mr.is
IMG_8738.JPG
Fréttir og tilkynningar
Fundur með forráðamönnum þriðjubekkinga
Miðvikudagur, 27. ágúst 2014 13:41

Mánudaginn 1. september er forráðamönnum þriðjubekkinga boðið á kynningarfund í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 20.  Yngvi Pétursson rektor mun kynna skólann og skólastarfið.  Sigmar Aron Ómarsson inspector scholae, Árni Beinteinn Árnason forseti Framtíðarinnar og Magnús Gottfreðsson formaður Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík ávarpa fundinn.  Að því loknu er foreldrum og forráðamönnum boðið upp í skóla þar sem þeir munu eiga fund með umsjónarkennurum.

 
Skólasetningin
Fimmtudagur, 21. ágúst 2014 16:25

Menntaskólinn í Reykavík var settur í 169. sinn fimmtudaginn 21. ágúst í Dómkirkjunni.  Í skólanum eru skráðir 903 nemendur í 38 bekkjardeildum, 179 nemendur í 6. bekk, 218 í 5. bekk, 250 í 4. bekk og 256 í 3. bekk.  Aðeins tvisvar áður hafa verið fleiri nemendur í einsetnum skóla. Við athöfnina söng Kór Menntaskólans í Reykjavík undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar kórstjóra.  Sr. Hjálmar Jónsson tók á móti gestum.  Yngvi Pétursson rektor ávarpaði nemendur og kynnti skólastarfið.  Í sumar kepptu nokkrir nemendur skólans í Ólympíukeppni í raungreinum, 3 í eðlisfræði, 3 í efnafræði og 5 í stærðfræði. Rektor óskaði Sigurði Jens Albertssyni til hamingju með að hafa hlotið bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í stæðrfræði. Rektor þakkaði þeim nemendum sem tóku þátt í keppni í fyrra og sumar og þeim kennurum sem staðið hafa að undirbúningi við þjálfun og framkvæmd.  Að lokum hvatti hann nemendur til að sinna náminu vel og að ganga glöð og bjartsýn, einbeitt og öguð til móts við námið og veturinn sem væri framundan.

Síðast uppfært: Sunnudagur, 24. ágúst 2014 23:49
 
Bóksala MR
Þriðjudagur, 05. ágúst 2014 12:08

Í skólanum eru seld MR-fjölrit og hefti.  Bóksalan er á jarðhæð í aðalbyggingu skólans og er opin virka daga 14.-20. ágúst frá kl. 10-17.  Vinsamlegast kaupið fjölritin fyrir skólasetningu, sem er fimmtudaginn 21. ágúst.  Vegna þrengsla í húsnæði skólans verður ekki hægt að kaupa fjölritin eftir hádegi 21. ágúst.

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 05. ágúst 2014 12:16
 
Skólasetning
Þriðjudagur, 05. ágúst 2014 12:03

Skólinn verður settur fimmtudaginn 21. ágúst. Nemendur safnist saman fyrir framan skólann kl. 13:50, þaðan verður gengið til skólasetningar í Dómkirkjunni. Eftir skólasetningu fá nemendur stundaskrár og upplýsingar um námið framundan.

Kennsla hefst föstudaginn 22. ágúst skv. stundaskrá.
Hlekkir í bókalista eru birtir í kaflanum Nemendur.

Starfsmannafundur verður á Hátíðasal fimmtudaginn 21. ágúst kl. 10.

Rektor

 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Mars 2015 Next month
    S M Þ M F F L
week 10 1 2 3 4 5 6 7
week 11 8 9 10 11 12 13 14
week 12 15 16 17 18 19 20 21
week 13 22 23 24 25 26 27 28
week 14 29 30 31