mr.is
IMG_6598.JPG
Fréttir og tilkynningar
Sumarlokun skrifstofu skólans
Föstudagur, 26. júní 2015 16:17

Skrifstofa skólans verður lokuð vegna sumarleyfa frá mánudeginum 29. júní til föstudagsins 31. júlí. Hún opnar aftur að loknu sumarleyfi eftir verslunarmannahelgina þriðjudaginn 4. ágúst.

Innritun er lokið í 3. bekk. Nýnemum sem var boðin skólavist hefur verið sent bréf með upplýsingum um upphaf skólaárs og bóksölu. Þeir eru beðnir um að staðfesta skólavist sína með því að greiða greiðsluseðil sem fylgdi með bréfinu eigi síðar en 2. júlí til að unnt verði að afgreiða umsóknir nemenda af biðlistum.

Eldri nemendum skólans hafa verið sendir greiðsluseðlar sem birtast í heimabönkum þeirra og er eindagi greiðsluseðils 4. ágúst.

Gleðilegt sumar.

Síðast uppfært: Föstudagur, 26. júní 2015 16:21
 
19. júní
Föstudagur, 19. júní 2015 07:51

Fyrir einni öld staðfesti konungur lög frá Alþingi sem færðu um tólfþúsund íslenskum konum, sem voru 40 ára og eldri, kosningarétt til Alþingis.

Lögin færðu einnig kosningarétt um fimmtánhundruð vinnumönnum, sem voru 40 ára og eldri, og líka um þúsund karlmönnum sem áður höfðu ekki haft réttinn vegna skilyrða um útsvarsgreiðslu.

19. júní hefur verið kallaður kvennadagurinn og kvenréttindadagurinn frá árinu 1915. Þann dag hafa íslenskar konur og íslensk kvennahreyfing litið til baka og glaðst yfir fengnum rétti.

Sama dag fyrir 100 árum var gefinn út konungsúrskurður þar sem fáninn var formlega staðfestur sem sérfáni Íslendinga. Íslenski fáninn er þjóðfáni Íslands. Það var Matthías Þórðarson, er síðar varð þjóðminjavörður, sem sýndi Stúdentafélagi Reykjavíkur hugmynd sína að fánanum árið 1906. Fáninn var hvítur kross á bláum feldi með rauðum krossi innan í hvíta krossinum. Litirnir áttu að tákna fjallablámann, ísinn og eldinn. Þjóðfáninn var svo opinberlega staðfestur með konungsúrskurði þann 19. júní 1915.

Í tilefni dagsins verður skrifstofa skólans lokuð eftir hádegi 19. júní.

Til hamingju með daginn!

Síðast uppfært: Föstudagur, 19. júní 2015 09:59
 
Innritun nýnema í 3. bekk
Miðvikudagur, 17. júní 2015 10:00

Innritun í framhaldsskóla lauk í gær. Aðsókn að skólanum var mjög góð og er umsækjendum þakkað fyrir áhuga þeirra á að stunda nám við Menntaskólann í Reykjavík. Í ljósi þess að ársnemendum skólans var fækkað við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2015 eru aðeins innritaðir nemendur í 8 bekki í stað 9 til 10 bekki eins og verið hefur undanfarin ár. Í vor sóttu 226 um skólann sem 1. val og 173 í 2. val. Innritað var í einn bekk á málabraut og 7 bekki á náttúrufræðibraut, alls 202 nýnemar.

Síðast uppfært: Föstudagur, 19. júní 2015 07:53
Nánar...
 
Dimission 2015
Þriðjudagur, 02. júní 2015 09:15

Dimission 6. bekkinga fór fram þann 22. apríl. Þetta var ánægjulegur dagur fyrir bæði nemendur og kennara.

Síðast uppfært: Föstudagur, 19. júní 2015 07:54
Nánar...
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Júlí 2015 Next month
    S M Þ M F F L
week 27             1 2 3 4
week 28 5 6 7 8 9 10 11
week 29 12 13 14 15 16 17 18
week 30 19 20 21 22 23 24 25
week 31 26 27 28 29 30 31