mr.is
1.jpg
Fréttir og tilkynningar
Þýskuþraut 2014
Mánudagur, 14. apríl 2014 12:17

Þýskuþraut fór fram fimmtudaginn 6. mars. Keppendur voru samtals 91 úr 7 skólum og komu 69 frá MR.

Viðurkenningar eru veittar fyrir 20 bestu úrlausnirnar í þrautinni. Þar af fá tveir þátttakendur 4ra vikna dvöl í Þýskalandi í boði PAD (Pädagogischer Ausstauschdienst Deutschlands). Einn þátttakandi fær 3ja vikna dvöl í "Eurocamp" sem eru nokkurs konar sjálfboðaliðabúðir fyrir ungt fólk alls staðar að í Evrópu.

Verðlaunaafhending verður auglýst síðar.

Nemendur skólans í efstu tuttugu sætunum eru:

Þórhallur Sigurjónsson, 5. R, 3. sæti
Kristín Björg Bergþórsdóttir, 5. X, 6. sæti
Páll Ársæll Hafstað, 5. S, 9. sæti
Arnór Kristmundsson, 5. M, 10.-11. sæti
Sólveig Bjarnadóttir, 5. X, 12.-13. sæti
Elín Edda Þorsteinsdóttir, 5. Z, 12.-13. sæti
Jón Hlöðver Friðriksson, 5. S, 14.-15. sæti
Ómar Páll Axelsson, 5. Z, 16.-17. sæti
Jóhann Ragnarsson, 5. S, 18. sæti
Matthias Baldursson, 4.S, 19.-20. sæti

Við óskum nemendum okkar til hamingju með mjög góðan árangur í þýskuþrautinni.

Tveir verðlaunahafar í Þýskuþrautinni hafa fengið styrk frá Félagi Þýzkukennara til þess að fara í í 3ja og 4ra vikna ferð til Þýskalands í sumar. Ferðirnar eru afar vel skipulagðar af Þjóðverjum og er allur kostnaður greiddur.

Þórhallur Sigurjónsson 5.R fer í 4ra vikna ferð og Páll Ársæll Hafstað 5.S fer í 3ja vikna alþjóðlegar sumarbúðir í Sachsen Anhalt.

 

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 16. apríl 2014 12:11
 
Dimission 2014
Föstudagur, 11. apríl 2014 17:31

Dimission 6. bekkinga fór fram þ. 11. apríl. Þetta var ánægjulegur dagur fyrir bæði nemendur og kennara. 190 stúdentsefni ganga undir stúdentspróf í vor. Brautskráning stúdenta verður föstudaginn 30. maí.

 
Ráðstafanir að loknu verkfalli
Mánudagur, 07. apríl 2014 07:14

Á fundi með starfsmönnum skólans og í samráði við stjórnir nemendafélaganna var samþykkt að ljúka skólaárinu með eftirtöldum breytingum:

6. bekkur

Próf sem áttu að vera um síðustu helgi verða haldin á eftirfarandi tímum:

1. Listasaga verður miðvikudaginn 16. apríl kl. 15-17.
2. Sálfræði verður mánudaginn 14. apríl kl. 17-19.
3. Tölvufræði verður mánudaginn 14. apríl kl. 8-10.
4. Spænska II verður þriðjudaginn 15. apríl kl. 15-18.
(Sjá nánar próftöflu hér til hliðar)

Viðbótarkennsludagar verða eftirtaldir

1. Laugardagur 12. apríl og kennt skv. fimmtudagsstundatöflu.
2. Mánudagur 14. apríl og kennt skv. mánudagsstundatöflu og kennt til kl. 14:45 en haldin verður æfing í Háskólabíói kl. 15-16.
3. Þriðjudagur 15. apríl og kennt skv. þriðjudagsstundatöflu.
4. Miðvikudagur 16. apríl og kennt skv. miðvikudagsstundatöflu.

Dimission verður í 2.-4. tíma föstudaginn 11. apríl en áðurútgefin próftafla verður að öðru leyti óbreytt.

3., 4. og 5. bekkur

Sömu kennsludagar og í 6. bekk en við bætist

5. Fimmtudagur 24. apríl og verður kennt skv. föstudagsstundatöflu.

Rektor

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 10. apríl 2014 22:02
 
Ólympíulið Íslands í efnafræði
Fimmtudagur, 03. apríl 2014 09:49

Ólympíuleikarnir í efnafræði fara fram í Hanoi í Víetnam dagana 20.-29. júlí í sumar.  Í Ólympíuliðinu eru fjórir nemendur þar af eru þrír nemendur skólans:

  1. Árný Jóhannesdóttir, 6.M
  2. Jóhann Ragnarsson, 5.S
  3. Jón Hlöðver Friðriksson, 5.S

Við óskum þeim innilega til hamingju með frábæran árangur í úrslitakeppni framhaldsskólanna í efnafræði og óskum þeim góðs gengis á Ólympíuleikunum í sumar.

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 03. apríl 2014 09:50
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Apríl 2014 Next month
    S M Þ M F F L
week 14         1 2 3 4 5
week 15 6 7 8 9 10 11 12
week 16 13 14 15 16 17 18 19
week 17 20 21 22 23 24 25 26
week 18 27 28 29 30