mr.is
skolastofa.jpg
Fréttir og tilkynningar
Menningarferð til Parísar dagana 16. - 20. mars 2017
Miðvikudagur, 29. mars 2017 09:16

Þann 16. mars síðastliðinn fór 31 frönskunemi á þriðja ári í MR í menningarferð til Parísar. Umsjón með ferðinni hafði Sigurbjörg Gylfadóttir frönskukennari og henni til aðstoðar voru Eydís Guðmundsdóttir frönskukennari og Dagný Broddadóttir námsráðgjafi. Markmið ferðarinnar var að skoða helstu merkisstaði borgarinnar, bragða á franskri matargerð og síðast en ekki síst að tala frönsku við innfædda.

Farið var upp í l'Arc de Triomphe (Sigurbogann) og rölt niður Champs-Elysées breiðgötuna. Einnig var farið í langa skoðunarferð með Brynhildi Jónsdóttur Givelet leiðsögumanni og gengið um 5. hverfið, le Quartier latin (latínuhverfið). Þar bar margt fyrir augu: Sorbonne háskólann, Panthéon grafhýsið og le Jardin des plantes (Plöntugarðurinn). Farið var frá Place de la Bastille og gengið í gegn um le Marais (Mýrina). Síðan fóru nemendur í litlum hópum að Rue de Rivoli, Place des Vosges, Le Centre Georges Pompidou, Les Halles og að L'Hôtel de ville.

Að sjálfsögðu var farið í skoðunarferð á báti (Bateaux Mouches) um Signu, litið var við í Notre-Dame, brunað upp í Eiffelturninn og heilum eftirmiðdegi eytt á Louvre safninu þar sem svo margt bar fyrir augu að of langt mál væri að telja upp hér.

Montmartrehverfið með Sacré-Coeur kirkjunni, málaratorginu (Place du Tertre), víngarðinum, og Moulin Rouge (Rauða Myllan) var heimsótt síðasta daginn og kvöldinu eytt á góðum matsölustað.
Hópurinn var til fyrirmyndar í hvívetna, jákvæður og skemmtilegur og skemmtu sér allir vel.

Paris2017

Hér má sjá fleiri myndir úr ferðinni

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 29. mars 2017 16:54
 
Forritunarkeppnin í HR
Þriðjudagur, 21. mars 2017 13:10

Forritunarkeppni framhaldsskólanna fór fram laugardaginn 18. mars í Háskólanum í Reykjavík. Að þessu sinni kepptu 45 lið í tveimur deildum. Lið frá Menntaskólanum í Reykjavík náði öðru sæti í delta-deildinni en þar keppa nemendur sem eru byrjendur í forritun.

Liðið skipuðu
Elvar Wang Atlason 5.X
Garðar Ingvarsson 5.X
Helgi Sigtryggsson 5.X

Við óskum þeim til hamingju með mjög góðan árangur.

Síðast uppfært: Föstudagur, 24. mars 2017 08:14
 
Íslandsmót iðn- og verkgreina
Mánudagur, 20. mars 2017 15:51

16.-18. mars var haldið Íslandsmót iðn- og verkgreina í Laugardalshöll. Nemendur úr framhaldsskólum kepptu í ýmsum iðn- og verkgreinum. Nemendur frá Menntaskólanum í Reykjavík tóku þátt í mótinu og kepptu í leikjaforritun.

Anna Bjarnsteinsdóttir í 6.X hlaut 2. sæti á Íslandsmótinu í leikjaforritun og óskum við henni til hamingju með góðan árangur.

 
Oslóarferð jarðsöguvals
Mánudagur, 20. mars 2017 09:05

Vikuna 12. - 18. mars fóru 10 nemendur í jarðsöguvali til Osló ásamt 2 kennurum. Þessi ferð er liður í samstarfi Menntaskólans í Reykjavík við Hersleb Videregående Skole í Erasmus+ verkefninu Georesources - Sustainability of a Future Generation in a Changing Environment.

Viðfangsefni ferðarinnar voru bæði á sviði jarðfræði og umhverfismála.
Farið var í heimsókn á jarðfræðisafn Náttúrufræðisafnsins í Osló og fengum þar stutta kynningu á jarðfræði Noregs ásamt því að kynnast hvernig ferlið er frá því að steingervingur finnst og þar til að hann endar á safni. Einnig fórum við í gamlar silfurnámur í Kongsberg.
Við tókum þátt í þverfaglegum degi í Hersleb skólanum þar sem skoðaðar voru leiðir til að minnka plastnotkun, minnka koldíoxíð í andrúmslofti og ýmislegt annað tengt umhverfismálum.

Nemendur okkar stóðu sig einstaklega vel og fengu mikið hrós í öllu því sem þeir tóku sér fyrir

jardsoguvalOslo

 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Júní 2017 Next month
    S M Þ M F F L
week 22                 1 2 3
week 23 4 5 6 7 8 9 10
week 24 11 12 13 14 15 16 17
week 25 18 19 20 21 22 23 24
week 26 25 26 27 28 29 30