mr.is
3.jpg
Fréttir og tilkynningar
Erasmus ferð til Grikklands
Mánudagur, 17. október 2016 10:43

Tíu nemendur og fimm kennarar skólans sóttu í haust fund í Erasmus+ verkefninu, Water, a European Task in a Global Challenge, sem haldinn var í Katerini í Grikklandi. Fundinn sóttu um 70 nemendur og kennarar frá átta löndum. Á fundinum kynntu nemendur verkefni sín um heilsumeðferðir tengdar vatni og um hagræna þætti vatns og farið var í fjölda kynnisferða á sögufræga og markverða staði í Makedóníu-héraði. Í þorpinu Díon, sem er við rætur Ólympsfjallsins, voru skoðaðar minjar um forna borg og helgidóm Seifs. Farið var í vettvangsferðir að Haliakmon stíflunni, en Haliakmon er lengsta á Grikklands, að Edessa fossunum og í Pozar heilsuböðin. Góð kynni tókust með þátttakendum frá hinum ólíku löndum þar sem næg tækifæri buðust til að spreyta sig á hinum ýmsu tungumálum og kom hópurinn ánægður heim með lærdómsríka reynslu í farteskinu. Verkefnið er styrkt af Erasmus+.

Grikkland2016

Sjá fleiri myndir hér

EU flag-Erasmus+ vect_POS

Síðast uppfært: Mánudagur, 30. janúar 2017 18:44
 
Vegleg gjöf frá Foreldrafélaginu
Miðvikudagur, 12. október 2016 12:15

Stjórn Foreldrafélagsins hefur fært skólanum hjartastuðtæki frá fyrirtækinu Healthaco. Tækinu hefur verið valinn staður miðsvæðis innan húsnæðis skólans og er á ganginum á 2. hæð í Casa Christi gegnt póstkössum starfsmanna skólans. Bjargráður, félag læknanema, er með skyndihjálparnámskeið hjá nýnemum í lífsleiknitímum þar sem m.a. verður rætt um notkun tækisins og starfmönnum skólans verður kynnt notkun tækisins á sérstökum fræðslufundi. Skólinn færir stjórn Foreldrafélagsins innilegar þakkir fyrir þessa veglegu gjöf.

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 12. október 2016 12:15
 
Aðalfundur Foreldrafélagsins
Þriðjudagur, 04. október 2016 13:22

Aðalfundur Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík verður haldinn miðvikudaginn 12. október á Hátíðarsalnum í Gamla skóla og hefst kl. 20.00.

Hefðbundin aðalfundarstörf:
a. Kosning fundarstjóra og fundarritara
b. Skýrsla stjórnar um störf hennar og starfsemi félagsins
c. Umræða um skýrslu stjórnar
(d. Breytingar á samþykktum félagsins)
e. Starfsáætlun lögð fram til kynningar og afgreiðslu
f. Stjórnarkjör

Kaffihlé

Að venju er boðið upp á fræðsluerindi að aðalfundarstörfum loknum. Lára G. Sigurðardóttir, læknir og fræðslustjóri hjá Krabbameinsfélaginu fræðir okkur um rafrettur: "Eru rafrettur undur eða ógn?"

Stjórn Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 12. október 2016 17:49
 
Menntaskólinn í Reykjavík fagnar 170 ára afmæli
Föstudagur, 30. september 2016 13:52

Sveinbjörn Egilsson

1. október verða liðin 170 ár frá fyrstu skólasetningu skólans. Sveinbjörn Egilsson fyrsti rektor skólans setti skólann á Sal 1. október 1846. Þá hófu nám við skólann sextíu skólapiltar.

Menntaskólinn í Reykjavík er elsta menntastofnun á Íslandi. Hann á rætur sínar að rekja til ársins 1056, þegar Ísleifur Gissurarson varð fyrsti biskup yfir Íslandi, en hann settist að í Skálholti og hóf þar skólahald. Hefur skapast hefð fyrir því að miða upphaf skólans við vígsluár Ísleifs. Á þessu ári verða því liðin 960 ár frá því að Skálholt varð biskupssetur og frá upphafi skólahalds þar. Rekja má nokkuð samfellda skólasögu skólans, fyrst frá Skálholtsskóla frá árinu 1056, þá við Hólavallaskóla frá árinu 1786, síðan við Bessastaðaskóla frá árinu 1805 og að lokum frá árinu 1846 á núverandi stað undir ýmsum nöfnum, Lærði skólinn eða Latínuskólinn frá 1846, Hinn almenni menntaskóli í Reykjavík frá 1904 og að lokum Menntaskólinn í Reykjavík frá 1937.

Þessa merka afmælis verður minnst í hádegishléi mánudaginn 3. október. Nemendum og starfsfólki skólans er óskað til hamingju með 170 ára afmæli skólans.

Síðast uppfært: Föstudagur, 30. september 2016 15:18
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Febrúar 2017 Next month
    S M Þ M F F L
week 5             1 2 3 4
week 6 5 6 7 8 9 10 11
week 7 12 13 14 15 16 17 18
week 8 19 20 21 22 23 24 25
week 9 26 27 28