mr.is
skolastofa.jpg
Fréttir og tilkynningar
Gettu betur lið skólans
Þriðjudagur, 12. september 2017 15:25

Forpróf var haldið í síðustu viku til að velja keppnislið skólans sem keppir í spurningakeppninni Gettu betur. 46 nemendur þreyttu prófið og þeir sem höfnuðu í efstu þremur sætunum skipa liðið. Gettu betur lið MR 2017-18 skipa Ása Bergný Tómasdóttir 6.A, Katrín Agla Tómasdóttir 6.Y og Jóhann Páll Einarsson 6.B. Við óskum þeim góðs gengis í vetur.


IMG 1414

 
Gönguferð nemenda um Reykjadal
Mánudagur, 11. september 2017 14:39

Sunnudaginn 10 . september gengu um 210 nemendur og 11 starfsmenn skólans inn Reykjadal og hringinn í kringum Ölkelduhnjúk.

49

Gönguferðin var hluti af frjálsu íþróttavali nemenda og tókst gönguferðin í alla staði vel þar sem nemendur héldu uppi góðum gönguhraða á þessari rúmlega 11 km langri gönguleið. Þeir skemmtu sér vel en veður var gott þrátt fyrir hvassviðri í upphafi göngu en allir voru afar hressir og kátir í lok göngu.

20 20

Þórður Marelsson tók myndirnar sem fylgja þessari frétt.

Hér má finna fleiri myndir úr ferðinni

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 12. september 2017 12:29
 
Gönguferð um Reykjadal í kringum Ölkelduhnjúk
Fimmtudagur, 07. september 2017 08:58

Sunnudaginn 10. september verður farið í gönguferð með nemendur í efstu þremur árgöngum skólans en þetta er hluti af íþróttavali í haust. Gönguferðin er inn Reykjadal, hringferð um Ölkelduhnjúk og til baka. Farið verður frá bílastæðinu við Tannlæknadeild HÍ Vatnsmýrarvegi 16, austan við BSÍ. Nemendur eru beðnir um að mæta stundvíslega kl. 8:45. Tekið er manntal um leið og nemendur ganga inn í rútur en brottför er áætluð kl. 9. Áætluð heimkoma er á milli kl. 15:30 og kl. 16:30.

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 12. september 2017 15:09
 
Nýr Erasmus+ styrkur
Miðvikudagur, 06. september 2017 14:07

Menntaskólinn í Reykjavík leiðir nýtt alþjóðlegt skólaverkefni sem hlaut á dögunum veglegan styrk frá Erasmus+ menntaáætluninni. Verkefnið, ROOTS – Routes to Outdoor Oriented Teaching and Sustainability, felur í sér samþættingu útivistar, hreyfingar og vettvangsnáms. ROOTS verkefnið styður markmið skólans sem heilsueflandi framhaldsskóla og á að styrkja færni nemenda í tungumálum, bókmenntum, sögu, náttúrufræði og tæknigreinum. Aðrir þátttakendur í verkefninu eru framhaldsskólar í Idrija í Slóveníu, Lidingö í Svíþjóð, Pireus í Grikklandi og Elche á Spáni. Verkefnið varir í þrjú ár og á þeim tíma fara nemendur og kennarar MR í náms- og vinnuferðir til samstarfsskólanna. Fyrsti fundur verkefnisins verður á Íslandi dagana 25.-27. september.


Yngvi Pétursson tekur við samningi um ROOTS-verkefnið af Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Erasmus+ á Íslandi. Jóhanna Arnórsdóttir stýrir verkefninu fyrir hönd skólans.

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 06. september 2017 15:09
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Febrúar 2018 Next month
    S M Þ M F F L
week 5                 1 2 3
week 6 4 5 6 7 8 9 10
week 7 11 12 13 14 15 16 17
week 8 18 19 20 21 22 23 24
week 9 25 26 27 28