mr.is
4.jpg
Fréttir og tilkynningar
Úrslit í eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna
Mánudagur, 13. mars 2017 16:50

Úrslit í eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna fór fram helgina 11.-12. mars. 14 nemendum var boðið að taka þátt í úrslitakeppninni og voru 9 MRingar í þeim hópi.

Inga Guðrún Eiríksdóttir 6.X var í 10. sæti í Landskeppninni en vegna mistaka framkvæmda-nefndar með keppninni var henni ekki boðið að taka þátt í úrslitakeppninni sem hún átti þó rétt á. Við hörmum þessi mistök og skorum á framkvæmdanefndina að breyta verklagi sínu þ.a. skólar fái lista yfir nemendur í efstu sætunum áður en hún býður þeim að taka þátt í úrslitakeppninni. Slíkt verklag minnkar líkur á mistökum sem þessum.

Keppendum sem lentu í efstu sætunum og verða ekki orðnir tvítugir þegar Ólympíukeppnin í eðlisfræði fer fram býðst að vera í Ólympíuliðinu en keppnin fer fram í Yogyakarta í Indónesíu 16. - 24. júlí. Árangur nemenda skólans var mjög glæsilegur og eru fjórir nemendur úr MR í efstu sjö sætunum. Í efstu sætunum eru:

Sindri Magnússon, 6.X, 1. sæti
Garðar Sigurðarson, 6.X, 4. sæti
Anton Óli Richter, 6.X, 5. sæti
Þórður Ágústsson, 6.X, 7. sæti

Við óskum þeim til hamingju með glæsilegan árangur.

Síðast uppfært: Mánudagur, 20. mars 2017 08:43
 
Úrslit í líffræðikeppni framhaldsskólanna
Mánudagur, 13. mars 2017 12:44

Úrslit í líffræðikeppni framhaldsskólanna fór fram 11. og 12. mars. 15 nemendum var boðið að taka þátt í úrslitakeppninni og voru 11 MRingar í þeim hópi. Árangur nemenda skólans var mjög góður og af efstu fjórtán sætunum eru tíu nemendur skólans. Í efstu sætunum eru:

4. Védís Mist Agnadóttir 5.M
5. Hera Gautadóttir 5.T
6. Hafdís Haraldsdóttir 5.S
7. Þórbergur Bollason 4.U
8. Helgi Sigtryggsson 5.X
9. Margrét Vala Þórisdóttir 5.Y
10. Þorsteinn Freygarðsson 4.X
11. Ágúst Pálmason Morthens 5.X
13. Garðar Ingvarsson 5.X
14. Viktoría Sif Haraldsdóttir 5.X

Innilegar hamingjuóskir með glæsilegan árangur!

Keppendum sem lentu í efstu fjórum sætunum býðst að skipa Ólympíulið Íslands sem keppir í Bretlandi í sumar.

Síðast uppfært: Mánudagur, 13. mars 2017 16:51
 
Námsferð til Berlínar dagana 2.-5. mars 2017
Mánudagur, 13. mars 2017 11:05

Þann 2.-5. mars síðastliðinn héldu tæplega þrjátíu MRingar til Berlínar. Þetta var hópur nemenda á þriðja ári sem stundar þýskunám við skólann. Umsjón með ferðinni höfðu Izabela K. Harðarson og Kristjana Björg Sveinsdóttir þýskukennarar. Dagskráin var byggð á námsefni vetrarins. Þemað var fyrst og fremst saga Þýskalands og Berlínar, nánar tiltekið seinni heimstyrjöldin og kalda stríðið. Í ferðinni var farið á sögusöfn og tvo fyrirlestra á þýskri tungu. Sá fyrri var á ljósmyndasýningu um helförina og sá seinni í Ríkisþinghúsi Berlínar. Í þinghúsinu gafst nemendum tækifæri á að skoða bygginguna og fara upp í hvelfinguna. Gengið var um sögufrægar slóðir og skoðuð merk mannvirki borgarinnar. Hópurinn naut þess að virða fyrir sér hið fjölbreytta menningar- og mannlíf sem einkennir Berlín. Fararstjórar voru sammála um að sérlega vel hafi til tekist og að nemendur skólans hafi verið til mikillar fyrirmyndar í ferðinni.

Berlin2017

Fleiri myndir úr ferðinni má sjá hér.

 
Opið hús í skólanum
Laugardagur, 11. mars 2017 18:34

Laugardaginn 11. mars var opið hús í Menntaskólanum í Reykjavík. 10. bekkingar og forráðamenn þeirra voru boðnir velkomnir í skólann til að kynna sér nám, félagslíf nemenda og annað starf í skólanum. Skólakórinn mætti á Hátíðarsal til að syngja nokkur lög. Jafnframt sýndu nemendur sem tóku þátt í Herranótt úr verkinu West Side Story sem þau eru að sýna þessa dagana. Nemendur og starfsfólk skólans sáu um kynninguna og er þeim þakkað fyrir afar vel heppnaða kynningu. Mörg hundruð gesta komu í heimsókn í skólann á opna húsið og var slegið aðsóknarmet í gestafjölda að þessu sinni. Við þökkum öllum þeim sem komu í heimsókn til okkar þennan dag.

Síðast uppfært: Mánudagur, 13. mars 2017 09:01
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Ágúst 2017 Next month
    S M Þ M F F L
week 31         1 2 3 4 5
week 32 6 7 8 9 10 11 12
week 33 13 14 15 16 17 18 19
week 34 20 21 22 23 24 25 26
week 35 27 28 29 30 31