mr.is
namid.jpg
Fréttir og tilkynningar
Styrkur til MR frá Landskrifstofu Erasmus+
Þriðjudagur, 27. september 2016 20:16

Menntaskólinn í Reykjavík hlaut í dag styrk frá Landskrifstofu Erasmus+ til verkefnis á sviði nýtingu jarðefna og sjálfbærni. Styrkupphæðin nemur 46 þúsund evrum og var hæsti styrkurinn sem Landskrifstofan úthlutaði í dag.

Umsjón með verkefninu hefur Sigríður Árnadóttir jarðfræðikennari skólans en það er unnið í samstarfi við Hersleb Gymnasium í Ósló í Noregi. Þetta verkefni er til þriggja ára þar sem nemendur frá Hersleb koma til Íslands til að kynnast jarðfræði Íslands og þá sérstaklega jarðhita og nýtingu hans. Nemendur Menntaskólans í Reykjavík fara svo til Óslóar og vinna að verkefni tengt loftslagsbreytingum og orku. Verkefninu er ætlað að dýpka skilning nemenda á jarðfræði og jarðsögu og skoða áhrif loftslagbreytinga á samfélagið.

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 28. september 2016 08:46
 
Minningarathöfn um Pourquoi pas?
Sunnudagur, 25. september 2016 11:23

Fimmtudaginn 16. september var tveimur nemendum Menntaskólans í Reykjavík boðið að taka þátt í minningarathöfn um franska, lækninn, leiðangursstjórann og heimskautafarann Jean-Baptiste Charcot og áhöfn hans af franska rannsóknaskipinu Pourquoi pas?. Þá voru 80 ár liðin frá því Pourquoi pas? fórst við skerið Hnokka í Straumfirði á Mýrum í aftakaveðri og fórust 40 skipverjar en aðeins einn maður komst lífs af. Dagmar Óladóttir 6B og Sólveig Hilmarsdóttir 6A lögðu blómsveig frá Íslendingum við minningarvörðu um Pourquoi pas? í Straumfirði.

MinningarathofnPP

Viðstaddir athöfnina voru meðal annarra afkomendur J.B. Charcot, fulltrúar franska sendiráðsins, og vinafélags Charcots og Pourquoi pas?, tíu skipverjar af nýja franska rannsóknaskipinu Pourquoi pas?, fulltrúar Björgunarfélags Akraness og Landhelgisgæslunnar og afkomendur Kristjáns Þórólfssonar sem bjargaði eina skipverjanum sem komst af.

MinningarathofnPP2

Síðast uppfært: Mánudagur, 26. september 2016 16:19
 
Gönguferð MRinga frá Úlfljótsvatni
Sunnudagur, 11. september 2016 19:55

Sunnudaginn 11 . september gengu tæplega 170 nemendur og 9 starfsmenn skólans frá Úlfljótsvatni í Grafningi að Skólaseli skólans í Reykjakoti við Hveragerði. Vegna hjólreiðaviðburðarins Tour of Reykjavík þennan sama morgun tafðist brottför vegna óvæntra lokana á götum í nágrenni skólans. Lagt var af stað í gönguna frá Útilífsmiðstöð skátanna að Úlflljótsvatni og gengið að Skógarnefi og síðan upp með Fossá að fjárrétt Grafningsmanna á Selflötum. Þá var haldið upp á Úlfljótsselsfjall og áfram eftir melum og síðan upp á Dagmálafell.

Síðast uppfært: Sunnudagur, 25. september 2016 11:26
Nánar...
 
Gönguferðin frá Úlfljótsvatni
Laugardagur, 10. september 2016 16:22

Sunnudaginn 11. september verður farið í gönguferð frá Úlfljótsvatni að Selinu með nemendur í efstu þremur árgöngum skólans. Vegna hjólreiðaviðburðarins Tour of Reykjavik eru lokanir á götum í nágrenni skólans. Af þeim sökum verður farið frá Umferðarmiðstöðinni BSÍ í stað þess að fara frá skólanum. Nemendur eru beðnir um að mæta tímanlega en brottför er áætluð kl. 9.

Síðast uppfært: Laugardagur, 10. september 2016 17:28
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month September 2016 Next month
    S M Þ M F F L
week 35                 1 2 3
week 36 4 5 6 7 8 9 10
week 37 11 12 13 14 15 16 17
week 38 18 19 20 21 22 23 24
week 39 25 26 27 28 29 30