mr.is
4.jpg
Fréttir og tilkynningar
Kórferð til Berlínar 8. - 12. júní
Fimmtudagur, 15. júní 2017 14:06
alt

Kór Menntaskólans fór í vel heppnaða tónleikaferð til Berlínar dagana 8. - 12. júní. Farið var í skemmtilega skoðunarferð um borgina og ýmis söfn skoðuð.

alt

Fyrstu tónleikar ferðarinnar voru í sendiráði Íslands og eftir tónleikana fékk kórinn skoðunarferð um sendiráðið. Daginn eftir var sungið í messu í St. Marienkirche þar sem kórinn fékk að njóta sín í fallegum hljómburði kirkjunnar. Síðustu tónleikar ferðarinnar voru í Martinuskirche í Tegel og voru tónleikagestir afar ánægðir með tónleikana. Einnig söng kórinn í lestum og strætóum og gladdi marga Berlínarbúa sem voru á leið til eða frá vinnu.

alt alt
Síðast uppfært: Fimmtudagur, 15. júní 2017 14:42
 
Sr. Hjálmari Jónssyni færðar þakkir skólans
Þriðjudagur, 30. maí 2017 10:08

Sl. sunnudag hélt sr. Hjálmar Jónsson kveðjumessu sína en hann lætur af störfum um næstu mánaðamót. Af því tilefni færði rektor honum kveðju og þakklæti skólans. Hann hefur frá árinu 2001 tekið á móti nemendum og starfsfólki skólans við skólasetningu og jólamessu. Sr. Hjálmari er sérstaklega þakkað fyrir góðar móttökur nemenda og starfsfólks í Dómkirkjunni og ánægjulegt samstarf á liðnum árum.

srHjalmar

 
Skólaslit 2017
Laugardagur, 27. maí 2017 15:49

Menntaskólanum í Reykjavík var slitið föstudaginn 26. maí í 171. sinn. Brautskráðir voru 202 nýstúdentar.

Dux2017
Dúx árgangsins, Guðrún Sólveig Sigríðardóttir, tekur við verðlaunum við skólaslit skólans.

Dúx árgangsins er Guðrún Sólveig Sigríðardóttir í 6.S með ágætiseinkunn 9,87 og er þetta fjórða hæsta einkunn sem gefin hefur verið á stúdentsprófi frá skólanum. Semidúx er Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir í 6.A með ágætiseinkunn 9,83. Aðrir nýstúdentar með ágætiseinkunn eru

Liina Björg Laas Sigurðardóttirí 6.U með ágætiseinkunn 9,76
Inga Guðrún Eiríksdóttir í 6.X með ágætiseinkunn 9,72
Sindri Magnússon í 6.X með ágætiseinkunn 9,48
Halla Hauksdóttir í 6.A með ágætiseinkunn 9,41
Hákon Örn Grímsson í 6.S með ágætiseinkunn 9,26
Elsa Jónsdóttir í 6.S með ágætiseinkunn 9,14
Matthildur María Rafnsdóttir í 6.A með ágætiseinkunn 9,14
Þórður Ágústsson í 6.X með ágætiseinkunn 9,10
Garðar Sigurðarson í 6.X með ágætiseinkunn 9,07

Síðast uppfært: Föstudagur, 02. júní 2017 14:55
Nánar...
 
Verðlaunaathöfn á Hátíðasal 23. maí
Þriðjudagur, 23. maí 2017 21:56

Að lokinni einkunnaafhendingu í IV., 4. og 5. bekk þriðjudaginn 23. maí var haldin athöfn á Hátíðasal. Nemendum sem skarað höfðu fram úr í námi svo og embættismönnum í IV., 4. og 5. bekk var boðið að sækja athöfnina. Rektor ræddi um skólastarfið á liðnum vetri en í haust voru innritaðir nemendur í skólanum 850. Félagslíf nemenda var blómlegt að vanda og tókst afar vel. Einnig þakkaði rektor nemendum aðstoð við kynningar á skólanum fyrir 10. bekkinga við opið hús og í heimsóknum þeirra í skólann.

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 23. maí 2017 21:59
Nánar...
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Júní 2017 Next month
    S M Þ M F F L
week 22                 1 2 3
week 23 4 5 6 7 8 9 10
week 24 11 12 13 14 15 16 17
week 25 18 19 20 21 22 23 24
week 26 25 26 27 28 29 30