mr.is
8.jpg
Fréttir og tilkynningar
Alþjóðlegt samstarfsverkefni um vatn
Mánudagur, 13. október 2014 11:02

Menntaskólinn í Reykjavík hefur hlotið styrk frá Erasmus+ menntaáætluninni til þátttöku í alþjóðlegu samstarfsverkefni sem ber heitið: Water, a European task in a Global context. Inda Gymnasium í Aachen í Þýskalandi leiðir verkefnið en aðrir samstarfsskólar eru frá Búlgaríu, Grikklandi, Ítalíu, Póllandi, Spáni og Tyrklandi. Verkefnið miðar að því að auka þekkingu nemenda á vatni, eiginleikum þess, hringrás, uppsprettum, mikilvægi vatns sem auðlindar og að gera þá meðvitaðri um fjölbreytni vatnsnotkunar í heiminum.

vatn

Kennarar mismunandi kennslugreina og fjöldi nemenda munu taka þátt í verkefninu á því þriggja ára tímabili sem það stendur yfir og mun mörgum þeirra gefast dýrmætt tækifæri til að ferðast til hinna þátttökulandanna. Fyrsti fundur verkefnisins verður haldinn í Aachen í Þýskalandi og munu þrír kennarar og fjórir nemendur MR sækja fundinn.

erasmusplus-project

 
Evrópski tungumáladagurinn 26. september
Miðvikudagur, 01. október 2014 17:27

Föstudaginn 26. september var haldið málþing í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, STÍL –samtök tungumálakennara á Íslandi, stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands og kennara fornmálabrautar Menntaskólans í Reykjavík.

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 02. október 2014 10:24
Nánar...
 
Stórkostleg gjöf 25 ára stúdenta frá 1989 við skólaslit í vor
Mánudagur, 29. september 2014 12:54

Í vor barst eðlisfræðistofu stórkostleg gjöf frá 25 ára afmælisstúdentum en þeir gáfu skólanum 2 milljónir króna til tækjakaupa í eðlisfræðistofu skólans. Þessi gjöf gerði eðlisfræðideildinni kleift að kaupa tæki og tölvur sem nota má með hinu nýja tölvukerfi skólans.

Síðast uppfært: Mánudagur, 29. september 2014 13:00
Nánar...
 
MRingar ganga á Esjuna
Mánudagur, 29. september 2014 09:23

Sunnudaginn 28. september gengu tæplega þrjú hundruð MRingar á Esjuna.  Þessi gönguferð er valkostur í íþróttum nemenda.  Nemendur gengu rösklega og fengu gott veður.  Meðfylgjandi myndir tóku Ágúst Ólafsson og Arnbjörn Jóhannesson.

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 02. október 2014 10:23
Nánar...
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Október 2014 Next month
    S M Þ M F F L
week 40             1 2 3 4
week 41 5 6 7 8 9 10 11
week 42 12 13 14 15 16 17 18
week 43 19 20 21 22 23 24 25
week 44 26 27 28 29 30 31