mr.is
skolastofa.jpg
Fréttir og tilkynningar
Landskeppni í efnafræði
Þriðjudagur, 03. mars 2015 13:57

14. almenna landskeppnin í efnafræði fór fram 24. febrúar.  Alls tóku þátt 118 nemendur úr tíu skólum.

Sigurvegari keppninnar er Sigurður Jens Albertsson 6.X.

15 efstu keppendum sem uppfylla þátttökuskilyrði Ólympíukeppninnar í efnafræði er boðið að taka þátt í úrslitakeppni sem haldin verður í Háskóla Íslands helgina 14.-15. mars. Í þessum 15 manna hópi eru tólf nemendur úr MR.

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 05. mars 2015 14:39
Nánar...
 
Menningarferð til London og Oxford
Mánudagur, 02. mars 2015 09:33

Dagana 19.-23. febrúar fóru nemendur í Tolkien vali og ensku vali í menningarferð til London og Oxford. Í Oxford fór hópurinn m.a. að leiði Tolkien og heimili hans (þar sem hann skrifaði Lord of The Rings). Einnig var borðað á staðnum Eagle and Child þar sem Tolkien hitti reglulega vini sína, t.d C.S Lewis (sem skrifaði Narniu bækurnar) og þeir lásu íslendingasögur sem og verk sín sem voru í vinnslu. 

Síðast uppfært: Mánudagur, 09. mars 2015 10:17
Nánar...
 
Herranótt
Föstudagur, 27. febrúar 2015 09:24

Föstudaginn 27. febrúar var frumsýning Herranætur. Þetta er 170. sýning Herranætur og sýna nemendur rokksöngleikinn Vorið Vakn­ar eft­ir Duncan Sha­eik og Steven Sa­ter en hann er byggður á sam­nefndu leik­verki eft­ir Frank Wedekind sem kom út árið 1891. Wedekind var eitt vin­sæl­asta og mest leikna leik­skáldið á fyrstu ára­tug­um 20. ald­ar í Þýskalandi. Söng­leik­ur­inn var frum­sýnd­ur á Broadway árið 2006 og sópaði að sér virt­um verðlaun­um. Þá hef­ur verkið nokkr­um sinn­um verið sett upp hér á landi, síðast af Leik­fé­lagi Reykja­vík­ur árið 1999.

List­rænir stjórn­end­ur sýn­ing­arinnar eru Stef­án Hallur Stefánsson, leikstjóri, Há­kon Jó­hann­es­son, aðstoðarleik­stjóri, Krist­ína R Berm­an, út­lits­hönnuður, Hall­ur Ing­ólfs­son, tón­list­ar­stjóri og Þórey Birg­is­dótt­ir og Bryn­hild­ur Karls­dótt­ir, dans­höf­und­ar.

Síðast uppfært: Mánudagur, 02. mars 2015 13:23
Nánar...
 
Opið hús í MR laugardaginn 21. mars kl. 14-16
Föstudagur, 27. febrúar 2015 09:09

Opið hús verður í Menntaskólanum í Reykjavík laugardaginn 21. mars kl. 14-16.  Áður hafði opið hús verið auglýst 14. mars.  Komið hefur í ljós að söngkeppni grunnskólanna, Samfés, er á sama tíma og því hefur þessum viðburði verið frestað um viku.

Kynningin er ætluð 10. bekkingum og forráðamönnum þeirra en skólastarf m.a. nám og félagslíf verður kynnt.  Nemendur, kennarar og annað starfsfólk skólans taka á móti gestum og verður þeim boðið að ganga um húsnæði skólans og kynna sér starfið í skólanum.  Allir eru hjartanlega velkomnir.

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 03. mars 2015 10:05
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Ágúst 2015 Next month
    S M Þ M F F L
week 31                         1
week 32 2 3 4 5 6 7 8
week 33 9 10 11 12 13 14 15
week 34 16 17 18 19 20 21 22
week 35 23 24 25 26 27 28 29
week 36 30 31