mr.is
3.jpg
Fréttir og tilkynningar
Stoðtímar á haustmisseri
Mánudagur, 29. ágúst 2016 15:23

Kennsla í stoðtímum hefst mánudaginn 5. september.

Stoðtímar í efnafræði á vegum nemendaráðgjafanna eru á fimmtudögum kl. 15-16:30 í stofu E-101 í Elísabetarhúsi. Nemendur eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu en ekki er um beina kennslu að ræða.

Stoðtímar í íslensku á vegum íslenskukennara fyrir nemendur í IV. bekk eru á þriðjudögum kl. 15-15:40 í stofu C-253 í Casa Nova og á fimmtudögum kl. 15-15:40 í stofu C-101 í Casa Nova. Nánari upplýsingar veitir María Björk Kristjánsdóttir.

Stoðtímar í latínu á vegum nemendaráðgjafanna fyrir nemendur í IV., 4. og 5. bekk málabrautar eru á miðvikudögum kl. 15-16:30 í A-stofu í Gamla skóla. Nemendur eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu en ekki er um beina kennslu að ræða.

Stoðtímar í stærðfræði á vegum nemendaráðgjafanna fyrir nemendur í öllum bekkjum eru á fimmtudögum kl. 15-16:30 í stofu C-153 í Casa Nova. Nemendur eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu en ekki er um beina kennslu að ræða.

Stoðtímar í stærðfræði á vegum stærðfræðikennara fyrir nemendur í IV. bekk eru á mánudögum kl. 15:45-16:30 í stofu C-151 í Casa Nova og á þriðjudögum kl. 15-15:40 í stofu C-152 í Casa Nova. Þeim sem ekki komast á þessum dögum er bent á stoðtíma hjá nemendaráðgjöfum á fimmtudögum. Stærðfræðikennarar veita nánari upplýsingar en nemendur þurfa að skrá sig í þessa stoðtíma á skrifstofu skólans.

Stoðtímar í dönsku á vegum nemendaráðgjafanna eru á mánudögum kl. 15-16:30 í stofu C í Gamla skóla. Nemendur eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu en ekki er um beina kennslu að ræða.

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 21. september 2016 14:00
 
Haukur Sigurðsson er látinn
Fimmtudagur, 25. ágúst 2016 21:27

Haukur Sigurðsson hóf kennslu við Menntaskólann í Reykjavík haustið 1972.

Síðast uppfært: Mánudagur, 29. ágúst 2016 12:38
Nánar...
 
Kynningarfundur með forráðamönnum nýnema
Fimmtudagur, 25. ágúst 2016 21:16

Kynningarfundur með foreldrum og forráðamönnum nýnema var haldinn fimmtudaginn 25. ágúst í Tjarnarsal Ráðhússins. Fundurinn var afar vel sóttur og mættu rúmlega þrjú hundruð manns.

Yngvi Pétursson rektor fjallaði um skólastarfið, Hildur Sveinsdóttir inspector scholae og Valtýr Örn Kjartansson forseti Framtíðarinnar sögðu frá félagslífinu og Kristín Sigurðardóttir formaður Foreldrafélagsins flutti ávarp. Að því loknu tóku umsjónarkennarar á móti forráðamönnum í skólanum og útskýrðu nánar m.a. reglur um skólasókn, einkunnir og próf, námsráðgjöf, Innu, námsnetið og svöruðu fyrirspurnum. Síðan var gestum boðið að ganga um húsnæði skólans.

Síðast uppfært: Föstudagur, 26. ágúst 2016 08:39
Nánar...
 
Kynningarfundur með forráðamönnum nýnema
Þriðjudagur, 23. ágúst 2016 10:32

Kynningarfundur með foreldrum og forráðamönnum nýnema verður haldinn fimmtudaginn 25. ágúst kl. 20 í Tjarnarsal Ráðhússins. Yngvi Pétursson rektor kynnir skólastarfið, Hildur Sveinsdóttir inspector scholae og Valtýr Örn Kjartansson forseti Framtíðarinnar kynna félagslífið og Kristín Sigurðardóttir formaður Foreldrafélagsins flytur ávarp. Að þeim fundi loknum taka umsjónarkennarar á móti forráðamönnum í skólanum og útskýra m.a. reglur um skólasókn, einkunnir og próf, námsráðgjöf, Innu, námsnetið og svara fyrirspurnum.

Rektor

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 23. ágúst 2016 21:29
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Febrúar 2017 Next month
    S M Þ M F F L
week 5             1 2 3 4
week 6 5 6 7 8 9 10 11
week 7 12 13 14 15 16 17 18
week 8 19 20 21 22 23 24 25
week 9 26 27 28