mr.is
4.jpg
Fréttir og tilkynningar
Páskaleyfi
Laugardagur, 19. mars 2016 20:04

Vegna páskaleyfis fellur niður kennsla í skólanum 19.-29. mars. Kennsla hefst að loknu páskaleyfi miðvikudaginn 30. mars.

Skrifstofa skólans verður opin 21., 22. og 29. mars kl. 10-15. Lestrarsalur Íþöku verður opinn 21., 22., 23. og 29. mars kl. 8-18. Stúdentspróf í 6. bekk í íslenskum fræðum verður haldið þriðjudaginn 29. mars kl. 15-16:30.

Gleðilega páska.

Síðast uppfært: Laugardagur, 19. mars 2016 20:04
 
MR sigrar í Gettu Betur í tuttugasta sinn
Laugardagur, 19. mars 2016 12:11

Lið Menntaskólans í Reykjavík sigraði í spurningakeppninni Gettu betur með því að sigra lið Kvennaskólans í Reykjavík í úrslitum föstudaginn 18. mars og urðu lokatölur 40:13.

Við óskum Andra Magnúsi Eysteinssyni í 6.T, Jóni Kristni Einarssyni í 6.B og Katrínu Öglu Tómasdóttur í 4.U innilega til hamingju með sigurinn og fyrir frábæra frammistöðu í keppninni. Gettu betur liði skólans, liðsstjórunum og þeim sem stóðu að þjálfun liðsins í vetur eru færðar hamingjuóskir og þakkir fyrir þá miklu vinnu sem þau hafa lagt á sig til að ná þessum ágæta árangri. Liðið hefur staðið sig afar vel í keppninni með glæsilegri og prúðmannlegri framkomu og í úrslitaviðureigninni var frammistaða þeirra frábær og sigur þeirra sannfærandi. Gettu betur lið skólans var svo sannarlega skóla sínum og nemendum hans til mikils sóma. Þetta er tuttugasti sigur Menntaskólans í Reykjavík í keppninni en keppnin var fyrst haldin 1986.

GettuBetur2016

Myndin er fengin af vef Morgunblaðsins, mbl.is

Síðast uppfært: Mánudagur, 21. mars 2016 16:50
 
Opið hús í skólanum
Laugardagur, 12. mars 2016 17:30

Laugardaginn 12. mars var opið hús í Menntaskólanum í Reykjavík. 10. bekkingar og forráðamenn þeirra voru boðnir velkomnir í skólann til að kynna sér nám, félagslíf nemenda og annað starf í skólanum. Skólakórinn mætti á Hátíðarsal til að syngja nokkur lög. Jafnframt var sýnt á Hátíðarsal nýtt myndband sem Árni Beinteinn Árnason hefur gert og skipulagt í samstarfi við stjórnendur skólans og formenn nemendafélaganna. Skólastarfið er kynnt og viðtöl við bæði núverandi og fyrrverandi nemendur skólans. Nemendur og starfsfólk skólans sáu um kynninguna og er þeim þakkað fyrir afar vel heppnaða kynningu. Mörg hundruð gesta komu í heimsókn í skólann á opna húsið og var slegið aðsóknarmet í gestafjölda að þessu sinni. Við þökkum öllum þeim sem komu í heimsókn til okkar þennan dag.

Síðast uppfært: Sunnudagur, 13. mars 2016 19:41
 
Námsferð til Barcelona dagana 3.-7. mars
Föstudagur, 11. mars 2016 13:22

Í vetur var farið í fyrsta sinn í námsferð til Spánar með nemendur á 4. ári í spænskuvali en að þessu sinni var farið til Barcelona.

Barcelona16

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 16. mars 2016 10:30
Nánar...
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Ágúst 2016 Next month
    S M Þ M F F L
week 31     1 2 3 4 5 6
week 32 7 8 9 10 11 12 13
week 33 14 15 16 17 18 19 20
week 34 21 22 23 24 25 26 27
week 35 28 29 30 31