mr.is
10.jpg
Fréttir og tilkynningar
Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur 2016
Föstudagur, 29. janúar 2016 10:46

Þriðjudaginn 8. mars kl. 15:30-17 er nemendum úr 8., 9. og 10. bekk boðið að taka þátt í grunnskólakeppni í Menntaskólanum í Reykjavík.

Tilgangur með þessari keppni er að auka samstarf við hverfisskólana og aðra grunnskóla og efla áhuga nemenda á stærðfræði en þessi keppni hefur fengið afar jákvæðar undirtektir og hefur hún skipað sér fastan sess í skólastarfinu. Nemendur eru beðnir um að skrá sig í keppnina í sínum grunnskóla en nánari upplýsingar gefa fagstjórar í stærðfræði, Einar Guðfinnsson, Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. og Kári Sigurðsson, Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Verkefni 2015: 8. bekkur, 9. bekkur, 10. bekkur.
Lausnir 2015: 8. bekkur, 9. bekkur, 10. bekkur.

Síðast uppfært: Föstudagur, 29. janúar 2016 10:55
 
Stoðtímar á vormisseri
Miðvikudagur, 06. janúar 2016 14:53

Stoðtímar á vormisseri hefjast 11. janúar

Stoðtímar í latínu á vegum nemendaráðgjafanna fyrir nemendur í 4. og 5. bekk málabrautar eru á þriðjudögum kl. 15-16:30 í H-stofu. Nemendur eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu en ekki er um beina kennslu að ræða.

Stoðtímar í stærðfræði á vegum nemendaráðgjafanna fyrir nemendur í öllum bekkjum eru á fimmtudögum kl. 15-16:30 í G-stofu. Nemendur eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu en ekki er um beina kennslu að ræða. Nemendur í 5. og 6. bekk er bent á að þeir geti einnig fengið leiðsögn í eðlisfræði í þessum tímum.

Stoðtímar í íslensku á vegum íslenskukennara verða á miðvikudögum í hádegishléi kl. 11:10-12 í stofu C-202 í Elísabetarhúsi. Nánari upplýsingar veitir Kolbrún Eggertsdóttir. Þessir tímar hefjast 20. janúar.

Námskeið í stafsetningu á vegum íslenskukennara verður á mánudögum kl. 15:10-16:30 í í stofum 3 og 4 í Casa Christi. Nemendur þurfa að skrá sig á þessi námskeið á skrifstofu skólans en nánari upplýsingar veita íslenskukennarar. Námskeið hefjast 18. janúar.

Stoðtímar í stærðfræði á vegum stærðfræðikennara fyrir nemendur í 3. bekk eru á fimmtudögum kl. 15-16:30 í stofu C-151. Stærðfræðikennarar veita nánari upplýsingar en nemendur þurfa að skrá sig í þessa stoðtíma á skrifstofu skólans.

Stoðtímar í efnafræði á vegum nemendaráðgjafanna eru á þriðjudögum kl. 15-16:30 í G-stofu. Nemendur eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu en ekki er um beina kennslu að ræða.

Stoðtímar í dönsku á vegum nemendaráðgjafanna eru á miðvikudögum kl. 15-16:30 í B-stofu. Nemendur eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu en ekki er um beina kennslu að ræða.

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 13. janúar 2016 14:54
 
Jólatónleikar
Föstudagur, 18. desember 2015 22:26

Skólakór Menntaskólans í Reykjavík undir stjórn Kára Kárasonar Þormar hélt jólatónleika sína í Seltjarnarneskirkju föstudagskvöldið 18. desember. Efnisskrá tónleikanna var tileinkuð jólunum. Á tónleikunum léku tveir nemendur einleik, Þorbergur Bollason á píanó og Helen Xinwei Chen á þverflautu. Kórfélögum Skólakórsins og stjórnanda hans Kára Kárasyni Þormar er þakkað fyrir afar vel heppnaða tónleika og sérstakar þakkir fá Þorbergur Bollason og Helen Xinwei Chen fyrir glæsilega spilamennsku.

Skólakórinn söng einnig við jólastund í Dómkirkjunni sem haldin var fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Jafnframt heiðraði Skólakórinn starfsfólk skólans með því að koma á Hátíðasal og syngja nokkur lög við jólakaffi starfsmanna skólans. Það er óhætt að segja að söngur þeirra hafa komið öllum í jólaskap. Innilegar þakkir til kórfélaganna fyrir eftirminnilegan dag.

Síðast uppfært: Föstudagur, 18. desember 2015 22:31
 
Jólaleyfi
Föstudagur, 18. desember 2015 16:32

Jólaleyfi í Menntaskólanum í Reykjavík stendur yfir frá 19. desember til 3. janúar. Kennsla hefst að loknu jólaleyfi mánudaginn 4. janúar.

Skrifstofa skólans verður opin 21., 22., 28., 29. og 30. desember kl. 10-15.

Við óskum nemendum, starfsfólki og öðrum gleðilegra jóla.

Síðast uppfært: Föstudagur, 18. desember 2015 16:32
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Maí 2016 Next month
    S M Þ M F F L
week 18 1 2 3 4 5 6 7
week 19 8 9 10 11 12 13 14
week 20 15 16 17 18 19 20 21
week 21 22 23 24 25 26 27 28
week 22 29 30 31