mr.is
10.jpg
Fréttir og tilkynningar
Skólaslit 2017
Laugardagur, 27. maí 2017 15:49

Menntaskólanum í Reykjavík var slitið föstudaginn 26. maí í 171. sinn. Brautskráðir voru 202 nýstúdentar.

Dúx árgangsins er Guðrún Sólveig Sigríðardóttir í 6.S með ágætiseinkunn 9,87 og er þetta fjórða hæsta einkunn sem gefin hefur verið á stúdentsprófi frá skólanum. Semidúx er Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir í 6.A með ágætiseinkunn 9,83. Aðrir nýstúdentar með ágætiseinkunn eru

Liina Björg Laas Sigurðardóttirí 6.U með ágætiseinkunn 9,76
Inga Guðrún Eiríksdóttir í 6.X með ágætiseinkunn 9,72
Sindri Magnússon í 6.X með ágætiseinkunn 9,48
Halla Hauksdóttir í 6.A með ágætiseinkunn 9,41
Hákon Örn Grímsson í 6.S með ágætiseinkunn 9,26
Elsa Jónsdóttir í 6.S með ágætiseinkunn 9,14
Matthildur María Rafnsdóttir í 6.A með ágætiseinkunn 9,14
Þórður Ágústsson í 6.X með ágætiseinkunn 9,10
Garðar Sigurðarson í 6.X með ágætiseinkunn 9,07

Kór Menntaskólans í Reykjavík söng við athöfnina undir stjórn Kára Þormar. Birkir Örn Hafsteinssoní 6.R spilaði á klarinett fyrstu tvo kafla úr Dance Preludes eftir Witold Lutoslawski og Gunnar Kristinn Óskarsson í 6.X lék á trompet konsert Etýðu eftir Goedicke. Kári Þormar lék undir með þeim á píanó. Tónlistarflutningur þeirra var afar glæsilegur.

Fjölmargir afmælisstúdentar voru viðstaddir athöfnina. Rektor þakkaði afmælisstúdentum velvilja þeirra og vináttu og fyrir góðar gjafir. Við athöfnina fluttu fulltrúar afmælisstúdenta ræður. Sigurður Pálsson 50 ára júbilant flutti ræðu og Ingibjörg Þórðardóttir talaði fyrir hönd 25 ára júbilanta. Benedikt Jóhannesson flutti ræðu fyrir hönd Hollvinafélags Menntaskólans í Reykjavík. Hollvinafélagið og fjölmargri afmælisárgangar færðu skólanum góðar gjafir. Rektor þakkaði afmælisstúdentum velvilja þeirra og vináttu. Hann þakkaði fyrir myndarlegar gjafir og ítrekaði að stuðningur þeirra væri skólanum ómetanlegur.

Marta Konráðsdóttir líffræðikennari fagnaði þeim áfanga að hafa starfað við skólann í aldarfjórðung. Ástríður Ebba Arnórsdóttir dönskukennari, Knútur Hafsteinsson íslenskukennari og Marta Konráðsdóttir líffræðikennari láta af störfum eftir þetta skólaár. Rektor þakkaði þeim fyrir langa og dygga þjónustu við skólann og óskaði þeim og fjölskyldum þeirra farsældar á komandi árum.

Að lokum óskaði rektor foreldrum og öðrum vandamönnum nýstúdenta til hamingju með daginn og flutti nýstúdentum heillaóskir frá skólanum og starfsfólki hans. Rektor sleit síðan skólanum í síðasta sinn sem rektor skólans.

Síðast uppfært: Laugardagur, 27. maí 2017 15:50
 
Verðlaunaathöfn á Hátíðasal 23. maí
Þriðjudagur, 23. maí 2017 21:56

Að lokinni einkunnaafhendingu í IV., 4. og 5. bekk þriðjudaginn 23. maí var haldin athöfn á Hátíðasal. Nemendum sem skarað höfðu fram úr í námi svo og embættismönnum í IV., 4. og 5. bekk var boðið að sækja athöfnina. Rektor ræddi um skólastarfið á liðnum vetri en í haust voru innritaðir nemendur í skólanum 850. Félagslíf nemenda var blómlegt að vanda og tókst afar vel. Einnig þakkaði rektor nemendum aðstoð við kynningar á skólanum fyrir 10. bekkinga við opið hús og í heimsóknum þeirra í skólann.

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 23. maí 2017 21:59
Nánar...
 
Auglýsing um endurtektarpróf 2017
Þriðjudagur, 23. maí 2017 15:56

Yfirlit endurtektarprófa er að finna í valmyndinni til hægri >>>

 
Skólaslit verða í Háskólabíói föstudaginn 26. maí kl. 14
Miðvikudagur, 17. maí 2017 08:49

Skólaslit Menntaskólans í Reykjavík og brautskráning stúdenta fer fram í Háskólabíói föstudaginn 26. maí kl. 14. Fulltrúar afmælisstúdenta sem óska eftir að vera viðstaddir athöfnina eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu skólans. Stúdentsefni eru beðin um að mæta fyrir kl. 13:30.

 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Maí 2017 Next month
    S M Þ M F F L
week 18     1 2 3 4 5 6
week 19 7 8 9 10 11 12 13
week 20 14 15 16 17 18 19 20
week 21 21 22 23 24 25 26 27
week 22 28 29 30 31