mr.is
4.jpg
Fréttir og tilkynningar
Boxið 2016
Miðvikudagur, 16. nóvember 2016 09:13

Framkvæmdakeppni framhaldsskólanna, Boxið, fór fram í Háskólanum í Reykjavík 12. nóvember. Háskólinn í Reykjavík, Samtök iðnaðarins, Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra framhaldsskólanema standa að Boxinu.

boxid16

Markmið keppninnar er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði, en þar reynir á m.a. samvinnu og útsjónasemi þátttakenda. Menntaskólinn i Reykjavík lenti í 3. sæti af þeim átta skólum sem komust í úrslitin en undankeppni hafði áður farið fram í skólunum á vegum HR. Lið MR var skipað vaskri sveit nemenda sem allir eru í 5.X:

Lilja Ýr Guðmundsdóttir, liðsstjóri
Ásmundur Óskar Ásmundsson
Breki Pálsson
Elvar Wang Atlason
Viktoría Sif Haraldsdóttir

Liðinu er óskað til hamingju með árangurinn. Einnig er öllum sem tóku þátt í undankeppninninni innan skólans þakkað fyrir þátttökuna en hún var óvenju fjölmenn í ár, jöfn og skemmtileg.

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 16. nóvember 2016 09:31
 
Frúardagur
Föstudagur, 11. nóvember 2016 08:58

Frúardagur er nýtt leikfélag í Menntaskólanum í Reykjavík en það var stofnað árið 2010. Leikfélagið frumsýndi 10. nóvember sl. þeirra eigin útgáfu af High School Musical. Söngleikurinn er þriðja sýning leikfélagsins og er í leikstjórn Sigurbjarts Sturlu Atlasonar og Jóhanns Kristófers Stefánssonar en þeir eru báðir nýútskrifaðir úr Listaháskóla Íslands. Tónlistarstjóri er Logi Pedro Stefánsson sem spilar m.a. með hljómsveitinni Retro Stefsson.

Þetta var smellin og vel heppnuð útfærsla nemenda á þessum söngleik og skemmtu áhorfendur sér hið besta á frumsýningunni. Öllum þeim fjölmörgu nemendum sem stóðu að sýningunni er óskað til hamingju með hana.

Síðast uppfært: Mánudagur, 14. nóvember 2016 10:44
 
Eystrasaltskeppnin í stærðfræði
Þriðjudagur, 18. október 2016 16:20

Eystrasaltskeppnin eða Baltic Way 2016 keppnin fer fram 3. til 7. nóvember í Oulu í Finnlandi. Að þessu sinni eru þrír af fimm liðsmönnum Íslands í liðinu nemendur Menntaskólans í Reykjavík. Liðsmenn frá MR eru

Guðjón Helgi Auðunsson 6.X
Elvar Wang Atlason 5.X
Garðar Sigurðarson 6.X
Síðast uppfært: Þriðjudagur, 18. október 2016 17:41
 
Úrslit í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna 2016
Þriðjudagur, 18. október 2016 10:56

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna fór fram 4. október og tóku 377 nemendur frá 20 framhaldsskólum þátt í keppninni. Árangur nemenda skólans var glæsilegur. Af efstu 25 á efra stigi eru 17 úr MR og af efstu 20 á neðra stigi eru 8 úr MR. Við óskum nemendum til hamingju með mjög góðan árangur.

Efst á efra stigi

1. Guðjón Helgi Auðunsson 6.X
2.-3. Elvar Wang Atlason 5.X
4. Garðar Sigurðarson 6.X
5. Breki Pálsson 5.X
6. Þórður Ágústsson 6.X
7. Ari Páll Agnarsson 5.X
8. Davíð Phuong Xuan Nguyen 6.X
9. Sindri Magnússon 6.X
11. Magnús Konráð Sigurðsson 5.M
12. Helgi Sigtryggsson 5.X
13. Ásmundur Óskar Ásmundsson 5.X
14.-17. Inga Guðrún Eiríksdóttir 6.X
14.-17. Róbert Fjölnir Birkisson 6.X
21. Sveinn Þráinn Guðmundsson 6.Y
22.-23. Arngunnur Einarsdóttir 6.X
22.-23. Ingimar Jónsson 5.Y
24.-25. Lilja Ýr Guðmundsdóttir 5.X

Efst á neðra stigi

2. Árni Bjarnsteinsson 4.Y
4. Hrólfur Eyjólsson 4.U
5. Þorsteinn Freygarðsson 4.X
10. Jón Gunnar Hannesson 4.Y
13.-14. Bjarki Snær Magnússon 4.S
13.-14. Sæmundur Guðmundsson IV.C
18.-20. Hlynur Blær Sigurðsson 4.S
18.-20. Sindri Már Hilmarsson 4.Z
Síðast uppfært: Þriðjudagur, 18. október 2016 11:33
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Febrúar 2017 Next month
    S M Þ M F F L
week 5             1 2 3 4
week 6 5 6 7 8 9 10 11
week 7 12 13 14 15 16 17 18
week 8 19 20 21 22 23 24 25
week 9 26 27 28