóttir Njarðvík framhaldsskólakennari,
Ólafur Haukur Johnson framhaldsskólakennari,
Sigurbjörg Jóhannesdóttir framhaldsskólakennari og
Sigurjón Benediktsson tannlæknir.

Nýr rektor tekur við starfinu 1. október nk.

 
Bóksala
Miðvikudagur, 09. ágúst 2017 13:50

Sala á heftum sem eru stjörnumerkt í bókalistum hefst föstudaginn 11. ágúst. Bóksalan verður opin frá kl.12-17, 11.-16. ágúst en lokuð 17. ágúst. Eftir að skóli hefst verður bóksalan opin frá kl.8-15.

Bóksalan er á 3.hæð aðalbyggingar.

Nemendur eru hvattir til að kaupa bækurnar í síðasta lagi 16.ágúst.

Hér að neðan er hægt að nálgast bókalista og verðlista bóksölu.

Bókalistar Verðlistar
4. bekkur 4. bekkur
V. bekkur (3 ár) V. bekkur (3 ár)
5. bekkur (4 ár) 5.bekkur (4 ár)
6. bekkur 6.bekkur
Síðast uppfært: Miðvikudagur, 09. ágúst 2017 14:17
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Febrúar 2018 Next month
    S M Þ M F F L
week 5                 1 2 3
week 6 4 5 6 7 8 9 10
week 7 11 12 13 14 15 16 17
week 8 18 19 20 21 22 23 24
week 9 25 26 27 28