mr.is
fidluball.jpg
Fréttir og tilkynningar
MRingar ganga á Esjuna
Fimmtudagur, 29. september 2016 23:14

Sunnudaginn 25. september gengu rúmlega tvö hundruð MRingar á Esjuna. Þessi gönguferð er valkostur í íþróttum nemenda. Nemendur gengu rösklega og fengu gott veður. Meðfylgjandi myndir tóku Ágúst Ólafsson.

Esja2016

Hér má sjá fleiri myndir úr ferðinni

 
Styrkur til MR frá Landskrifstofu Erasmus+
Þriðjudagur, 27. september 2016 20:16

Menntaskólinn í Reykjavík hlaut í dag styrk frá Landskrifstofu Erasmus+ til verkefnis á sviði nýtingu jarðefna og sjálfbærni. Styrkupphæðin nemur 46 þúsund evrum og var hæsti styrkurinn sem Landskrifstofan úthlutaði í dag.

Umsjón með verkefninu hefur Sigríður Árnadóttir jarðfræðikennari skólans en það er unnið í samstarfi við Hersleb Gymnasium í Ósló í Noregi. Þetta verkefni er til þriggja ára þar sem nemendur frá Hersleb koma til Íslands til að kynnast jarðfræði Íslands og þá sérstaklega jarðhita og nýtingu hans. Nemendur Menntaskólans í Reykjavík fara svo til Óslóar og vinna að verkefni tengt loftslagsbreytingum og orku. Verkefninu er ætlað að dýpka skilning nemenda á jarðfræði og jarðsögu og skoða áhrif loftslagbreytinga á samfélagið.

EU flag-Erasmus+ vect_POS


Síðast uppfært: Mánudagur, 30. janúar 2017 18:44
 
Minningarathöfn um Pourquoi pas?
Sunnudagur, 25. september 2016 11:23

Fimmtudaginn 16. september var tveimur nemendum Menntaskólans í Reykjavík boðið að taka þátt í minningarathöfn um franska, lækninn, leiðangursstjórann og heimskautafarann Jean-Baptiste Charcot og áhöfn hans af franska rannsóknaskipinu Pourquoi pas?. Þá voru 80 ár liðin frá því Pourquoi pas? fórst við skerið Hnokka í Straumfirði á Mýrum í aftakaveðri og fórust 40 skipverjar en aðeins einn maður komst lífs af. Dagmar Óladóttir 6B og Sólveig Hilmarsdóttir 6A lögðu blómsveig frá Íslendingum við minningarvörðu um Pourquoi pas? í Straumfirði.

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 29. september 2016 23:18
Nánar...
 
Gönguferð MRinga frá Úlfljótsvatni
Sunnudagur, 11. september 2016 19:55

Sunnudaginn 11 . september gengu tæplega 170 nemendur og 9 starfsmenn skólans frá Úlfljótsvatni í Grafningi að Skólaseli skólans í Reykjakoti við Hveragerði. Vegna hjólreiðaviðburðarins Tour of Reykjavík þennan sama morgun tafðist brottför vegna óvæntra lokana á götum í nágrenni skólans. Lagt var af stað í gönguna frá Útilífsmiðstöð skátanna að Úlflljótsvatni og gengið að Skógarnefi og síðan upp með Fossá að fjárrétt Grafningsmanna á Selflötum. Þá var haldið upp á Úlfljótsselsfjall og áfram eftir melum og síðan upp á Dagmálafell.

Síðast uppfært: Sunnudagur, 25. september 2016 11:26
Nánar...
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Febrúar 2017 Next month
    S M Þ M F F L
week 5             1 2 3 4
week 6 5 6 7 8 9 10 11
week 7 12 13 14 15 16 17 18
week 8 19 20 21 22 23 24 25
week 9 26 27 28