mr.is
3.jpg
Fréttir og tilkynningar
Minningarsjóður Önnu Claessen la Cour 2015 styrkir til framhaldsnáms og rannsókna í Danmörku
Föstudagur, 10. apríl 2015 12:54

Minningarsjóður Önnu Claessen laCour til styrktar íslensku námsfólki sem vill stunda framhaldsnám í Danmörku auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki á árinu 2015.

Styrkirnir eru veittir í dönskum krónum þar sem um danskan sjóð er að ræða. Þeir sem stunda eða hafa stundað nám í Menntaskólanum í Reykjavík njóta að öðru jöfnu forgangs við úthlutun styrkjanna.

Síðast uppfært: Mánudagur, 27. apríl 2015 10:23
Nánar...
 
Ólympíulið Íslands í stærðfræði
Fimmtudagur, 09. apríl 2015 14:00
Búið er að velja Ólympíulið Íslands sem keppir í Chiang Mai, Tælandi, frá 8. to 16. júlí 2015.  Liðið skipa
  1. Garðar Andri Sigurðsson 6.X
  2. Dagur Tómas Ásgeirsson 5.X
  3. Hjalti Þór Ísleifsson 5.X
  4. Elvar Wang Atlason 3.F
  5. Atli Fannar Franklín frá Menntaskólanum á Akureyri
  6. Jóhann Ólafur Sveinbjarnarson frá Menntaskólanum á Akureyri

Við óskum MR-ingum til hamingju með glæsilegan árangur í vetur og fyrir að eiga fjóra liðsmenn af sex í Ólympíuliðinu.

Síðast uppfært: Föstudagur, 10. apríl 2015 07:45
 
Þýskuþraut 2015
Miðvikudagur, 08. apríl 2015 12:19

Þýskuþraut fór fram fimmtudaginn 26. febrúar 2015. Keppendur voru samtals 59 úr 7 skólum, FAS, FS, FSu, Kvennó, MH, MR og Verzló.  Frá MR tóku 37 nemendur þátt í þýskuþrautinni.

 

17 nemendur frá MR lentu í fyrstu 20 sætunum.  Þrír nemendur frá MR hljóta ferðaverðlaun. Stefanía Katrín J. Finnsdóttir í fyrsta sæti og Bergljót Vala Sveinsdóttir í öðru sæti er boðið að fara í 4ra vikna ferð til Þýskalands í boði PAD, Pädagogischer Ausstauschdienst Deutschlands.  Ólafur Werner Ólafsson í fjórða sæti er boðið að taka þátt í 3ja vikna ferð Eurocamp.

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 09. apríl 2015 08:28
Nánar...
 
Fræðslufundur á vegum Foreldrafélagsins
Miðvikudagur, 08. apríl 2015 08:18

Foreldrafélag Menntaskólans í Reykjavík býður foreldrum nemenda við skólann á fræðslukvöld þriðjudaginn 14. april klukkan 20.00 í hátíðarsal skólans (í aðalbyggingu). Athugið, þetta er fræðslufundurinn sem halda átti í mars en var frestað vegna veðurs.

Dagskrá:

Linda Rós Michaelsdóttir, kennari við Menntaskólann í Reykjavík.
"Hefur stytting náms til stúdentprófs áhrif á möguleika til háskólanáms". Hugleiðing um hvort stúdentar þurfi sérstakan undirbúning eftir útskrift úr framhaldsskóla til þess að geta hafið háskólanám hérlendis eða erlendis á því sviði sem þeir hafa stefnt að.

Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur og fulltrúi í Skólanefnd Menntaskólans í Reykjavík.
"Nokkur orð um það að steypa sem flesta í sama mót, á sem skemmstum tíma, á lágmarksverði."

Kaffihlé verður milli erinda.  Að loknum erindum fögnum við umræðu og skoðanaskiptum.
Foreldrafélag Menntaskólans í Reykjavík.

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 08. apríl 2015 08:21
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Nóvember 2015 Next month
    S M Þ M F F L
week 45 1 2 3 4 5 6 7
week 46 8 9 10 11 12 13 14
week 47 15 16 17 18 19 20 21
week 48 22 23 24 25 26 27 28
week 49 29 30