mr.is
IMG_8738.JPG
Fréttir og tilkynningar
Úrslit í eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna
Sunnudagur, 22. mars 2015 18:45

Úrslitakeppni í eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna fór fram helgina 21.-22. mars. 14 nemendum var boðið að taka þátt í úrslitakeppninni og voru 9 MRingar í þeim hópi. Keppendum sem lentu í efstu sætunum og verða ekki orðnir tvítugir þegar Ólympíukeppnin í eðlisfræði fer fram býðst að vera í Ólympíuliðinu. Árangur nemenda skólans var mjög glæsilegur og eru fjórir nemendur úr MR  í efstu fimm sætunum.  Í efstu sætunum eru:

Sigurður Jens Albertsson, 6.X, 1. sæti
Garðar Andri Sigurðsson, 6.X, 2. sæti
Dagur Tómas Ásgeirsson, 5.X, 3. sæti
Kristín Björg Bergþórsdóttir, 6.X, 5. sæti

Við óskum þeim til hamingju með glæsilegan árangur.

Síðast uppfært: Mánudagur, 23. mars 2015 08:22
 
Úrslit í landskeppninni í efnafræði
Laugardagur, 21. mars 2015 21:03

Úrslit 14. Landskeppninnar í efnafræði eru ráðin. Alls tóku 118 nemendur þátt, úr 10 skólum. Að undangenginni forkeppni í skólunum tóku 15 nemendur þátt í úrslitakeppni sem fram fór við Háskóla Íslands helgina 14.-15. mars síðastliðinn.

Árangur MR-inga var einstaklega glæsilegur. Tólf MRingum var boðið að taka þátt í úrslitakeppninni og efstu ellefu sætin eru eingöngu skipuð MRingum.  Röð keppenda úr MR er eftirfarandi

1. Gunnlaugur Helgi Stefánsson 6.X
2. Stefanía Katrín Finnsdóttir 5.X,
3. Úlfur Ágúst Atlason 5.S,
4. Dagur Tómas Ásgeirsson 5.X,
5. Tómas Viðar Sverrisson 5.M,
6. Arnór Jóhannsson 5.M,
7. Matthias Baldursson Harksen 5.X,
8. Hjalti Þór Ísleifsson 5.X,
9. Páll Jökull Þorsteinsson 5.R,
10. Þorsteinn Hálfdánarson 5.X,
11. Marinó Örn Ólafsson 5.X,
15. Ýmir Gíslason 3.I.

Innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur!

Efstu fjórum keppendum er boðið að taka þátt í 47. alþjóðlegu Ólympíukeppninni í efnafræði sem fer fram í Baku í Azerbaijan, 20.-29. júlí 2015.

Síðast uppfært: Laugardagur, 21. mars 2015 21:06
 
Opið hús í skólanum
Laugardagur, 21. mars 2015 09:32

Laugardaginn 21. mars var opið hús í Menntaskólanum í Reykjavík. 10. bekkingar og forráðamenn þeirra voru boðnir velkomnir í skólann til að kynna sér nám, félagslíf nemenda og annað starf í skólanum. Nemendur og starfsfólk skólans sáu um kynninguna og er þeim þakkað fyrir framlag þeirra við afar vel heppnaða kynningu. Mörg hundruð gesta komu í heimsókn í skólann á opna húsið og var slegið aðsóknarmet í gestafjölda að þessu sinni.  Við þökkum öllum þeim sem komu í heimsókn til okkar þennan dag.

Síðast uppfært: Laugardagur, 21. mars 2015 20:46
 
Forritunarkeppni framhaldsskólanna
Þriðjudagur, 17. mars 2015 15:23

Forritunarkeppni framhaldsskólanna fór fram helgina 13. - 14. mars í Háskólanum í Reykjavík. 48 lið kepptu í þremur flokkum. Lið frá Menntaskólanum í Reykjavík náði fyrsta sæti í flokknum „Sínus“ en í þeim flokki kepptu nemendur sem eru komnir nokkuð langt í námi í forritun.

Sigurliðið skipuðu:

Garðar Andri Sigurðsson 6.X
Páll Ágúst Þórarinsson 6.X
Sigurður Jens Albertsson 6.X

Við óskum þeim til hamingju með mjög góðan árangur.

 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Október 2015 Next month
    S M Þ M F F L
week 40                 1 2 3
week 41 4 5 6 7 8 9 10
week 42 11 12 13 14 15 16 17
week 43 18 19 20 21 22 23 24
week 44 25 26 27 28 29 30 31