mr.is
6.jpg
Fréttir og tilkynningar
Norræna keppnin í stærðfræði
Miðvikudagur, 27. apríl 2016 09:45

Norræna stærðfræðikeppnin var haldin 5. apríl. Alls tóku 85 keppendur þátt, þar af 17 frá Íslandi, 14 þeirra úr MR. Í hópi efstu 30 í keppninni voru þrír Íslendingar:

Hjalti Þór Ísleifsson í 6.X frá Menntaskólanum í Reykjavík í 5. sæti
Atli Fannar Franklín frá Menntaskólanum á Akureyri í 11.-14. sæti
Dagur Tómas Ásgeirsson í 6.X frá Menntaskólanum í Reykjavík í 15.-17. sæti

Til hamingju með góðan árangur!

 
Ólympíukeppni í þýsku
Mánudagur, 18. apríl 2016 07:38

Forpróf var haldið í mars fyrir Ólympíukeppni í þýsku á vegum Goethe Institut í Kaupmannahöfn. Þeir sem lentu í efstu tveimur sætunum fá boð um að taka þátt í Ólympíukeppninni sem verður haldin í Berlín 17.-30. júlí.

Í forkeppninni lentu eftirtaldir nemendur skólans í efstu sætunum:

1. sæti: Védís Helgadóttir í 5.S
2. sæti: Guðmundur Bjartur Einisson í 4.C

3. sæti: Björn Ingi Jónsson í 5.B

Guðmundur Bjartur og Björn Ingi fengu mánaðardvöl þýska sendiráðsins í verðlaun fyrir frammistöðu sína í þýskuþrautinni. Védísi og Höllu Hauksdóttur í 5.A sem lenti í 4. sæti er boðið að vera fulltrúar Íslands í Ólympíukeppninni. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 20. apríl 2016 14:16
 
Frönskukeppni 2016
Föstudagur, 15. apríl 2016 18:07

Árleg frönskukeppni framhaldsskólanema fór fram 12. mars. Keppnin var haldin í tilefni af viku franskrar tungu (la semaine de la francophonie) og er samstarfsverkefni Félags frönskukennara á Íslandi, Alliance française og Sendiráðs Frakklands á Íslandi. Þátttakendur í keppninni komu frá sex skólum og sýndu þeir myndbönd út frá þemanu „ Hvað er franskan og Frakkland fyrir þér“. Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir í 5.A lenti í 3.-4. sæti. Við óskum henni til hamingju.

Síðast uppfært: Föstudagur, 15. apríl 2016 18:24
 
Þýskuþraut 2016
Föstudagur, 15. apríl 2016 13:49

Þýskuþraut fór fram fimmtudaginn 25. febrúar 2016. Keppendur voru samtals 52 úr 6 skólum, FAS, FS, Kvennó, MA, MH og MR. Frá MR tóku 34 nemendur þátt í þýskuþrautinni.

12 nemendur frá MR lentu í fyrstu 20 sætunum. Tveir nemendur frá MR hljóta ferðaverðlaun. Birni Inga Jónssyni í fyrsta sæti og Guðmundi Bjarti Einissyni í öðru sæti er boðið í mánaðardvöl til Þýskalands í boði þýskra stjórnvalda. Viðurkenningar eru veittar fyrir 20 bestu úrlausnir. Nemendur skólans í þeim hópi eru:

Björn Ingi Jónsson 5.B í 1. sæti

Guðmundur Bjartur Einisson 4.C í 2. sæti

Elín Edda Guðmundsdóttir 4.M í 5. sæti

Ingvi Karl Jónsson 4.M í 6. sæti

Garðar Ingvarsson 4.S í 7. sæti

Marta María Halldórsdóttir 5.U í 8. sæti

Védís Helgadóttir 5.S í 10. sæti

Oddur Áskell Thoroddsen 4.M í 14. sæti

Kinga Sofia Demeny 5.T í 15. sæti

Margrét Kristín Kristjánsdóttir 4.M í 16. sæti

Bergþór Snær Jónasson 5.X í 18. sæti

Róbert Elís Villalobos 4.M í 20. sæti

Til hamingju með frábæran árangur! Verðlaunaafhending verður auglýst síðar.

Síðast uppfært: Föstudagur, 15. apríl 2016 15:39
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Apríl 2016 Next month
    S M Þ M F F L
week 13                     1 2
week 14 3 4 5 6 7 8 9
week 15 10 11 12 13 14 15 16
week 16 17 18 19 20 21 22 23
week 17 24 25 26 27 28 29 30