mr.is
IMG_6598.JPG
Fréttir og tilkynningar
Úrslit í eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna
Sunnudagur, 16. mars 2014 22:00

Úrslitakeppni í eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna fór fram helgina 15.-16. mars. 14 nemendum var boðið að taka þátt í úrslitakeppninni. Keppendum sem lentu í efstu sætunum og verða ekki orðnir tvítugir þegar Ólympíukeppnin í eðlisfræði fer fram býðst að vera í Ólympíuliðinu sem keppir í Kasakstan í júlí í sumar. Árangur nemenda skólans var mjög glæsilegur og eru fimm nemendur úr MR sem lentu í efstu sex sætunum.  Fjórum þeirra býðst að vera í Ólympíuliðinu. Í efstu sætunum eru:

Garðar Andri Sigurðsson, 5.X, 1. sæti
Sigurður Jens Albertsson, 5.X, 2. sæti
Tryggvi Kalman Jónsson, 6.X, 3. sæti
Sólveig Ásta Einarsdóttir, 6.Y, 5. sæti
Hringur Ásgeir Sigurðsson, 6.X, 6. sæti 

Við óskum þeim til hamingju með glæsilegan árangur.

 
Opið hús í skólanum
Laugardagur, 15. mars 2014 20:46

Laugardaginn 15. mars var opið hús í Menntaskólanum í Reykjavík. 10. bekkingar og forráðamenn þeirra voru boðnir velkomnir í skólann til að kynna sér nám, félagslíf nemenda og annað starf í skólanum. Nemendur og starfsfólk skólans sáu um kynninguna og er þeim þakkað fyrir framlag þeirra við afar vel heppnaða kynningu. Mörg hundruð gesta komu í heimsókn í skólann á opna húsið og var slegið aðsóknarmet í gestafjölda að þessu sinni.  Við þökkum öllum þeim sem komu í heimsókn til okkar þennan dag.

 
Opið hús í MR laugardaginn 15. mars kl. 14-16
Föstudagur, 14. mars 2014 13:39

Opið hús verður í Menntaskólanum í Reykjavík laugardaginn 15. mars kl. 14-16.  Kynningin er ætluð 10. bekkingum og forráðamönnum þeirra en skólastarf m.a. nám og félagslíf verður kynnt.  Nemendur, kennarar og annað starfsfólk skólans taka á móti gestum og verður þeim boðið að ganga um húsnæði skólans og kynna sér starfið í skólanum.  Allir eru hjartanlega velkomnir.

Síðast uppfært: Föstudagur, 14. mars 2014 13:42
 
Vinningahafar í smásagnakeppni framhaldsskólanna á ensku
Fimmtudagur, 13. mars 2014 13:06

Tveir nemendur skólans Matthías Baldursson Harksen í 4.S. og Hera Björg Jörgensen í 3.C. unnu 1. og 2. verðlaun í smásagnakeppni framhaldsskólanna og var verðlaunaafhending í bandaríska sendiráðinu mánudaginn 10. mars. Á meðfylgjandi myndum má sjá þau taka á móti verðlaununum. 

alt

alt

Síðast uppfært: Föstudagur, 14. mars 2014 09:43
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month September 2014 Next month
    S M Þ M F F L
week 36     1 2 3 4 5 6
week 37 7 8 9 10 11 12 13
week 38 14 15 16 17 18 19 20
week 39 21 22 23 24 25 26 27
week 40 28 29 30