mr.is
6.jpg
Fréttir og tilkynningar
Úrslit í Landskeppninni í eðlisfræði
Fimmtudagur, 02. mars 2017 14:51

Úrslit úr forkeppni framhaldsskólanna í eðlisfræði liggja fyrir. Fjórtán nemendum er boðið að taka þátt í úrslitakeppninni sem fram fer í Háskóla Íslands helgina 11. og 12. mars næstkomandi. Árangur nemenda skólans var mjög góður og af efstu sextán í keppninni eru ellefu úr MR.

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 14. mars 2017 22:15
Nánar...
 
Opið hús i MR laugardaginn 11. mars kl. 14-16
Fimmtudagur, 02. mars 2017 09:32

Opið hús verður í Menntaskólanum í Reykjavík laugardaginn 11. mars kl. 14-16. Kynningin er ætluð 10. bekkingum og forráðamönnum þeirra en skólastarf m.a. nám og félagslíf verður kynnt.

Nemendur, kennarar og annað starfsfólk skólans taka á móti gestum og verður þeim boðið að ganga um húsnæði skólans og kynna sér starfið í skólanum. Allir eru hjartanlega velkomnir.

opidhus11mars17

Síðast uppfært: Föstudagur, 10. mars 2017 18:02
 
Glæsileg gjöf Hollvinafélagsins
Föstudagur, 24. febrúar 2017 11:14

Þann 1. desember sl. á stofndegi Hollvinafélags Menntaskólans í Reykjavík barst skólanum glæsileg gjöf frá Hollvinafélaginu. Félagið gaf skólanum tölvubúnað í tölvuver skólans í stofu C051 í kjallara Casa Nova. Nú er svo komið að Hollvinafélagið er búið að endurnýja búnað í báðum tölvuverum skólans. Þau eru búin nýjustu og bestu tölvum sem völ er á.

Stjórn Hollvinafélagsins efndi í haust til söfnunar meðal allra núlifandi stúdenta frá MR og meðal fyrirtækja landsins. Það var afar ánægjulegt að fá að fylgjast með hversu góðar viðtökur söfnunin fékk. Auk endurnýjunar á tölvuveri skólans hefur söfnunarféð verið notað til að byggja upp þráðlaust net á skólasvæðinu fyrir nemendur og kennara. Þessu verkefni er nú lokið og voru settir upp 25 þráðlausir sendar víðs vegar um skólasvæðið til að tryggja nemendum og starfsfólki skólans netaðgang.

Tryggð og stuðningur afmælisstúdenta á undanförnum árum og Hollvinafélags Menntaskólans í Reykjavík er skólanum ómetanlegur og gerir skólanum kleift að bjóða nemendum upp á aðstæður til náms eins og best verður á kosið. Það er skólanum afar mikils virði að finna þann mikla og breiða stuðning sem skólinn nýtur meðal stúdenta skólans í öllum aldurshópum.

Meðfylgjandi mynd var tekin af nemendum í dönskuvali hjá Magdalenu Ólafsdóttur. Eins og sést á myndinni kunna nemendur vel að meta nýju tækin. Stjórn Hollvinafélagsins er þakkað fyrir að standa fyrir söfnuninni í haust og fyrir þessa rausnarlegu gjöf.

Gjöf HollvinafélagsinsMyndina tók Guðbjartur Kristófersson

Síðast uppfært: Föstudagur, 24. febrúar 2017 15:57
 
Námsval fyrir næsta skólaár
Föstudagur, 24. febrúar 2017 09:37

Nemendur þurfa að skila inn á skrifstofu skólans fyrir páska valbalði með vali sínu um nám næsta skólaár. Það sem nemendur þurfa að velja um er eftirfarandi:

Síðast uppfært: Föstudagur, 24. febrúar 2017 10:59
Nánar...
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Júní 2017 Next month
    S M Þ M F F L
week 22                 1 2 3
week 23 4 5 6 7 8 9 10
week 24 11 12 13 14 15 16 17
week 25 18 19 20 21 22 23 24
week 26 25 26 27 28 29 30