mr.is
IMG_8695.JPG
Fréttir og tilkynningar
Eystrasaltskeppnin í stærðfræði
Miðvikudagur, 15. nóvember 2017 10:39

eystrasaltskeppni2017

Eystrasaltskeppnin í stærðfræði var haldin í Sorø Danmörku helgina 10.-12. nóvember en um liðakeppni er að ræða þar sem keppt er í fimm manna liðum. Fjórir af fimm liðsmönnum íslenska liðsins eru úr MR: Ari Páll Agnarsson 6.X, Breki Pálsson 6.X, Elvar Wang Atlason 6.X og Hrólfur Eyjólfsson 5.X. Liðið stóð sig með prýði og við þökkum því góða þátttöku í keppninni.

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 15. nóvember 2017 13:23
 
Stöðupróf í norsku og sænsku
Þriðjudagur, 14. nóvember 2017 11:04

Stöðupróf í norsku og sænsku verða haldin þann 2. desember næstkomandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Nánari upplýsingar um skráningu er að finna á heimasíðu MH undir viðburðir og í fréttaveitu skólans.

 
MR-ingar í 2. sæti í Boxinu
Mánudagur, 13. nóvember 2017 10:29

Úrslitakeppnin í Boxinu, framkvæmdakeppni framhaldsskólanna, fór fram í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 11. nóvember. Lið frá átta skólum kepptu til úrslita og varð lið MR 2. sæti. Liðið skipuðu Garðar Ingvarsson, Lilja Ýr Guðmundsdóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir, Sesar Hersisson og Viktoría Sif Haraldsdóttir. Til hamingju með frábæran árangur!

boxid2017

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 14. nóvember 2017 10:46
 
Erasmus+ Georesources
Þriðjudagur, 24. október 2017 19:53

Vikuna 16. - 20. október voru 8 menntaskólanemendur frá Hersleb skólanum í Osló í heimsókn í MR. Ástæða heimsóknarinnar var Erasmus+ verkefnið Georesources sem MR og Hersleb menntaskólinn eru að vinna að. Nemendur unnu saman í blönduðum hópum að því að skoða endurnýjanlega orkugjafa og hvort nýting þeirra væri sambærileg á Íslandi og í Noregi. Hópurinn fór síðan saman á jöklasýninguna i Perlunni og kynntu sér meðal annars áhrif loftslagsbreytinga á jökla landsins. Norski hópurinn nýttu góða veðrið og fóru á Þingvelli, skoðuðu garðyrkjuskólann í Hveragerði og gistu eina nótt í Selinu. Vikan tókst mjög vel, næsti hluti verkefnisins fer fram í apríl í Osló þegar 14 nemendur í MR fara í heimsókn til Hersleb.

20171016 094417-COLLAGE

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 25. október 2017 08:27
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Apríl 2018 Next month
    S M Þ M F F L
week 14 1 2 3 4 5 6 7
week 15 8 9 10 11 12 13 14
week 16 15 16 17 18 19 20 21
week 17 22 23 24 25 26 27 28
week 18 29 30