mr.is
4.jpg
Fréttir og tilkynningar
Úrslit í eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna
Mánudagur, 04. apríl 2016 09:57

Úrslit í eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna fór fram helgina 2.-3. apríl. 14 nemendum var boðið að taka þátt í úrslitakeppninni og voru 7 MRingar í þeim hópi. Keppendum sem lentu í efstu sætunum og verða ekki orðnir tvítugir þegar Ólympíukeppnin í eðlisfræði fer fram býðst að vera í Ólympíuliðinu. Árangur nemenda skólans var mjög glæsilegur og eru þrír nemendur úr MR í efstu fjórum sætunum. Í efstu sætunum eru:

Dagur Tómas Ásgeirsson, 6.X, 1.-2. sæti
Hjalti Þór Ísleifsson, 6.X, 1.- 2. sæti
Matthías B. Harksen, 6.X, 4. sæti

Við óskum þeim til hamingju með glæsilegan árangur.

Síðast uppfært: Mánudagur, 04. apríl 2016 16:01
 
Kynningarmyndband
Föstudagur, 01. apríl 2016 12:40

Nú stendur skólinn á tímamótum þar sem skólinn er að kynna og bjóða upp á vandað þriggja ára nám til stúdentsprófs sem er mjög góður undirbúningur fyrir háskólanám. Í tilefni þess var ákveðið að gera kynningarmyndband um nám og skólastarf í skólanum.

Þetta myndband ættu allir sem velta fyrir sér framhaldsnámi að horfa á. Kynntu þér námsframboð og félagslíf í MR!

Kynningarmyndbandið

Undirbúningur var í höndum skólastjórnenda og námsráðgjafa og í samráði við stjórnir Skólafélagsins og Framtíðarinnar. Leitað var til Árna Beinteins Árnasonar fyrrverandi forseta Framtíðarinnar um að taka að sér gerð þess. Í myndbandinu er rætt við bæði núverandi og fyrrverandi nemendur skólans. Það var sérstaklega ánægjulegt hversu vel fyrrverandi nemendur skólans tóku í beiðni okkar um að koma fram í myndbandinu. Rætt er við frú Vigdísi Finnbogadóttur, Benedikt Jóhannesson, Boga Ágústsson, Brynhildi Guðjónsdóttur, Gretu Salóme Stefánsdóttur, Helgu Árnadóttur, Kára Stefánsson, Magnús Geir Þórðarson, Ólaf Stefánsson, Tómas Guðbjartsson, Yrsu Sigurðardóttur og Þorstein Friðriksson.

Árna Beinteini Árnasyni er þakkað fyrir vel unnið verk og öllum þeim sem aðstoðuðu við gerð myndbandsins.

Rektor

Síðast uppfært: Föstudagur, 01. apríl 2016 17:38
 
Framtíð orkunnar
Fimmtudagur, 31. mars 2016 23:10

Dagana 20.-22. mars var haldin í Reykjavík ráðstefnan Global Students Leaders Summit - the Future of Energy. Á ráðstefnunni voru yfir 500 nemendur frá Bandaríkjunum og Íslandi ásamt kennurum. Fyrirlesarar voru meðal annars Dr. Steven Chu, William Kamkwamba og Ann Makosinski. Einnig voru haldnar vinnustofur þar sem nemendur unnu í hópum að hugmyndum til að leysa orkuvanda.

Tvö verkefni fengu sérstök verðlaun og verða þau sýnd á Nóbelssafninu í Stokkhólmi í sumar. Í hópnum sem fékk verðlaun dómnefndar voru meðal annars þær Soffía Stefánsdóttir í 3. E og Friðrika Hanna Björnsdóttir í 3. H. Hugmyndina að verkefninu fengu þau þegar þau heyrðu frá vandamáli sem rannsóknarstofa í Indlandi glímir við. Á rannsóknastofunni fara fram rannsóknir á malaríu, þegar rafmagninu slær út fer margra mánaða vinna þeirra í vaskinn. Hópurinn ákvað að nýta það gífurlega regn sem fellur þegar monsúnvindarnir ganga yfir landið.


Þau bjuggu til frumgerð af tæki sem safnar regnvatni og notar svo fallorku þess til þess að búa til rafmagn. Plöturnar sem safna vatni í tankinn eru gerðar úr piezoelectric efni sem breytir hreyfiorku regndropanna í rafmagn. Rafmagnið frá þessum tveimur rafölum safnast saman á rafhlöðu til geymslu. Regnvatnið fer loks í gegn um síu sem gerir það hæft til drykkjar

Við óskum þeim Soffíu og Friðriku innilega til hamingju með árangurinn.

FutureEnergy

Síðast uppfært: Laugardagur, 02. apríl 2016 13:07
 
Menningarferð til London
Fimmtudagur, 31. mars 2016 22:58

Haldið var í menningarferð til London núna í febrúar. Alls fóru í kringum 140 manns og gekk ferðin vel. Ferðin var fyrir nemendur í Tolkienvali, enskuvali, myndlistarvali og efstu tvo bekki í máladeild. Ýmislegt var brallað í ferðinni eins og að valhóparnir fóru í dagsferð til Oxford þar sem meðal annars leiði Tolkiens var heimsótt sem og háskólinn sem hann kenndi við. London hefur uppá mikið að bjóða og voru ýmis söfn skoðuð eins og t.d. Tate Modern, British Museum, Natural History Museum, National Gallery ofl. Þá fór máladeildin í dagsferð til Stratford, þar sem William Shakespeare fæddist og ólst upp.


Ferðin tókst vel í alla staði og vilja enskukennarar koma á framfæri þakklæti til nemenda sem og þeirra kennara sem fóru með sem fararstjórar.

london2016

Síðast uppfært: Laugardagur, 02. apríl 2016 13:08
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Október 2016 Next month
    S M Þ M F F L
week 39                         1
week 40 2 3 4 5 6 7 8
week 41 9 10 11 12 13 14 15
week 42 16 17 18 19 20 21 22
week 43 23 24 25 26 27 28 29
week 44 30 31