mr.is
1.jpg
Fréttir og tilkynningar
MRingar gengu um Svínaskarð
Mánudagur, 15. september 2014 08:41

Sunnudaginn 14. september gengu rúmlega 240 nemendur og starfsmenn skólans hluta af hinni fornu þjóðleið milli Hvalfjarðar og Reykjavíkur.  Gengið var frá Norðlingavaði í Kjós um Svínaskarð og að Hrafnhólum í Mosfellsdal.  Gönguferðin var hluti af frjálsu íþróttavali nemenda og tókst gönguferðin í alla staði vel þar sem nemendur héldu uppi góðum gönguhraða á þessari rúmlega 13 km langri gönguleið.  Þeir skemmtu sér vel þótt veðurguðirnir hafi ekki verið okkur hliðhollir að þessu sinni eins og sést á meðfylgjandi myndum sem Arnbjörn Jóhannesson tók.

Myndirnar tók Arnbjörn Jóhannesson


Síðast uppfært: Miðvikudagur, 17. september 2014 11:04
 
Stoðtímar á haustmisseri
Þriðjudagur, 09. september 2014 15:54

Stoðtímar í latínu á vegum nemendaráðgjafanna fyrir nemendur í 4. og 5. bekk málabrautar eru á þriðjudögum kl. 15-16:30 í D-stofu. Nemendur eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu.

Stoðtímar í stærðfræði á vegum nemendarágjafanna fyrir nemendur í 4. bekk eru á fimmtudögum kl. 15-16:30 í C-stofu.  Nemendur eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu.

Stoðtímar í íslensku á vegum íslenskukennara fyrir nemendur í 3. bekk eru á þriðjudögum kl. 15-15:50 í stofu 4 í Casa Christi.  Nánari upplýsingar veitir María Björk Kristjánsdóttir.

Stoðtímar í stærðfræði á vegum stærðfræðikennara fyrir nemendur í 3. bekk eru á miðvikudögum kl. 15-16:30 í stofu C-152.  Stærðfræðikennarar veita nánari upplýsingar nk. fimmtudag en nemendur þurfa að skrá sig í þessa stoðtíma á skrifstofu skólans.  Fyrstu stoðtímar verða 17. september.

Stoðtímar í efnafræði á vegum nemendaráðgjafanna eru á mánudögum kl. 15-16:30 í D-stofu.  Nemendur eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu.

Síðast uppfært: Föstudagur, 12. september 2014 09:27
 
Tolleringar
Fimmtudagur, 04. september 2014 14:56

Tolleringar fóru fram fimmtudaginn 4. september í blíðskaparveðri og tókust afar vel. Sjöttubekkingar hylltu þriðjubekkinga á hefðbundinn hátt með því að tollera þá.  Þá tóku Sigmar Aron Ómarsson inspector scholae og Árni Beinteinn Árnason forseti Framtíðarinnar á móti nýnemum.  Þeir buðu þá velkomna í skólann og á vegum stjórna nemendaféalganna var boðið upp á kökur og mjólk. Athöfnin var afar vel skipulögð hjá 6. bekkingum og var til mikillar fyrirmyndar.


Ljósmyndafélag Framtíðarinnar tók myndirnar

Síðast uppfært: Mánudagur, 08. september 2014 10:26
 
Kynningarfundur með forráðamönnum nýnema
Mánudagur, 01. september 2014 21:23

Kynningarfundur með foreldrum og forráðamönnum þriðjubekkinga var haldinn mánudaginn 1. september í Tjarnarsal Ráðhússins. Fundurinn var afar vel sóttur og mættu rúmlega þrjú hundrað manns.

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 03. september 2014 17:00
Nánar...
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month September 2014 Next month
    S M Þ M F F L
week 36     1 2 3 4 5 6
week 37 7 8 9 10 11 12 13
week 38 14 15 16 17 18 19 20
week 39 21 22 23 24 25 26 27
week 40 28 29 30