Menntaskólinn í
 Reykjavík
  Efna- og eðlisfræði - Nátt 123

Að stilla efnajöfnur

Bruni metangass

Þegar metangas brennur hvarfast það við súrefni og myndar koldíoxíð og vatn. Efnajafnan, sem lýsir hvarfinu, er stillt í nokkrum skrefum:

CH4(g) + O2(g) —> CO2(g) + H2O(g)

Metan Plús Súrefni Ör Koldíoxíð Plús Vatnssameind

Nú á eftir að stilla jöfnuna, það eru ekki jafnmörg atóm af hverri gerð fyrir og eftir hvarfið:

CH4(g) + O2(g) —> CO2(g) + 2H2O(g)

Metan Plús Súrefni Ör Koldíoxíð Plús Vatnssameind Vatnssameind
CH4(g) + 2O2(g) —> CO2(g) + 2H2O(g)

Metan Plús Súrefni Súrefni Ör Koldíoxíð Plús Vatnssameind Vatnssameind

Myndun vatns

Sem kunnugt er þá hvarfast vetni við súrefni og myndar vatn.
Stilltu eftirfarandi jöfnu með því að skrá tölur í reitina framan við tákn sameindanna.
Ef talan 1 á að koma í reit, má hann vera auður.


Vetnissameind Plús Súrefni Ör Vatnssameind

H2(g) + O2(g) —> H2O(l) + orka

Athugasemd:


Myndun ammoníaks

Stilltu eftirfarandi efnajöfnu sem sýnir myndun ammoníaks úr nitri og vetni.


Nitursameind Plús Vetnissameind Ör Ammoníaksameind

N2(g) + H2(g) —> NH3(g) + orka

Athugasemd:


Bruni metanóls

Stilltu eftirfarandi efnajöfnu sem sýnir bruna metanóls í nægu súrefni.


Metanól Plús Súrefni Ör Koldíoxíð Plús Vatnssameind

CH3OH(g) + O2(g) —> CO2(g) + H2O(g) + orka.

Athugasemd:



Fjöldi atóma af hverri gerð fyrir og eftir hvarfið.

  Hvarfefni  Myndefni 
Kolefni, C     
Vetni, H     
Súrefni, O     

Hreinsun kísils

Stilltu eftirfarandi efnajöfnu sem sýnir eitt skrefið í framleiðslu á hreinum kísil. Það felst í því að kísiltetraklóríð hvarfast við magnín en við það myndast magnínklóríð og kísill.

SiCl4(g) + Mg(s) —> MgCl2(s) + Si(l)

Athugasemd:



Fjöldi atóma af hverri gerð fyrir og eftir hvarfið.

  Hvarfefni  Myndefni 
Kísill, Si     
Klór, Cl     
Magnín, Mg     

Myndun fosfórtríhýdríðs

Stilltu eftirfarandi efnajöfnu sem sýnir hvernig kalsínfosfíð hvarfast við vatn og myndar fosfórtríhýdríð og kalsínhydroxíð. Fosfórtríhýdríð er oftast nefnt fosfín.

Ca3P2(s)+ H2O(l) —> PH3(g)+ Ca(OH)2(aq)

Athugasemd:



Fjöldi atóma af hverri gerð fyrir og eftir hvarfið.

  Hvarfefni  Myndefni 
Kalsín, Ca     
Fosfór, P     
Vetni, H     
Súrefni, O     

EFST

© Björn Búi Jónsson, bjornbui@ismennt.is