mr.is
9.jpg
Fréttir og tilkynningar
Eystrasaltskeppnin í stærðfræði
Þriðjudagur, 18. október 2016 16:20

Eystrasaltskeppnin eða Baltic Way 2016 keppnin fer fram 3. til 7. nóvember í Oulu í Finnlandi. Að þessu sinni eru þrír af fimm liðsmönnum Íslands í liðinu nemendur Menntaskólans í Reykjavík. Liðsmenn frá MR eru

Guðjón Helgi Auðunsson 6.X
Elvar Wang Atlason 5.X
Garðar Sigurðarson 6.X
Síðast uppfært: Þriðjudagur, 18. október 2016 17:41
 
Úrslit í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna 2016
Þriðjudagur, 18. október 2016 10:56

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna fór fram 4. október og tóku 377 nemendur frá 20 framhaldsskólum þátt í keppninni. Árangur nemenda skólans var glæsilegur. Af efstu 25 á efra stigi eru 17 úr MR og af efstu 20 á neðra stigi eru 8 úr MR. Við óskum nemendum til hamingju með mjög góðan árangur.

Efst á efra stigi

1. Guðjón Helgi Auðunsson 6.X
2.-3. Elvar Wang Atlason 5.X
4. Garðar Sigurðarson 6.X
5. Breki Pálsson 5.X
6. Þórður Ágústsson 6.X
7. Ari Páll Agnarsson 5.X
8. Davíð Phuong Xuan Nguyen 6.X
9. Sindri Magnússon 6.X
11. Magnús Konráð Sigurðsson 5.M
12. Helgi Sigtryggsson 5.X
13. Ásmundur Óskar Ásmundsson 5.X
14.-17. Inga Guðrún Eiríksdóttir 6.X
14.-17. Róbert Fjölnir Birkisson 6.X
21. Sveinn Þráinn Guðmundsson 6.Y
22.-23. Arngunnur Einarsdóttir 6.X
22.-23. Ingimar Jónsson 5.Y
24.-25. Lilja Ýr Guðmundsdóttir 5.X

Efst á neðra stigi

2. Árni Bjarnsteinsson 4.Y
4. Hrólfur Eyjólsson 4.U
5. Þorsteinn Freygarðsson 4.X
10. Jón Gunnar Hannesson 4.Y
13.-14. Bjarki Snær Magnússon 4.S
13.-14. Sæmundur Guðmundsson IV.C
18.-20. Hlynur Blær Sigurðsson 4.S
18.-20. Sindri Már Hilmarsson 4.Z
Síðast uppfært: Þriðjudagur, 18. október 2016 11:33
 
Erasmus ferð til Grikklands
Mánudagur, 17. október 2016 10:43

Tíu nemendur og fimm kennarar skólans sóttu í haust fund í Erasmus+ verkefninu, Water, a European Task in a Global Challenge, sem haldinn var í Katerini í Grikklandi. Fundinn sóttu um 70 nemendur og kennarar frá átta löndum. Á fundinum kynntu nemendur verkefni sín um heilsumeðferðir tengdar vatni og um hagræna þætti vatns og farið var í fjölda kynnisferða á sögufræga og markverða staði í Makedóníu-héraði. Í þorpinu Díon, sem er við rætur Ólympsfjallsins, voru skoðaðar minjar um forna borg og helgidóm Seifs. Farið var í vettvangsferðir að Haliakmon stíflunni, en Haliakmon er lengsta á Grikklands, að Edessa fossunum og í Pozar heilsuböðin. Góð kynni tókust með þátttakendum frá hinum ólíku löndum þar sem næg tækifæri buðust til að spreyta sig á hinum ýmsu tungumálum og kom hópurinn ánægður heim með lærdómsríka reynslu í farteskinu. Verkefnið er styrkt af Erasmus+.

Grikkland2016

Sjá fleiri myndir hér

 
Vegleg gjöf frá Foreldrafélaginu
Miðvikudagur, 12. október 2016 12:15

Stjórn Foreldrafélagsins hefur fært skólanum hjartastuðtæki frá fyrirtækinu Healthaco. Tækinu hefur verið valinn staður miðsvæðis innan húsnæðis skólans og er á ganginum á 2. hæð í Casa Christi gegnt póstkössum starfsmanna skólans. Bjargráður, félag læknanema, er með skyndihjálparnámskeið hjá nýnemum í lífsleiknitímum þar sem m.a. verður rætt um notkun tækisins og starfmönnum skólans verður kynnt notkun tækisins á sérstökum fræðslufundi. Skólinn færir stjórn Foreldrafélagsins innilegar þakkir fyrir þessa veglegu gjöf.

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 12. október 2016 12:15
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Október 2016 Next month
    S M Þ M F F L
week 39                         1
week 40 2 3 4 5 6 7 8
week 41 9 10 11 12 13 14 15
week 42 16 17 18 19 20 21 22
week 43 23 24 25 26 27 28 29
week 44 30 31