mr.is
skolastofa.jpg
Fréttir og tilkynningar
Söngkeppni Skólafélagsins
Sunnudagur, 12. febrúar 2017 11:49

Söngkeppni Skólafélagsins fór fram í Hörpunni sl. föstudagskvöld. Skipulag og undirbúningar keppninnar var góður og kepptu 14 lið. Þessi söngatriði voru í hæsta gæðaflokki. Bára Lyngdal Magnúsdóttir í IV.E bar sigur úr býtum enda snerti hún hjörtu viðstaddra með mögnuðum söng sínum. Aðrir verðlaunahafar voru Una Torfadóttir í IV.B í 2. sæti, Sigurður Ingvarsson í 4.A í 3. sæti og Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir í 4.U í 4. sæti. Stjórn Skólafélagsins, keppendum og öllum þeim sem komu að undirbúningi keppninnar er óskað til hamingju með afar vel heppnaða Söngkeppni.

Síðast uppfært: Mánudagur, 13. febrúar 2017 07:50
 
Vorprófstaflan
Föstudagur, 10. febrúar 2017 09:55

Hér til hliðar er yfirlitstafla yfir vorprófin. Endanlegar próftöflur fyrir hvern árgang verða birtar síðar.

 
Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar
Fimmtudagur, 02. febrúar 2017 14:09

Vetrarhátið 2017 stendur yfir dagana 2.-5. febrúar. Þetta er í 16. sinn sem þessi hátíð ljóss og myrkurs er haldin en fjórar meginstoðir hennar eru: Safnanótt, Sundlauganótt, Snjófögnuður og ljósalist ásamt um 150 viðburðum þar sem fjöldi listamanna tekur þátt í að skapa einstaka stemningu í borginni. Höfuðborgarstofa hefur yfirumsjón með hátíðinni og eru allir viðburðir á Safnanótt og Sundlauganótt ókeypis. Vetrarhátíð lýkur með myrkvun götuljósa í miðborginni á sunnudaginn 5. febrúar kl. 21-22.

Síðast uppfært: Mánudagur, 06. febrúar 2017 10:59
Nánar...
 
Úrslit í forvali fyrir Ólympíukeppni í líffræði
Miðvikudagur, 01. febrúar 2017 10:06

Annað forval fyrir Ólympíukeppni í líffræði fór fram 25. janúar og tóku 180 nemendur þátt í keppninni. Árangur nemenda skólans var mjög góður. Af efstu 15 eru 11 úr MR. Við óskum nemendum til hamingju með mjög góðan árangur.

Í efstu sætunum eru

2. Helgi Sigtryggsson 5.X
3. Védís Mist Agnadóttir 5.M
6.-8. Ágúst Pálmason Morthens 5.X
6.-8. Þorsteinn Freygarðsson 4.X
9. Hera Gautadóttir 5.T
10.-13. Garðar Ingvarsson 5.X
10.-13.. Hafdís Haraldsdóttir 5.S
10.-13. Margrét Vala Þórisdóttir 5.Y
10.-13. Þórbergur Bollason 4.U
14.-15. Tinna Reynisdóttir 6.M
14.-15. Viktoría Sif Haraldsdóttir 5.X


Fimmtán stigahæstu komast áfram í keppninni. Þeim verður boðið að sækja æfingabúðir og taka þátt í úrslitakeppni sem haldin verður síðar í vetur.

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 01. febrúar 2017 10:06
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Mars 2017 Next month
    S M Þ M F F L
week 9             1 2 3 4
week 10 5 6 7 8 9 10 11
week 11 12 13 14 15 16 17 18
week 12 19 20 21 22 23 24 25
week 13 26 27 28 29 30 31