mr.is
3.jpg
Fréttir og tilkynningar
Úrslit í stærðfræðikeppni grunnskólanemenda 2012
Þriðjudagur, 27. mars 2012 21:50

Verðlaunaafhending í keppni grunnskólanemenda í stærðfræði fór fram á  Hátíðasal Menntaskólans í Reykjavík sunnudaginn 25. mars. Hún var afar vel sótt en rúmlega 130 gestir mættu. Kór Menntaskólans í Reykjavík undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar sá um tónlistarflutning. Rektor bauð gesti velkomna og sagði lítið eitt frá sögu skólans og skólastarfinu.

Nánar...
 
Frönskukeppni framhaldskólanema „Allons en France 2012"
Þriðjudagur, 27. mars 2012 11:26

Hin árlega frönskukeppni framhaldsskólanema „Allons en France 2012“  fór fram í Borgarbókasafninu laugardaginn 24. mars.

Nánar...
 
Stuttmyndasamkeppni framhaldsskólanna í þýsku
Mánudagur, 26. mars 2012 21:43

Niðurstöður úr stuttmyndasamkeppni framhaldsskólanna í þýsku liggja fyrir. Nemendur skólans hrepptu bæði 1. og 3. sæti. Í 1. sæti er myndin Der Ausbruch en eftirtaldir nemendur úr 4.M gerðu myndina: Alex Kári Ívarsson, Árni Beinteinn Árnason, Björgvin Andri Björgvinsson, Daníel Kristinn Hilmarsson, Greipur Garðarsson, Guðjón Trausti Skúlason og Stefán Orri Ragnarsson. Í 3. sæti er myndin Verbotene Liebe en að myndinni stóðu 5. bekkingarnir Bjarni Hannesson, Finnur Marteinn Sigurðsson, Heiður Þórisdóttir og Salvör Rafnsdóttir.

Við óskum þeim til hamingju með góðan árangur.

Síðast uppfært: Mánudagur, 26. mars 2012 21:46
 
Úrslitakeppni í eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna
Mánudagur, 26. mars 2012 17:42

Úrslitakeppni í eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna fór fram helgina 24.-25. mars. Keppendum sem lentu í efstu fimm sætunum býðst að vera í Olympíuliðinu sem keppir í Eistlandi í júlí í sumar. Árangur nemenda skólans var afar glæsilegur og eru sex nemendur úr MR sem lentu í efstu sjö sætunum. Þetta er í fyrsta skipti að stúlka er í efsta sæti í úrslitakeppni í eðlisfræði. Í efstu sætunum eru:

Síðast uppfært: Mánudagur, 26. mars 2012 21:30
Nánar...
 
«FyrstaFyrri8182838485868788NæstaSíðasta»

Last month Júní 2017 Next month
    S M Þ M F F L
week 22                 1 2 3
week 23 4 5 6 7 8 9 10
week 24 11 12 13 14 15 16 17
week 25 18 19 20 21 22 23 24
week 26 25 26 27 28 29 30