mr.is
fidluball.jpg
Fréttir og tilkynningar
Eystrasaltskeppnin í stærðfræði
Föstudagur, 27. nóvember 2015 09:31

Eystrasaltskeppnin í stærðfræði fór fram í Stokkhólmi í Svíþjóð dagana 5. til 9. nóvember 2015. Eystrasaltskeppnin er liðakeppni með 20 dæmum sem skiptast í fjóra flokka, algebru, rúmfræði, fléttufræði og talnafræði.

Að þessu sinni voru þrír af fimm liðsmönnum í liðinu nemendur Menntaskólans í Reykjavík,

  1. Dagur Tómas Ásgeirsson 6.X
  2. Hjalti Þór Ísleifsson 6.X
  3. Stefanía Katrín Finnsdóttir 6.X.

Auk þess voru Jóhann Ólafur Sveinbjarnarson og Sindri Unnsteinsson frá MA í liðinu.

Af 12 þjóðum var íslenska liðið í 11. sæti. Ísland var í neðsta sæti 2010 en þá var keppnin haldin hér í MR, í 8. sæti árið 2011, í neðsta sæti 2012, árið 2013 deildu Ísland og Noregur neðsta sætinu og árið 2014 í 7. sæti þegar Ísland náði sínum besta árangri.

Síðast uppfært: Föstudagur, 27. nóvember 2015 09:32
 
Frúardagur
Föstudagur, 06. nóvember 2015 15:45

Frúardagur er nýtt leikfélag í Menntaskólanum í Reykjavík. Það var stofnað árið 2010 og frumsýndu 6. nóvember sl. söngleikinn Ástin er diskó, lífið er pönk eftir Hallgrím Helgason. Söngleikurinn er önnur sýning leikfélagsins og er í leikstjórn Evu Halldóru Guðmundsdóttur og Guðmundar Felixsonar.

Söngleikurinn Ástin er diskó, lífið er pönk var fyrst settur á svið í Þjóðleikhúsinu árið 2008. Hér birtist þó töluvert breytt útgáfa af verki Hallgríms Helgasonar, staðfærð og nútímavædd útgáfa sem leikstjórar verksins og hópurinn allur hjálpaðist að við að semja. Þetta er vel heppnuð sýning og skemmtun og er öllum aðstandendum þakkað og nemendum óskað til hamingju með hversu vel tókst til.

Auk frumsýningar verða sýningar dagana 8., 13., 15. og 21. nóvember. Sýningar fara fram í Bæjarbíói í Hafnafirði og allar sýningar hefjast kl. 20. Miðasala fer fram í Casa Nova og á vefnum Miðasala. Miðaverð fyrir nemendur skólans er kr. 1.500 og 2.000 fyrir aðra.

Síðast uppfært: Mánudagur, 09. nóvember 2015 09:15
 
Úrslit í stærðfræðikeppni framhaldsskólann 2015
Miðvikudagur, 21. október 2015 08:38

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna fór fram 6. október og tóku 319 nemendur þátt í keppninni. Árangur nemenda skólans var afar glæsilegur. Af efstu 22 á efra stigi eru 16 úr MR og af efstu 25 á neðra stigi eru 14 úr MR. Við óskum nemendum til hamingju með mjög góðan árangur.

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 22. október 2015 15:59
Nánar...
 
Verkfallslotu SFR lýkur þriðjudagskvöld
Þriðjudagur, 20. október 2015 17:27

Að lokinni verkfallslotu síðustu fjóra daga verður kennt næstu daga skv. stundatöflu. Þó fellur niður kennsla í fyrsta tíma miðvikudaginn 21. október í íþróttum hjá stúlkum í 4.X þar sem íþróttahús verður ræst í þeim tíma.

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 20. október 2015 17:28
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Nóvember 2015 Next month
    S M Þ M F F L
week 45 1 2 3 4 5 6 7
week 46 8 9 10 11 12 13 14
week 47 15 16 17 18 19 20 21
week 48 22 23 24 25 26 27 28
week 49 29 30