mr.is
2.jpg
Fréttir og tilkynningar
Verkfall framhaldsskólakennara
Mánudagur, 17. mars 2014 07:49

Verkfall framhaldsskólakennara er skollið á.  Öll kennsla nema stundakennsla fellur niður og verkfallið nær einnig til námsráðgjafa. Stundakennsla er í eðlisfræði að hluta í 5.M og 5.S, fornfræði 6. bekkjar, hagfræði, íslensku í 6.B, lögfræði, málvísindum, næringarfræði, sögu að hluta í 3.A, 3.E, 6.M og 6.R og stærðfræði í 5.S. Nemendur eru hvattir til að fylgja ráðleggingum rektors en hann gekk í alla bekki fyrir helgi og hvatti nemendur til að sækja skólann og nota aðstöðuna í skólanum til að stunda áfram nám sitt.  Við vonum að vinnudeilan leysist fljótlega.

Síðast uppfært: Mánudagur, 17. mars 2014 07:51
 
Hamingjuóskir til kórs Menntaskólans í Reykjavík
Sunnudagur, 16. mars 2014 22:15

Um helgina voru haldnir tvennir tónleikar með uppfærslu á Carmina Burana eftir Carl Orff. Flytjendur voru Dómkórinn í Reykjavík, Kór Menntaskólans í Reykjavík og drengir úr Skólakór Kársness.  Kári Þormar er stjórnandi Dómkórsins og Skólakórs MR og Þórunn Björnsdóttir er stjórnandi Skólakórs Kársness.  Einsöngvarar á tónleikunum voru Hallveig Rúnarsdóttir, Jón Svavar Jósefsson og Þorbjörn Rúnarsson.  Helga Bryndís Magnúsdóttir og Kristinn Örn Kristinsson léku á píanó ásamt slagverkssveit.  Stjórnandi var Kári Þormar.

Tónleikarnir tókust afar vel og var Langholtskirkja fullsetin á tvennum tónleikum sunnudaginn 16. mars.  Við færum öllum sem komu að þessum tónleikum hamingjuóskir og innilegar þakkir fyrir afar vel heppnaða tónleika.

Síðast uppfært: Sunnudagur, 16. mars 2014 22:16
 
Úrslit í eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna
Sunnudagur, 16. mars 2014 22:00

Úrslitakeppni í eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna fór fram helgina 15.-16. mars. 14 nemendum var boðið að taka þátt í úrslitakeppninni. Keppendum sem lentu í efstu sætunum og verða ekki orðnir tvítugir þegar Ólympíukeppnin í eðlisfræði fer fram býðst að vera í Ólympíuliðinu sem keppir í Kasakstan í júlí í sumar. Árangur nemenda skólans var mjög glæsilegur og eru fimm nemendur úr MR sem lentu í efstu sex sætunum.  Fjórum þeirra býðst að vera í Ólympíuliðinu. Í efstu sætunum eru:

Garðar Andri Sigurðsson, 5.X, 1. sæti
Sigurður Jens Albertsson, 5.X, 2. sæti
Tryggvi Kalman Jónsson, 6.X, 3. sæti
Sólveig Ásta Einarsdóttir, 6.Y, 5. sæti
Hringur Ásgeir Sigurðsson, 6.X, 6. sæti 

Við óskum þeim til hamingju með glæsilegan árangur.

 
Opið hús í skólanum
Laugardagur, 15. mars 2014 20:46

Laugardaginn 15. mars var opið hús í Menntaskólanum í Reykjavík. 10. bekkingar og forráðamenn þeirra voru boðnir velkomnir í skólann til að kynna sér nám, félagslíf nemenda og annað starf í skólanum. Nemendur og starfsfólk skólans sáu um kynninguna og er þeim þakkað fyrir framlag þeirra við afar vel heppnaða kynningu. Mörg hundruð gesta komu í heimsókn í skólann á opna húsið og var slegið aðsóknarmet í gestafjölda að þessu sinni.  Við þökkum öllum þeim sem komu í heimsókn til okkar þennan dag.

 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Október 2014 Next month
    S M Þ M F F L
week 40             1 2 3 4
week 41 5 6 7 8 9 10 11
week 42 12 13 14 15 16 17 18
week 43 19 20 21 22 23 24 25
week 44 26 27 28 29 30 31