mr.is
8.jpg
Fréttir og tilkynningar
Gönguferðin frá Úlfljótsvatni
Laugardagur, 10. september 2016 16:22

Sunnudaginn 11. september verður farið í gönguferð frá Úlfljótsvatni að Selinu með nemendur í efstu þremur árgöngum skólans. Vegna hjólreiðaviðburðarins Tour of Reykjavik eru lokanir á götum í nágrenni skólans. Af þeim sökum verður farið frá Umferðarmiðstöðinni BSÍ í stað þess að fara frá skólanum. Nemendur eru beðnir um að mæta tímanlega en brottför er áætluð kl. 9.

Síðast uppfært: Laugardagur, 10. september 2016 17:28
 
Sinfoníutónleikar
Föstudagur, 09. september 2016 12:11

Nemendum og starfsfólki skólans var boðið í dag á tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborgarsalnum. Á efnisskránni var þriðji píanókonsert Rakhmanínovs sem komst í hóp vinsælustu tónverka fyrr og síðar með kvikmyndinni Shine.

Stjórnandi tónleikanna var nýr aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar Yan Pascal Tortelier og einleikari rússneski píanistinn Nikolai Lugansky sem skaust upp á stjörnuhimininn 1994 eftir velgengni í Tsjajkovskíj-keppninni í Moskvu.

Rússneski píanistinn Nikolai Lugansky (f. 1972) hóf að læra á píanó fimm ára gamall. Hann lærði við Tónlistarháskólann í Moskvu, m.a. hjá Tatjönu Nikolajevu, og hreppti verðlaun í hinum ýmsu píanókeppnum á unglingsárum. Auk þess að halda tónleika víða um heim er Lugansky prófessor í píanóleik við Tónlistarháskólann í Moskvu.

Allir nemendur skólans ásamt kennurum sínum sóttu tónleikana. Nemendur voru til fyrirmyndar og skemmtu sér afar vel og var unun að fylgjast með Nikolai Lugansky. Við þökkum Sinfoníuhljómsveit Íslands og öllum sem stóðu að tónleikunum fyrir skemmtilega tónleika.

 
Evrópukeppnin Ungir vísindamenn 2016
Mánudagur, 05. september 2016 13:02

Lilja Ýr Guðmundsdóttir og Ingibjörg Sóley Einarsdóttir taka þátt í Evrópukeppni Ungra vísindamanna

Fulltrúar Íslands í Evrópukeppni Ungra vísindamanna sem fer fram í Brussel í haust eru tveir nemendur Menntaskólans í Reykjavík, Lilja Ýr Guðmundsdóttir í 5.X og Ingjibjörg Sóley Einarsdóttir í 5.U. Þær báru sigur úr býtum í Landskeppni Ungra vísindamanna sem fór fram vorið 2016.

Keppnin fer fram dagana 15.-20. september og mun Birgir U. Ásgeirsson eðlisfræðikennari skólans fara með og verða þeim innan handar á fyrstu keppnisdögum.

Verkefni þeirra ber heitið "Detecting differences among brain waves between thinking and performing an action for use in responsive programming". Verkefnið snýst um að þróa tölvuforrit sem gerir fólki kleift að framkvæma aðgerðir með hugaraflinu einu saman.  Er þetta í tuttugasta og áttunda skiptið sem keppnin er haldin.

Ungir vísindamenn er verkefni á vegum Evrópuráðs sem hefur það markmið að efla hæfni ungs fólks til að vinna að rannsóknarverkefnum og stuðla að auknu frumkvæði og sjálfstæðum vinnubrögðum nemenda á sama tíma og því er ætlað að stuðla að samstarfi ungra vísindamanna þvert á landamæri þátttökuríkjanna. Háskóli Íslands heldur utan um verkefnið á Íslandi.

Síðast uppfært: Mánudagur, 12. september 2016 09:07
 
Tolleringar
Fimmtudagur, 01. september 2016 14:40

Tolleringar fóru fram fimmtudaginn 1. september og tókust afar vel. Sjöttubekkingar hylltu nýnema á hefðbundinn hátt með því að tollera þá. Þá tóku Hildur Sveinsdóttir inspector scholae og Valtýr Örn Kjartansson forseti Framtíðarinnar á móti þeim. Þau buðu þá velkomna í skólann og á vegum stjórna nemendafélaganna var boðið upp á kökur og mjólk. Athöfnin var afar vel skipulögð hjá 6. bekkingum og var til mikillar fyrirmyndar.

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 01. september 2016 15:42
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Febrúar 2017 Next month
    S M Þ M F F L
week 5             1 2 3 4
week 6 5 6 7 8 9 10 11
week 7 12 13 14 15 16 17 18
week 8 19 20 21 22 23 24 25
week 9 26 27 28