mr.is
fidluball.jpg
Fréttir og tilkynningar
Skólaslit 2013
Þriðjudagur, 04. júní 2013 21:34

Menntaskólanum í Reykjavík var slitið föstudaginn 31. maí. Brautskráðir voru 232 nýstúdentar.

Dúx árgangsins er Birta Bæringsdóttir, 6.S, með ágætiseinkunn 9,81 en þetta er sjötta hæsta einkunn í sögu skólans. Semidúx er Elínrós Þorkelsdóttir, 6.U, með ágætiseinkunn 9,62. Aðrir nýstúdentar með ágætiseinkunn voru tíu.

Kór Menntaskólans í Reykjavík söng við athöfnina undir stjórn Kára Þormars og Arna Rut Emilsdóttir og Sigrún Grímsdóttir léku á píanó og fiðlu 2. kafla úr verkinu Five Melodies eftir Sergei Prokofieff sem heitir Lento, ma non troppo.

Fjölmargir afmælisstúdentar voru viðstaddir athöfnina og færðu skólanum góðar gjafir. Við athöfnina fluttu fulltrúar afmælisstúdenta ræður. Jónas Kristjánsson talaði fyrir hönd 70 ára stúdenta, Gunnar Jónsson talaði fyrir hönd 60 ára stúdenta, Friðrik Sophusson fyrir hönd 50 ára stúdenta og Birgir Ármannsson fyrir hönd 25 ára stúdenta. Jón Áskell Þorbjarnarson ávarpaði samkomuna fyrir hönd nýstúdenta.

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 05. júní 2013 10:59
 
Endurtektarpróf
Föstudagur, 31. maí 2013 10:26

Tímasetningar endurtektarprófa má finna í próftöfluvalmyndinni hægra megin >>>

 
Skóladagatalið er komið
Miðvikudagur, 22. maí 2013 23:03

Skólaárinu 2013-2014 hefur verið bætt inn í skóladagatalið. Skóladagatalið er að finna undir Skólinn > Skóladagatal

 
Góður árangur í norrænu stærðfræðikeppninni
Föstudagur, 03. maí 2013 11:18

Norræna stærðfræðikeppnin var haldin 8. apríl. Alls tóku 83 keppendur þátt, þar af 16 frá Íslandi, 11 þeirra úr MR. MR-ingar náðu góðum árangri:

  • Sigurður Jens Albertsson 4.T  í 4. sæti
  • Benedikt Blöndal 6.X í  7. - 10. sæti
  • Sigurður Kári Árnason 6.X í 11. - 14. sæti.

Til hamingju með góðan árangur!

 
«FyrstaFyrri81828384858687888990NæstaSíðasta»

Last month Apríl 2018 Next month
    S M Þ M F F L
week 14 1 2 3 4 5 6 7
week 15 8 9 10 11 12 13 14
week 16 15 16 17 18 19 20 21
week 17 22 23 24 25 26 27 28
week 18 29 30