mr.is
3.jpg
Fréttir og tilkynningar
Herranótt
Föstudagur, 27. febrúar 2015 09:24

Í dag föstudaginn 27. febrúar er frumsýning Herranætur. Þetta er 170. sýning Herranætur og sýna nemendur rokksöngleikinn Vorið Vakn­ar eft­ir Duncan Sha­eik og Steven Sa­ter en hann er byggður á sam­nefndu leik­verki eft­ir Frank Wedekind sem kom út árið 1891. Wedekind var eitt vin­sæl­asta og mest leikna leik­skáldið á fyrstu ára­tug­um 20. ald­ar í Þýskalandi. Söng­leik­ur­inn var frum­sýnd­ur á Broadway árið 2006 og sópaði að sér virt­um verðlaun­um. Þá hef­ur verkið nokkr­um sinn­um verið sett upp hér á landi, síðast af Leik­fé­lagi Reykja­vík­ur árið 1999.

List­rænir stjórn­end­ur sýn­ing­arinnar eru Stef­án Hallur Stefánsson, leikstjóri, Há­kon Jó­hann­es­son, aðstoðarleik­stjóri, Krist­ína R Berm­an, út­lits­hönnuður, Hall­ur Ing­ólfs­son, tón­list­ar­stjóri og Þórey Birg­is­dótt­ir og Bryn­hild­ur Karls­dótt­ir, dans­höf­und­ar.

Söngleikurinn er ádeilu­verk sem fjall­ar um ung­linga að reyna að fóta sig í heimi full­orðinna í lok 19. ald­ar. Sýn­ing­in tek­ur á ýms­um mál­efn­um sem þóttu óviðeig­andi á þeim tíma, og eru jafn­vel viðkvæm enn í dag.

Alls taka um hundrað manns þátt í sýn­ing­unni á einn eða ann­an hátt, en á sviðinu eru um 30 manns hverju sinni. Þar á meðal er hljóm­sveit sem leikur á tromm­ur, gít­ara, bassa, kla­rín­ett, selló og fiðlu. Leikhópurinn hefur æft af kappi síðustu mánuði og þátttakendur eru staðráðnir í að láta drauma sína rætast.

Leikritið er sýnt í Gamla bíói. Hægt er að nálgast miða á midi.is eða í skólanum. Þá geta áhuga­sam­ir kynnt sér sýn­ing­una á Face­book-síðu söng­leiks­ins.

Síðast uppfært: Föstudagur, 27. febrúar 2015 09:35
 
Opið hús í MR laugardaginn 14. mars kl. 14-16
Föstudagur, 27. febrúar 2015 09:09

Opið hús verður í Menntaskólanum í Reykjavík laugardaginn 14. mars kl. 14-16.  Kynningin er ætluð 10. bekkingum og forráðamönnum þeirra en skólastarf m.a. nám og félagslíf verður kynnt.  Nemendur, kennarar og annað starfsfólk skólans taka á móti gestum og verður þeim boðið að ganga um húsnæði skólans og kynna sér starfið í skólanum.  Allir eru hjartanlega velkomnir.

 
Nemendur skólans hljóta viðurkenningu
Föstudagur, 13. febrúar 2015 11:07

Í gær veitti Íslandsdeild Amnesty International nemendum Menntaskólans í Reykjavík mannréttindaviðurkenningu fyrir besta árangurinn miðað við nemendafjölda í bréfamaraþoni Amnesty International. Nemendur MR söfnuðu 8.081 undirskrift á bréf til stjórnvalda þar sem þrýst var á um úrbætur í mannréttindamálum.

Síðast uppfært: Föstudagur, 13. febrúar 2015 14:44
Nánar...
 
Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur 2015
Þriðjudagur, 10. febrúar 2015 00:00

Þriðjudaginn 3. mars kl. 15:30-17 er nemendum úr 8., 9. og 10. bekk boðið að taka þátt í grunnskólakeppni í Menntaskólanum í Reykjavík.

Tilgangur með þessari keppni er að auka samstarf við hverfisskólana og aðra grunnskóla og efla áhuga nemenda á stærðfræði en þessi keppni hefur fengið afar jákvæðar undirtektir og hefur hún skipað sér fastan sess í skólastarfinu. Nemendur eru beðnir um að skrá sig í keppnina í sínum grunnskóla en nánari upplýsingar gefa fagstjórar í stærðfræði, Sigríður Hlíðar, Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. , og Einar Guðfinnsson, Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.


Verkefni 2014: 8. bekkur, 9. bekkur, 10. bekkur.
Lausnir 2014: 8. bekkur, 9. bekkur, 10. bekkur.

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 10. febrúar 2015 10:48
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Febrúar 2015 Next month
    S M Þ M F F L
week 6 1 2 3 4 5 6 7
week 7 8 9 10 11 12 13 14
week 8 15 16 17 18 19 20 21
week 9 22 23 24 25 26 27 28