mr.is
IMG_8695.JPG
Fréttir og tilkynningar
Eystrasaltskeppnin í stærðfræði
Þriðjudagur, 04. nóvember 2014 10:01

Eystrasaltskeppnin fer fram 6. til 10. nóvember í Vilnius í Litháen.  Að þessu sinni eru fjórir af fimm liðsmönnum í liðinu nemendur Menntaskólans í Reykjavík.  Liðsmenn frá MR eru

Garðar Andri Sigurðsson 6.X
Guðjón Helgi Auðunsson 4.M
Hjalti Þór Ísleifsson 5.X
Sigurður Jens Albertsson 6.X
Síðast uppfært: Þriðjudagur, 04. nóvember 2014 10:03
 
Sokkaball fjórðubekkinga
Þriðjudagur, 04. nóvember 2014 09:57

Sokkaball 4. bekkinga var haldið að Flúðum sl. föstudag og gekk mjög vel. Um hundrað nemendur mættu á ballið og ferðin var hin besta skemmtan.  Bekkjarráð fjórðubekkinga á heiður skilið fyrir góða skipulagningu. Það er samdóma álit kennara sem voru í ferðinni að allt skipulag hafi verið til fyrirmyndar.
 
Góð ferð og gaman þegar svona vel tekst til.

 
Úrslit í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna 2014
Fimmtudagur, 23. október 2014 17:36

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna fór fram 7. október og tóku 314 nemendur frá 18 skólum þátt í keppninni. Árangur nemenda skólans var afar glæsilegur. Af efstu 24 á efra stigi eru 15 úr MR og af efstu 17 á neðra stigi eru 9 úr MR. Við óskum nemendum til hamingju með mjög góðan árangur.

Síðast uppfært: Föstudagur, 24. október 2014 07:44
Nánar...
 
Sinfoníutónleikar
Miðvikudagur, 22. október 2014 18:20

Nemendum og starfsfólki skólans var boðið í dag á tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborgarsalnum.

Franski hljómsveitarstjórinn Pascal Rophé er einn virtasti túlkandi tónlistar 20. aldarinnar og reglulegur gestastjórnandi helstu sinfóníuhljómsveita og samtímahópa í Evrópu. Rophé stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikunum.  Utyos eða Kletturinn var fyrsta hljómsveitarverkið sem Sergej Rakhmanínov gaf út, samið undir áhrifum frá samnefndu ljóði Lermontovs. Nemendur nutu góðrar leiðsagnar um verkið fyrir tónleikana sem var afar fróðleg og kunnu nemendur vel að meta hana. 

Allir nemendur skólans ásamt kennurum sínum sóttu tónleikana. Nemendur voru til fyrirmyndar og skemmtu sér afar vel. Við þökkum Sinfoníuhljómsveit Íslands og öllum sem stóðu að tónleikunum fyrir skemmtilega tónleika.

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 22. október 2014 18:21
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Apríl 2015 Next month
    S M Þ M F F L
week 14             1 2 3 4
week 15 5 6 7 8 9 10 11
week 16 12 13 14 15 16 17 18
week 17 19 20 21 22 23 24 25
week 18 26 27 28 29 30