mr.is
IMG_8695.JPG
Fréttir og tilkynningar
Stúdentafagnaður 2016
Fimmtudagur, 12. maí 2016 11:49

Stúdentafagnaðurinn verður haldinn laugardaginn 28. maí n.k. á Hótel Nordica. Húsið verður opnað kl. 19 og borðhald hefst kl. 20.

Síðast uppfært: Föstudagur, 20. maí 2016 08:24
Nánar...
 
Erasmus - ferð tll Póllands
Miðvikudagur, 04. maí 2016 13:02

Þrír nemendur og tveir kennarar sóttu fund í Erasmus+ verkefninu, Water, a European Task in a Global Challenge, sem fram fór í Sichów Duży í suðurhluta Póllands síðustu vikuna í apríl. Viðfangsefni fundarins var vatnsheldni jarðvegs og ógegndræp yfirborð í tengslum við flóðahættu. Skoðuð voru svæði sem urðu illa úti í flóðum á síðustu árum og nemendum voru kynntar ráðstafanir til að bregðast við vatnavöxtum í ánni Vislu sem rennur um þetta svæði. Einnig voru heimsóttar saltnámurnar í Wieliczka, kastalinn á Wawel hæðinni í Kraká og margir fleiri sögufrægir staðir. Ferðin var hin fróðlegasta og skemmtilegasta og mynduðust góð tengsl við nemendur og kennara frá hinum þátttökulöndunum. Næsti fundur verkefnisins verður í Grikklandi í október á þessu ári. 

Erasmus2016

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 04. maí 2016 13:05
 
Erasmus+ styrkur
Föstudagur, 29. apríl 2016 15:09

Þrír starfsmenn skólans, Dagný Broddadóttir náms- og starfsráðgjafi, Íris Björg Jónsdóttir geðhjúkrunarfræðingur og María Björk Kristjánsdóttir íslenskukennari hlutu nýverið veglegan styrk í Erasmus+ til að þróa áfram verkefni sem þær hófu að vinna að sl. vetur og felst í innleiðingu núvitundar í skólanum. Markmiðið með verkefninu er fyrst og fremst að kynna fyrir nemendum og starfsmönnum það öfluga verkfæri sem núvitundin er í eflingu andlegs heilbrigðis. Verkfæri sem jafnframt eykur sjálfsþekkingu, trúna á eigin getu, velferð og leiðir til aukinnar ábyrgðar í námi og starfi og eykur náms- og starfshæfi.

Síðast uppfært: Föstudagur, 29. apríl 2016 15:10
 
Norræna keppnin í stærðfræði
Miðvikudagur, 27. apríl 2016 09:45

Norræna stærðfræðikeppnin var haldin 5. apríl. Alls tóku 85 keppendur þátt, þar af 17 frá Íslandi, 14 þeirra úr MR. Í hópi efstu 30 í keppninni voru þrír Íslendingar:

Hjalti Þór Ísleifsson í 6.X frá Menntaskólanum í Reykjavík í 5. sæti
Atli Fannar Franklín frá Menntaskólanum á Akureyri í 11.-14. sæti
Dagur Tómas Ásgeirsson í 6.X frá Menntaskólanum í Reykjavík í 15.-17. sæti

Til hamingju með góðan árangur!

 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Október 2016 Next month
    S M Þ M F F L
week 39                         1
week 40 2 3 4 5 6 7 8
week 41 9 10 11 12 13 14 15
week 42 16 17 18 19 20 21 22
week 43 23 24 25 26 27 28 29
week 44 30 31