mr.is
3.jpg
Fréttir og tilkynningar
Úrslit í Landskeppninni í eðlisfræði
Fimmtudagur, 12. mars 2015 08:46

Úrslit úr forkeppni framhaldsskólanna í eðlisfræði liggja fyrir. Fjórtán nemendum er boðið að taka þátt í úrslitakeppninni sem fram fer í Háskóla Íslands helgina 21. og 22. mars næstkomandi. Árangur nemenda skólans var mjög góður og af þessum fjórtán nemendum eru níu úr MR.

Síðast uppfært: Föstudagur, 13. mars 2015 08:17
Nánar...
 
MR sigrar í Gettu betur í 19. sinn
Miðvikudagur, 11. mars 2015 22:38

Lið Menntaskólans í Reykjavík sigraði í spurningakeppninni Gettu betur með því að sigra lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ í úrslitum miðvikudaginn 11. mars og urðu lokatölur 41:18.

Við óskum Atla Frey Þorvaldssyni í 6.U, Jóni Kristni Einarssyni í 5.B og Kristínu Káradóttur í 6.Y innilega til hamingju með sigurinn og fyrir frábæra frammistöðu í keppninni. Gettu betur liði skólans, liðsstjórunum og þeim sem stóðu að þjálfun liðsins í vetur eru færðar hamingjuóskir og þakkir fyrir þá miklu vinnu sem þau hafa lagt á sig til að ná þessum ágæta árangri.  Frammistaða liðsins í úrslitaviðureigninni var afar glæsileg og sigur þeirra sannfærandi.  Gettu betur lið skólans var svo sannarlega skóla sínum og nemendum hans til mikils sóma með kurteislegri og prúðmannlegri framkomu í keppninni.  Þetta er 19. sigur Menntaskólans í Reykjavík í 30 ára sögu keppninnar.GettuBetur2015

Myndin er fengin af vef Ríkisútvarpsins, ruv.is

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 12. mars 2015 10:49
 
Fræðslufundur á vegum Foreldrafélagsins
Þriðjudagur, 10. mars 2015 08:24

Fyrirhuguðum fræðslufundi Foreldrafélagsins sem vera átti  þriðjudaginn 10. mars var frestað vegna veðurs.  Nýr fundartími verður auglýstur síðar.

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 11. mars 2015 09:20
Nánar...
 
Námsferð til Berlínar dagana 19.- 22. febrúar 2015
Mánudagur, 09. mars 2015 09:53

Mikil ánægja var með námsferð fimmtubekkinga sem farin var í vorhléinu á vegum skólans til Berlínar. Rúmlega þrjátíu nemendur sem stunda þýskunám í skólanum fóru til borgarinnar ásamt þýskukennurum sínum og tóku þátt í þéttskipaðri dagskrá. Veðrið lék við ferðalangana alla dagana og naut hópurinn þess að virða fyrir sér hið fjölbreytta menningar- og mannlíf sem einkennir Berlín. Gengið var um sögufrægar slóðir höfuðborgarinnar og mikilfengleg mannvirki hennar skoðuð.

Síðast uppfært: Mánudagur, 09. mars 2015 17:20
Nánar...
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month September 2015 Next month
    S M Þ M F F L
week 36         1 2 3 4 5
week 37 6 7 8 9 10 11 12
week 38 13 14 15 16 17 18 19
week 39 20 21 22 23 24 25 26
week 40 27 28 29 30