mr.is
IMG_6598.JPG
Fréttir og tilkynningar
Einkunnaafhending
Fimmtudagur, 19. desember 2013 16:35

Einkunnir að loknum jólaprófum verða afhentar föstudaginn 20. desember.  Nemendur eru beðnir um að safnast saman fyrir framan skólann kl. 13:50.  Þá verður gengið til jólamessu í Dómkirkjunni.  Að henni lokinni verða einkunnir afhentar í heimastofum hvers bekkjar.  3.J er beðinn um að fara á Lestrarsal Íþöku og 6.A á Hátíðasal.  Kennsla hefst að loknu jólaleyfi skv. stundaskrá mánudaginn 6. janúar kl. 8:10.

Síðast uppfært: Föstudagur, 20. desember 2013 11:56
 
Sjúkrapróf
Föstudagur, 13. desember 2013 15:12

Sjúkrapróf verða haldin 17.-19. desember og eru upplýsingar um niðurröðun þeirra að finna í reitnum hér til hliðar um próftöflur.

Síðast uppfært: Föstudagur, 13. desember 2013 15:13
 
Hollvinafélag Menntaskólans í Reykjavík
Miðvikudagur, 04. desember 2013 08:27

Hollvinafélag Menntaskólans í Reykjavík var stofnað á fullveldisdaginn, 1. desember sl. Tilgangur félagsins er að efla tengsl fyrrum nemenda skólans og þeirra sem bera hag hans fyrir brjósti og styðja við uppbyggingu skólans.  Formaður stjórnar félagsins er Benedikt Jóhannesson.  Allir sem hafa útskrifast frá MR geta orðið félagar í Hollvinafélaginu óski þeir þess og geta aðrir sótt um inngöngu til stjórnar.

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 05. desember 2013 09:56
Nánar...
 
Fjárveitingar til skólans eru mikið áhyggjuefni
Þriðjudagur, 26. nóvember 2013 09:39

Skólanefnd Menntaskólans í Reykjavík sendi eftirfarandi bókun af fundi sínum föstudaginn 15. nóvember:

Skólanefnd Menntaskólans í Reykjavík lýsir yfir miklum vonbrigðum með fjárframlög til skólans samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Þar fá nemendur Menntaskólans í Reykjavík enn og aftur lægst framlög allra framhaldsskólanemenda á landinu.

Á undanförnum árum hafa framlög til skólans dregist mjög aftur úr framlögum til sambærilegra skóla og stóðu vonir til þess nú að hlutur nemenda MR yrði réttur. Sú tillaga sem fyrir liggur er öðru nær, eins og að framan greinir.

Það er mat skólanefndarinnar eftir að hafa farið ítarlega yfir þróun framlaga og fjárhagsstöðu skólans að skólastarfið sjálft sé í hættu verði ekki þegar brugðist við og sú mismunun sem skólinn og nemendur hans hafa mátt þola síðustu ár leiðrétt.

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 26. nóvember 2013 17:48
Nánar...
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Apríl 2014 Next month
    S M Þ M F F L
week 14         1 2 3 4 5
week 15 6 7 8 9 10 11 12
week 16 13 14 15 16 17 18 19
week 17 20 21 22 23 24 25 26
week 18 27 28 29 30