mr.is
IMG_8695.JPG
Fréttir og tilkynningar
Grunnskólakeppni í stærðfræði
Þriðjudagur, 05. apríl 2016 09:50

Verðlaunaafhending í keppni grunnskólanemenda í stærðfræði fór fram á Hátíðasal Menntaskólans í Reykjavík sunnudaginn 3. apríl. Hún var afar vel sótt en um 120 gestir mættu. Kór Menntaskólans í Reykjavík sá um tónlistarflutning.

DSC00745

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 05. apríl 2016 10:13
Nánar...
 
Úrslit í líffræðikeppni framhaldsskólanna
Mánudagur, 04. apríl 2016 16:00

Úrslit í líffræðikeppni framhaldsskólanna fór fram 1. og 2. apríl. 11 nemendum var boðið að taka þátt í úrslitakeppninni og voru 10 MRingar í þeim hópi. Árangur nemenda skólans var afar glæsilegur og skipa nemendur skólans öll efstu sætin nema eitt. Í efstu sætunum eru:

1. Stefán Eggertsson 6.S
2. Sigurbjörn Markússon 6.U
3.-4. Erla Liu Ting Gunnarsdóttir 6.M
5. Teitur Ari Theodórsson 6.S
6.-7. Erla Gestsdóttir 6.S
6.-7. Stefán Már Jónsson 6.S
8. Þórður Líndal Þórsson 6.M
9. Sunna Lu Xi Gunnarsdóttir 6.M
10. Þorsteinn Markússon 6.S

Innilegar hamingjuóskir með glæsilegan árangur!

Keppendum sem lentu í efstu fjórum sætunum býðst að skipa Ólympíulið Íslands sem keppir í Víetnam í sumar.

Síðast uppfært: Mánudagur, 04. apríl 2016 16:01
 
Úrslit í eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna
Mánudagur, 04. apríl 2016 09:57

Úrslit í eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna fór fram helgina 2.-3. apríl. 14 nemendum var boðið að taka þátt í úrslitakeppninni og voru 7 MRingar í þeim hópi. Keppendum sem lentu í efstu sætunum og verða ekki orðnir tvítugir þegar Ólympíukeppnin í eðlisfræði fer fram býðst að vera í Ólympíuliðinu. Árangur nemenda skólans var mjög glæsilegur og eru þrír nemendur úr MR í efstu fjórum sætunum. Í efstu sætunum eru:

Dagur Tómas Ásgeirsson, 6.X, 1.-2. sæti
Hjalti Þór Ísleifsson, 6.X, 1.- 2. sæti
Matthías B. Harksen, 6.X, 4. sæti

Við óskum þeim til hamingju með glæsilegan árangur.

Síðast uppfært: Mánudagur, 04. apríl 2016 16:01
 
Kynningarmyndband
Föstudagur, 01. apríl 2016 12:40

Nú stendur skólinn á tímamótum þar sem skólinn er að kynna og bjóða upp á vandað þriggja ára nám til stúdentsprófs sem er mjög góður undirbúningur fyrir háskólanám. Í tilefni þess var ákveðið að gera kynningarmyndband um nám og skólastarf í skólanum.

Þetta myndband ættu allir sem velta fyrir sér framhaldsnámi að horfa á. Kynntu þér námsframboð og félagslíf í MR!

Kynningarmyndbandið

Undirbúningur var í höndum skólastjórnenda og námsráðgjafa og í samráði við stjórnir Skólafélagsins og Framtíðarinnar. Leitað var til Árna Beinteins Árnasonar fyrrverandi forseta Framtíðarinnar um að taka að sér gerð þess. Í myndbandinu er rætt við bæði núverandi og fyrrverandi nemendur skólans. Það var sérstaklega ánægjulegt hversu vel fyrrverandi nemendur skólans tóku í beiðni okkar um að koma fram í myndbandinu. Rætt er við frú Vigdísi Finnbogadóttur, Benedikt Jóhannesson, Boga Ágústsson, Brynhildi Guðjónsdóttur, Gretu Salóme Stefánsdóttur, Helgu Árnadóttur, Kára Stefánsson, Magnús Geir Þórðarson, Ólaf Stefánsson, Tómas Guðbjartsson, Yrsu Sigurðardóttur og Þorstein Friðriksson.

Árna Beinteini Árnasyni er þakkað fyrir vel unnið verk og öllum þeim sem aðstoðuðu við gerð myndbandsins.

Rektor

Síðast uppfært: Föstudagur, 01. apríl 2016 17:38
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month September 2016 Next month
    S M Þ M F F L
week 35                 1 2 3
week 36 4 5 6 7 8 9 10
week 37 11 12 13 14 15 16 17
week 38 18 19 20 21 22 23 24
week 39 25 26 27 28 29 30