mr.is
IMG_1348.JPG
Fréttir og tilkynningar
Íslandsmót iðn- og verkgreina 2014 í leikjaforritun
Mánudagur, 10. mars 2014 10:30

Íslandsmót iðn- og verkgreina 2014 fór fram í Kórnum dagana 6. - 8. mars. Keppt var í 24 greinum. Nemendur frá MR tóku þátt í leikjaforritun. Keppt var í þeirri grein í fyrsta sinn. Af tíu keppendum voru þrír frá MR. Þeir röðuðu sér í efstu fjögur sætin:

1. sæti: Henrý Þór Jónsson, 6.Y
2. sæti: Álfur Birkir Bjarnason, 6.X
4. sæti: Gunnar Thor Örnólfsson, 6.X


Á myndinni eru frá vinstri: Álfur, Henrý og Gunnar

 
Úrslit í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna 2014
Sunnudagur, 09. mars 2014 20:51

Úrslitakeppni í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna fór fram laugardaginn 8. mars. Keppendur voru 31 og komu 24 frá MR.  MR-ingar stóðu sig mjög vel í keppninni eins og sjá má hér að neðan og skipuðu sér í efstu sætin:  

Sæti: Nafn: Bekkur:
1. Sigurður Jens Albertsson 5.X
2. Kristján Andri Gunnarsson 6.X
3. Garðar Andri Sigurðsson 5.X
4. Hjalti Þór Ísleifsson 4.S
5. Dagur Tómas Ásgeirsson 4.Z
6. Tryggvi Kalman Jónsson 6.X
7.-8. Stefanía Katrín Finnsdóttir 4.S
9. Kristín Björg Bergþórsdóttir 5.X
10. Sóley Benediktsdóttir 5.X
12.-13. Matthías B. Harksen 4.S
14.-15. Steindór Bragason 6.Y


Til hamingju með frábæran árangur!

Síðast uppfært: Sunnudagur, 09. mars 2014 21:56
Nánar...
 
Úrslit í Landskeppninni í eðlisfræði
Föstudagur, 07. mars 2014 09:48

Úrslit úr forkeppni framhaldsskólanna í eðlisfræði liggja fyrir. Fjórtán nemendum er boðið að taka þátt í úrslitakeppninni sem fram fer í Háskóla Íslands helgina 15. og 16. mars næstkomandi. Árangur nemenda skólans var afar glæsilegur og af þessum fjórtán nemendum eru ellefu úr MR.

Síðast uppfært: Sunnudagur, 09. mars 2014 20:54
Nánar...
 
Úrslit í Landskeppninni í efnafræði
Fimmtudagur, 06. mars 2014 16:30

Úrslit 13. Landskeppninnar í efnafræði eru ráðin. Í ár voru þátttakendur 105 talsins frá 5 skólum. Að undangenginni forkeppni í skólunum tóku 12 nemendur þátt í úrslitakeppni sem fram fór við Háskóla Íslands helgina 1.-2. mars síðastliðinn.

Síðast uppfært: Sunnudagur, 09. mars 2014 20:54
Nánar...
 
«FyrstaFyrri71727374757677787980NæstaSíðasta»

Last month Júní 2018 Next month
    S M Þ M F F L
week 22                     1 2
week 23 3 4 5 6 7 8 9
week 24 10 11 12 13 14 15 16
week 25 17 18 19 20 21 22 23
week 26 24 25 26 27 28 29 30