mr.is
3.jpg
Fréttir og tilkynningar
Úrslit í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna 2017
Mánudagur, 06. mars 2017 11:07

Úrslitakeppni í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna fór fram laugardaginn 4. mars. Keppendur voru 34 og komu 23 frá MR. MR-ingar stóðu sig afar vel í keppninni. Í sextán efstu sætunum eru tólf nemendur úr MR. Þetta er afar glæsileg frammistaða nemenda skólans eins og sjá má hér að neðan:

Síðast uppfært: Föstudagur, 10. mars 2017 08:08
Nánar...
 
Herranótt
Fimmtudagur, 02. mars 2017 16:52

Föstudaginn 3. mars var frumsýning Herranætur. Þetta er 172. sýning Herranætur. Í ár er Herranótt að setja upp söngleikinn West Side Story eftir Arthur Laurents. West Side Story er einn fragasti og viðamesti söngleikur leikbókmenntanna, byggður á ódauðlegu verki Shakespeares um frægustu elskendur allra tíma, Rómeó og Júlíu.

Síðast uppfært: Föstudagur, 10. mars 2017 08:08
Nánar...
 
Úrslit í Landskeppninni í eðlisfræði
Fimmtudagur, 02. mars 2017 14:51

Úrslit úr forkeppni framhaldsskólanna í eðlisfræði liggja fyrir. Fjórtán nemendum er boðið að taka þátt í úrslitakeppninni sem fram fer í Háskóla Íslands helgina 11. og 12. mars næstkomandi. Árangur nemenda skólans var mjög góður og af efstu sextán í keppninni eru ellefu úr MR.

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 14. mars 2017 22:15
Nánar...
 
Opið hús i MR laugardaginn 11. mars kl. 14-16
Fimmtudagur, 02. mars 2017 09:32

Opið hús verður í Menntaskólanum í Reykjavík laugardaginn 11. mars kl. 14-16. Kynningin er ætluð 10. bekkingum og forráðamönnum þeirra en skólastarf m.a. nám og félagslíf verður kynnt.

Nemendur, kennarar og annað starfsfólk skólans taka á móti gestum og verður þeim boðið að ganga um húsnæði skólans og kynna sér starfið í skólanum. Allir eru hjartanlega velkomnir.

opidhus11mars17

Síðast uppfært: Föstudagur, 10. mars 2017 18:02
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Apríl 2017 Next month
    S M Þ M F F L
week 13                         1
week 14 2 3 4 5 6 7 8
week 15 9 10 11 12 13 14 15
week 16 16 17 18 19 20 21 22
week 17 23 24 25 26 27 28 29
week 18 30