mr.is
9.jpg
Fréttir og tilkynningar
Þýskuþraut 2017
Miðvikudagur, 05. apríl 2017 14:23

Þýskuþraut fór fram 21. febrúar 2017. Keppendur voru samtals 72 úr 8 skólum, BHS, FVA, KR, MA, MH, MR, MS og VÍ. Frá MR tóku 43 nemendur þátt í þýskuþrautinni.

14 nemendur frá MR lentu í fyrstu 20 sætunum. Tveir nemendur frá MR hljóta ferðaverðlaun. Oddi Áskeli Thoroddsen í fyrsta sæti og Elínu Eddu Guðmundsdóttur í öðru sæti er boðið í mánaðardvöl til Þýskalands í boði þýskra stjórnvalda. Viðurkenningar eru veittar fyrir 20 bestu úrlausnir. Nemendur skólans í þeim hópi eru:

Oddur Áskell Thoroddsen 5.Y í 1. sæti

Elín Edda Guðmundsdóttir 5.Y í 2. sæti

Tryggvi Freyr Sigurgeirsson 5.Y í 5. sæti

Berglind Pétursdóttir 4.Z í 6. sæti

Eldar Máni Gíslason 4.Z í 7.-8. sæti

Ludvig Árni Guðmundsson 5.X í 10. sæti

Garðar Ingvarsson 5.X í 11. sæti

Helgi Sigtryggsson 5.X í 12. sæti

Kristján Guðmundsson 4.R í 13.-15. sæti

Þórhildur Guðmundsdóttir 5.A í 13.-15. sæti

Margrét Kristín Kristjánsdóttir 5.M í 16.-17. sæti

Þorvaldur Ingi Elvarsson 4.Z í 16.-17. sæti

Daníel Helgi Ágústsson 5.Y í 18.-19. sæti

Róbert Elís Villalobos 5.Y í 20. sæti

Til hamingju með frábæran árangur! Verðlaunaafhending verður auglýst síðar.

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 05. apríl 2017 14:25
 
Grunnskólakeppnin í stærðfræði
Miðvikudagur, 05. apríl 2017 09:22

Verðlaunaafhending í keppni grunnskólanemenda í stærðfræði fór fram á Hátíðasal Menntaskólans í Reykjavík sunnudaginn 2. apríl. Hún var afar vel sótt en um 140 gestir mættu. Kór Menntaskólans í Reykjavík sá um tónlistarflutning.

DSC02784

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 05. apríl 2017 09:28
Nánar...
 
Menningarferð til Parísar dagana 16. - 20. mars 2017
Miðvikudagur, 29. mars 2017 09:16

Þann 16. mars síðastliðinn fór 31 frönskunemi á þriðja ári í MR í menningarferð til Parísar. Umsjón með ferðinni hafði Sigurbjörg Gylfadóttir frönskukennari og henni til aðstoðar voru Eydís Guðmundsdóttir frönskukennari og Dagný Broddadóttir námsráðgjafi. Markmið ferðarinnar var að skoða helstu merkisstaði borgarinnar, bragða á franskri matargerð og síðast en ekki síst að tala frönsku við innfædda.

Farið var upp í l'Arc de Triomphe (Sigurbogann) og rölt niður Champs-Elysées breiðgötuna. Einnig var farið í langa skoðunarferð með Brynhildi Jónsdóttur Givelet leiðsögumanni og gengið um 5. hverfið, le Quartier latin (latínuhverfið). Þar bar margt fyrir augu: Sorbonne háskólann, Panthéon grafhýsið og le Jardin des plantes (Plöntugarðurinn). Farið var frá Place de la Bastille og gengið í gegn um le Marais (Mýrina). Síðan fóru nemendur í litlum hópum að Rue de Rivoli, Place des Vosges, Le Centre Georges Pompidou, Les Halles og að L'Hôtel de ville.

Að sjálfsögðu var farið í skoðunarferð á báti (Bateaux Mouches) um Signu, litið var við í Notre-Dame, brunað upp í Eiffelturninn og heilum eftirmiðdegi eytt á Louvre safninu þar sem svo margt bar fyrir augu að of langt mál væri að telja upp hér.

Montmartrehverfið með Sacré-Coeur kirkjunni, málaratorginu (Place du Tertre), víngarðinum, og Moulin Rouge (Rauða Myllan) var heimsótt síðasta daginn og kvöldinu eytt á góðum matsölustað.
Hópurinn var til fyrirmyndar í hvívetna, jákvæður og skemmtilegur og skemmtu sér allir vel.

Paris2017

Hér má sjá fleiri myndir úr ferðinni

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 29. mars 2017 16:54
 
Forritunarkeppnin í HR
Þriðjudagur, 21. mars 2017 13:10

Forritunarkeppni framhaldsskólanna fór fram laugardaginn 18. mars í Háskólanum í Reykjavík. Að þessu sinni kepptu 45 lið í tveimur deildum. Lið frá Menntaskólanum í Reykjavík náði öðru sæti í delta-deildinni en þar keppa nemendur sem eru byrjendur í forritun.

Liðið skipuðu
Elvar Wang Atlason 5.X
Garðar Ingvarsson 5.X
Helgi Sigtryggsson 5.X

Við óskum þeim til hamingju með mjög góðan árangur.

Síðast uppfært: Föstudagur, 24. mars 2017 08:14
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Ágúst 2017 Next month
    S M Þ M F F L
week 31         1 2 3 4 5
week 32 6 7 8 9 10 11 12
week 33 13 14 15 16 17 18 19
week 34 20 21 22 23 24 25 26
week 35 27 28 29 30 31