mr.is
2.jpg
Fréttir og tilkynningar
Jólatónleikar Skólakórsins
Sunnudagur, 18. desember 2016 15:12

Skólakór Menntaskólans í Reykjavík undir stjórn Kára Þormar hélt jólatónleika sína í Seltjarnarneskirkju mánudagskvöldið 19. desember. Undirleikari var Friðrik Vignir Stefánsson. Efnisskrá tónleikanna var tileinkuð jólunum. Kórfélögum Skólakórsins og stjórnanda hans er þakkað fyrir afar vel heppnaða tónleika.

Skólakórinn söng einnig við jólastund í Dómkirkjunni sem haldin var fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Jafnframt heiðraði Skólakórinn starfsfólk skólans með því að koma á Hátíðasal og syngja nokkur lög við jólakaffi starfsmanna skólans. Það er óhætt að segja að söngur þeirra hafa komið öllum í jólaskap. Innilegar þakkir til kórfélaganna fyrir eftirminnilegan dag.


Síðast uppfært: Þriðjudagur, 20. desember 2016 17:07
 
Einkunnaafhending og jólamessa
Fimmtudagur, 15. desember 2016 10:36

Einkunnir að loknum jólaprófum verða afhentar þriðjudaginn 20. desember. Nemendur eru beðnir um að safnast saman fyrir framan skólann kl. 13:50. Þá verður gengið til jólamessu í Dómkirkjunni. Að henni lokinni verða einkunnir afhentar í heimastofum hvers bekkjar um kl. 14:30 þó eru nemendur í 6.B með heimastofu í I-stofu beðnir um að fara á Lestrarsal Íþöku. Kennsla hefst að loknu jólaleyfi skv. stundaskrá miðvikudaginn 4. janúar kl. 8:10.

Síðast uppfært: Mánudagur, 19. desember 2016 13:29
 
Sjúkrapróf
Mánudagur, 12. desember 2016 14:25

Finna má tímasetningar sjúkraprófa í valmyndinni til hægri >>>>

Síðast uppfært: Mánudagur, 12. desember 2016 14:25
 
Kennslulok á haustmisseri
Föstudagur, 02. desember 2016 07:31

Síðasti kennsludagur haustmisseris í IV., 4. og 5. bekk er miðvikudaginn 30. nóvember og í 6. bekk miðvikudaginn 7. desember. Jólapróf standa yfir næstu tvær vikur. Munið eftir að skilja farsíma og önnur verðmæti m.a. dýrar yfirhafnir eftir heima þegar þið komið til prófs. Nemendur eru hvattir til að nota tímann vel til prófundirbúnings.

Síðast uppfært: Mánudagur, 05. desember 2016 11:43
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Mars 2017 Next month
    S M Þ M F F L
week 9             1 2 3 4
week 10 5 6 7 8 9 10 11
week 11 12 13 14 15 16 17 18
week 12 19 20 21 22 23 24 25
week 13 26 27 28 29 30 31