mr.is
IMG_8738.JPG
Fréttir og tilkynningar
Esjuganga 2017
Sunnudagur, 24. september 2017 17:04

Nemendur fóru í hana árlegu göngu á Esjuna sunnudaginn 24. september. 177 nemendur tóku þátt í göngunni, 78 úr 4. bekk, 39 úr V. bekk, 20 úr 5. bekk og 40 úr 6. bekk. Veðrið lék ekki beinlínis við hópinn, en þrátt fyrir rigningarsudda þá komu allir eldhressir niður með bros á vör! Vegna veðursins var ákveðið að ganga hefðbundna leið upp að Vaði í stað þess að ganga upp að Steini og síðan sömu leið til baka. Íþróttakennarar skólans sáu um gönguna.

Síðast uppfært: Mánudagur, 25. september 2017 10:48
 
Nýnemaferðin
Mánudagur, 18. september 2017 11:10

Stjórn Skólafélagsins í samráði við stjórn Framtíðarinnar sá um að bjóða nýnemum í ferð að Flúðum helgina 15.-17. september. Faríð var í tveimur hópum, fyrri hópurinn fór á föstudegi og var fram á laugardag en seinni hópurinn fór á laugardegi og var fram á sunnudag. Gist var í félagsheimilinu að Flúðum og voru allir sammála um að vel hafi tekist til. Með nemendum fóru tveir kennarar, forvarnafulltrúi og félagsmálafulltrúi.

busa1

20 20 20
Síðast uppfært: Mánudagur, 18. september 2017 16:37
 
Sinfóníutónleikar
Föstudagur, 15. september 2017 12:32

Nemendum og starfsfólki skólans var boðið í dag á tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborgarsalnum. Á efnisskránni var forleikur Tsjajkovskíjs að Rómeó og Júlíu. Stjórnandi tónleikanna var aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar Yan Pascal Tortelier.

Gestir fengu í upphafi kynningu á söguþræði á áhrifamestu ástarsögu allra tíma, Rómeó og Júlíu eftir William Shakespeare. Í hljómsveitarforleik Tsjajkovskíjs renna form og innihald saman á sérlega vel heppnaðan hátt.

Allir nemendur skólans ásamt kennurum sínum sóttu tónleikana. Nemendur voru til fyrirmyndar og skemmtu sér afar vel. Við þökkum Sinfoníuhljómsveit Íslands og öllum sem stóðu að tónleikunum fyrir greinargóða kynningu og skemmtilega tónleika.

20 20
Síðast uppfært: Föstudagur, 15. september 2017 14:04
 
Gettu betur lið skólans
Þriðjudagur, 12. september 2017 15:25

Forpróf var haldið í síðustu viku til að velja keppnislið skólans sem keppir í spurningakeppninni Gettu betur. 46 nemendur þreyttu prófið og þeir sem höfnuðu í efstu þremur sætunum skipa liðið. Gettu betur lið MR 2017-18 skipa Ása Bergný Tómasdóttir 6.A, Katrín Agla Tómasdóttir 6.Y og Jóhann Páll Einarsson 6.B. Við óskum þeim góðs gengis í vetur.


IMG 1414

 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Desember 2017 Next month
    S M Þ M F F L
week 48                     1 2
week 49 3 4 5 6 7 8 9
week 50 10 11 12 13 14 15 16
week 51 17 18 19 20 21 22 23
week 52 24 25 26 27 28 29 30
week 1 31