mr.is
fidluball.jpg
Fréttir og tilkynningar
Ólympíulið Íslands í eðlisfræði
Fimmtudagur, 03. apríl 2014 07:53

Ólympíuleikarnir í eðlisfræði fara fram í Astana í Kazahstan 13.-21. júlí.  Í liðinu eru fimm nemendur þar af eru þrír nemendur skólans:

  1. Bryndís María Ragnarsdóttir, 5.X
  2. Hringur Ásgeir Sigurðarson, 6.X
  3. Sólveig Ásta Einarsdóttir, 6.Y

Við óskum þeim innilega til hamingju með frábæran árangur í úrslitakeppni framhaldsskólanna í eðlisfræði og óskum þeim góðs gengis á Ólympíuleikunum í sumar.

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 03. apríl 2014 07:54
 
Verðlaunaafhending í stærðfræðikeppni grunnskólanemenda
Þriðjudagur, 01. apríl 2014 16:14

Verðlaunaafhending í keppni grunnskólanemenda í stærðfræði fór fram á Hátíðasal Menntaskólans í Reykjavík sunnudaginn 30. mars. Hún var afar vel sótt en um 130 gestir mættu. Kór Menntaskólans í Reykjavík sá um tónlistarflutning.

alt

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 01. apríl 2014 17:30
Nánar...
 
Snilldarlausnir Marel 2014
Þriðjudagur, 25. mars 2014 08:21

Sólveig Ásta Einarsdóttir og Þórhildur Þorleiksdóttir báðar nemendur í 6.Y hafi unnið í flokknum Besta myndbandið fyrir vinningstillöguna Skartgripir. Myndband þeirra má sjá hér.

 
Verkfall framhaldsskólakennara
Mánudagur, 17. mars 2014 07:49

Verkfall framhaldsskólakennara er skollið á.  Öll kennsla nema stundakennsla fellur niður og verkfallið nær einnig til námsráðgjafa. Stundakennsla er í eðlisfræði að hluta í 5.M og 5.S, fornfræði 6. bekkjar, hagfræði, íslensku í 6.B, lögfræði, málvísindum, næringarfræði, sögu að hluta í 3.A, 3.E, 6.M og 6.R og stærðfræði í 5.S. Nemendur eru hvattir til að fylgja ráðleggingum rektors en hann gekk í alla bekki fyrir helgi og hvatti nemendur til að sækja skólann og nota aðstöðuna í skólanum til að stunda áfram nám sitt.  Við vonum að vinnudeilan leysist fljótlega.

Síðast uppfært: Mánudagur, 17. mars 2014 07:51
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Október 2014 Next month
    S M Þ M F F L
week 40             1 2 3 4
week 41 5 6 7 8 9 10 11
week 42 12 13 14 15 16 17 18
week 43 19 20 21 22 23 24 25
week 44 26 27 28 29 30 31