mr.is
IMG_1348.JPG
Fréttir og tilkynningar
Ný víðsjá
Þriðjudagur, 16. október 2012 08:37

Nýlega barst Menntaskólanum í Reykjavík vegleg gjöf frá stúdentum sem útskrifðuðust árið 1971 til minningar um Reyni Bjarnason sem var náttúrufræðikennari við MR. Þeir færðu skólanum víðsjá sem tengja má við tölvu og vinnur með smásæ sýni undir köldu ljósi og stækkar allt að 35 falt. Hún varpar um leið sýninu upp á skjá og nýtist því vel til sýnikennslu. Slíkt tæki hefur ekki verið til í skólanum og bætir til muna allar aðstæður til verklegrar kennslu í líffræði. Með tækinu er hægt að sýna með mikilli nákvæmni framkvæmd tilrauna og útskýra flókin ferli jafnóðum og þau eru framkvæmd.

Ein megin sérstaða MR felst í öflugri verklegri kennslu, m.a. í almennri líffræði, lífeðlisfræði og erfðafræði. Verkleg líffræðistofa í skólanum er mjög vel útbúin, þar má meðal annars finna smá- og víðsjár, hitaskáp til bakteríuræktunar, dauðhreinsitæki, blóðþrýstingsmæla og rafdráttartæki. Kennarar MR telja að verklegar æfingar bæti skilning nemenda á efni sem fjallað er um í bóklegum tímum og efli þannig áhuga nemenda á náminu.

Þrátt fyrir sparnað í menntakerfinu hefur skólinn kappkostað að halda áfram öflugri verklegri kennslu og tryggja þannig gæði námsins. Þar sem skóinn hefur kreppt að í rekstri Menntaskólans í Reykjavík síðastliðin ár er svo höfðingleg gjöf líkt og stúdentsárgangurinn frá 1971 gaf gamla skólanum sínum ómetanleg.

ILeikaMyndina tók Guðbjartur Kristófersson

 

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 17. október 2012 20:29
 
Leggjarbrjótur 2012
Fimmtudagur, 13. september 2012 23:20

Nemendur Menntaskólans í Reykjavíkgengu yfir Leggjabrjót sunnudaginn 2. september í blíðskaparveðri.

Nánar...
 
Tolleringar
Mánudagur, 10. september 2012 12:12

Sl. fimmtudag voru nýnemar MR tolleraðir og fór athöfnin vel fram.

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 02. október 2012 12:04
Nánar...
 
Kynningarfundur fyrir foreldra
Þriðjudagur, 28. ágúst 2012 09:34

Kynningarfundur verður haldinn með foreldrum nýnema mánudaginn 3. september í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 20:00.

Rektor

 
«FyrstaFyrri81828384858687888990NæstaSíðasta»

Last month Nóvember 2017 Next month
    S M Þ M F F L
week 44             1 2 3 4
week 45 5 6 7 8 9 10 11
week 46 12 13 14 15 16 17 18
week 47 19 20 21 22 23 24 25
week 48 26 27 28 29 30