mr.is
IMG_1312.JPG
Fréttir og tilkynningar
Ólympíulið Íslands í efnafræði
Fimmtudagur, 03. apríl 2014 09:49

Ólympíuleikarnir í efnafræði fara fram í Hanoi í Víetnam dagana 20.-29. júlí í sumar.  Í Ólympíuliðinu eru fjórir nemendur þar af eru þrír nemendur skólans:

  1. Árný Jóhannesdóttir, 6.M
  2. Jóhann Ragnarsson, 5.S
  3. Jón Hlöðver Friðriksson, 5.S

Við óskum þeim innilega til hamingju með frábæran árangur í úrslitakeppni framhaldsskólanna í efnafræði og óskum þeim góðs gengis á Ólympíuleikunum í sumar.

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 03. apríl 2014 09:50
 
Fyrstu stúdentsprófin
Fimmtudagur, 03. apríl 2014 09:04

Á laugardaginn verður haldið stúdentspróf í fornfræði og hagfræði, á þriðjudaginn í næringarfræði og á miðvikudaginn í lögfræði.

Öðrum stúdentsprófum verður frestað þar til verkfalli lýkur.  Nánari upplýsingar um breytta prófdaga verða birtar síðar.

 
Ólympíulið Íslands í eðlisfræði
Fimmtudagur, 03. apríl 2014 07:53

Ólympíuleikarnir í eðlisfræði fara fram í Astana í Kazahstan 13.-21. júlí.  Í liðinu eru fimm nemendur þar af eru þrír nemendur skólans:

  1. Bryndís María Ragnarsdóttir, 5.X
  2. Hringur Ásgeir Sigurðarson, 6.X
  3. Sólveig Ásta Einarsdóttir, 6.Y

Við óskum þeim innilega til hamingju með frábæran árangur í úrslitakeppni framhaldsskólanna í eðlisfræði og óskum þeim góðs gengis á Ólympíuleikunum í sumar.

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 03. apríl 2014 07:54
 
Verðlaunaafhending í stærðfræðikeppni grunnskólanemenda
Þriðjudagur, 01. apríl 2014 16:14

Verðlaunaafhending í keppni grunnskólanemenda í stærðfræði fór fram á Hátíðasal Menntaskólans í Reykjavík sunnudaginn 30. mars. Hún var afar vel sótt en um 130 gestir mættu. Kór Menntaskólans í Reykjavík sá um tónlistarflutning.

alt

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 01. apríl 2014 17:30
Nánar...
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Október 2014 Next month
    S M Þ M F F L
week 40             1 2 3 4
week 41 5 6 7 8 9 10 11
week 42 12 13 14 15 16 17 18
week 43 19 20 21 22 23 24 25
week 44 26 27 28 29 30 31