mr.is
9.jpg
Fréttir og tilkynningar
Frúardagur
Laugardagur, 15. nóvember 2014 09:32

Frúardagur er nýtt leikfélag í Menntaskólanum í Reykjavík. Það var stofnað árið 2010 en setur nú upp sína fyrstu stórsýningu og frumsýndu 14. nóvember sl. söngleikinn Leg eftir Hugleik Dagsson.  Söngleikurinn er í leikstjórn Arnórs Gunnars Gunnarssonar og Birnis Jóns Sigurðssonar, en þeir eru stofnendur félagsins.

Leg er söngleikur eftir Hugleik Dagsson sem gerist í Garðabæ í náinni framtíð. Verkefnið er algerlega í höndum fjölbreytilegs hóps MR-inga en um 70 nemendur koma að sýningunni sem leikarar, útlitshönnuðir, dansarar, hljómsveit, förðunarteymi og fleira. Þessir dugmiklu nemendur hafa lagt sig alla fram við sýninguna.

Leg er troðfullt af orku og sprenghlægilegt verk sem inniheldur lifandi tónlist.  Þetta er vel heppnuð sýning og skemmtun og er öllum aðstandendum þakkað og nemendum óskað til hamingju með hversu vel tókst til.

 
16. nóvember er dagur íslenskrar tungu
Fimmtudagur, 13. nóvember 2014 10:52

Degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, verður fagnað í nítjánda sinn sunnudaginn 16. nóvember 2014.

Dagurinn er tileinkaður íslenskri tungu.  Allir dagar eru reyndar tileinkaðir móðurmálskennslu.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hvetur skóla og aðrar stofnanir, sem og landsmenn alla, til að huga að því að hafa íslenskuna alveg sérstaklega í öndvegi 16. nóvember.

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 13. nóvember 2014 10:58
 
Eystrasaltskeppnin í stærðfræði
Þriðjudagur, 11. nóvember 2014 11:13

Eystrasaltskeppnin í stærðfræði fór fram í Vilníus í Litháen dagana 6. til 10. nóvember 2014. Eystrasaltskeppnin er liðakeppni með 20 dæmum sem skiptast í fjóra flokka, algebru, rúmfræði, fléttufræði og talnafræði.

 

Að þessu sinni voru fjórir af fimm liðsmönnum í liðinu nemendur Menntaskólans í Reykjavík,

  1. Garðar Andri Sigurðsson 6.X
  2. Guðjón Helgi Auðunsson 4.M
  3. Hjalti Þór Ísleifsson 5.X
  4. Sigurður Jens Albertsson 6.X.

Auk þess var Jóhann Ólafur Sveinbjarnarson frá MA í liðinu.

 

Íslenska liðið stóð sig frábærlega. Þetta er einn besti árangur Íslands miðað við árangur fyrri ára. Af 12 þjóðum var íslenska liðið í 7. sæti og var m.a. fyrir ofan liðin frá Noregi, Finnlandi og Danmörku. Ísland var í neðsta sæti 2010 en þá var keppnin haldin hér í MR, í 8. sæti árið 2011, í neðsta sæti 2012 og árið 2013 deildu Ísland og Noregur neðsta sætinu.

 

 
MR-ingar unnu Boxið
Mánudagur, 10. nóvember 2014 13:11

Markmiðið með keppninni, sem gengur undir nafninu BOXIÐ, er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði.

Laugardaginn 8. nóvember kepptu átta lið til úrslita í Háskólanum í Reykjavík í Boxinu - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna en 26 lið tóku þátt í sérstakri forkeppni.  Lið Menntaskólans í Reykjavík sigraði í Boxinu 2014.

Kepp­end­ur þurftu að vinna hratt og vel að sam­eig­in­legu mark­miði og sýna fram á hug- og verkvit þar sem liðsheild skipt­ir miklu máli. Í þessari keppni reyndi því á marg­vís­leg­a hæfi­leik­a. Við mat á lausn­um réð meðal ann­ars tími, gæði lausn­ar og frum­leiki.  Þraut­irn­ar voru sett­ar sam­an af fyr­ir­tækj­um úr ólík­um grein­um iðnaðar­ins með aðstoð fræðimanna HR. Fyr­ir­tæk­in sem komu að gerð þraut­anna að þessu sinni eru Advania, Héðinn, ÍAV, Ístex, Kjarna­fæði, Oddi, Stiki og Össur.

Sigurlið Menntaskólans í Reykjavík skipa:

  1. Dagur Tómas Ásgerisson, 5.X
  2. Elín Þóra Helgadóttir, 5.X
  3. Katrín Unnur Ólafsdóttir, 5.X
  4. Matthías Baldursson Harksen, 5.X
  5. Stefanía Katrín J. Finnsdóttir, 5.X

Við óskum sigurliðinu innilega til hamingju með glæilegan árangur.

mrBoxid2014

Myndin var fengin af Facebook-síðu Boxins.

 

Síðast uppfært: Mánudagur, 10. nóvember 2014 17:10
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Nóvember 2014 Next month
    S M Þ M F F L
week 44                         1
week 45 2 3 4 5 6 7 8
week 46 9 10 11 12 13 14 15
week 47 16 17 18 19 20 21 22
week 48 23 24 25 26 27 28 29
week 49 30