mr.is
IMG_1312.JPG
Fréttir og tilkynningar
Kynningarfundur með forráðamönnum nýnema
Fimmtudagur, 27. ágúst 2015 21:34

Kynningarfundur með foreldrum og forráðamönnum þriðjubekkinga var haldinn fimmtudaginn 28. ágúst í Tjarnarsal Ráðhússins. Fundurinn var afar vel sóttur og mættu 250-260 manns.

Síðast uppfært: Föstudagur, 28. ágúst 2015 17:16
Nánar...
 
Fundur með forráðamönnum þriðjubekkinga
Þriðjudagur, 25. ágúst 2015 12:17

Fimmtudaginn 27. ágúst er forráðamönnum þriðjubekkinga boðið á kynningarfund í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 20. Yngvi Pétursson rektor mun kynna skólann og skólastarfið. Hanna María Geirdal inspector scholae, Snærós Axelsdóttir forseti Framtíðarinnar og Kristín Sigurðardóttir formaður Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík ávarpa fundinn. Að því loknu er foreldrum og forráðamönnum boðið upp í skóla þar sem þeir munu eiga fund með umsjónarkennurum.

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 25. ágúst 2015 12:18
 
Skólasetningin
Mánudagur, 17. ágúst 2015 15:36

Menntaskólinn í Reykavík var settur í 170. sinn mánudaginn 17. ágúst í Dómkirkjunni. Í skólann er skráður 871 nemandi í 36 bekkjardeildum, 209 nemendur í 6. bekk, 212 í 5. bekk, 235 í 4. bekk og 215 í 3. bekk. Við athöfnina söng Kór Menntaskólans í Reykjavík undir stjórn Kára Kárasonar kórstjóra. Sr. Hjálmar Jónsson tók á móti gestum. Yngvi Pétursson rektor ávarpaði nemendur og kynnti skólastarfið. Í sumar kepptu nokkrir nemendur skólans í Ólympíukeppni í raungreinum, 3 í eðlisfræði, 4 í efnafræði og 4 í stærðfræði. Rektor óskaði Stefaníu Katrínu Finnsdóttur til hamingju með að hafa hlotið bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í efnafræði. Rektor þakkaði þeim nemendum sem tóku þátt í keppni í fyrra og sumar og þeim kennurum sem staðið hafa að undirbúningi við þjálfun og framkvæmd. Nemendur tóku einnig þátt í alþjóðlegum verkefnum sl. vetur m.a. menningarferðum til Rómar, Berlínar, London og Oxford og verkefni á vegum Erasmus+ menntaáætlunarinnar. Rektor þakkaði nemendum fyrir það hvað þau stóðu sig með miklum sóma og kennurum sem stóðu að undirbúningi og skipulagi. Hann vonaðist til að áfram verði unnið að því að efla þennan þátt skólastarfsins. Að lokum hvatti hann nemendur til að sinna náminu vel og að ganga glöð og bjartsýn, einbeitt og öguð til móts við námið og veturinn sem væri framundan.

skolasetning15

Myndin er fengin af vef mbl.is - mbl.is/Júlí­us Sig­ur­jóns­son

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 20. ágúst 2015 12:05
 
Brons á Ólympíukeppninni í efnafræði
Þriðjudagur, 11. ágúst 2015 09:53

Stefanía Katrín Finnsdóttir nemandi Menntaskólans í Reykjavík hlaut bronsverðlaun á alþjóðlegri Ólympíukeppni í efnafræði. Keppnin var haldin dagana 19.-29. júlí í Baku í Azerbaijan. Stefanía er fimmti íslenski nemandinn sem vinnur til verðlauna á Ólympíukeppninni í efnafræði en Ísland hefur sent þátttakendur til keppninnar í 14 ár. 

Lið Íslands var skipað fjórum keppendum sem allir eru nemendur MR. Fyrir utan Stefaníu voru það þeir Arn­ór Jó­hanns­son, Tóm­as Viðar Sverris­son og Úlfur Ágúst Atla­son. Liðstjórar voru Katrín Lilja Sigurðardóttir, aðjúnkt í efnafræði við Háskóla Íslands og Már Björgvinsson efnafræðikennari við MR. 

Í keppninni kepptu 290 einstaklingar frá 75 löndum en hvert land má að hámarki senda fjóra keppendur til leiks. Keppnin skiptist í fræðilegan hluta og verklegan hluta og nemendur fá fimm klukkustundir til að ljúka við verkefnið. 

 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Ágúst 2015 Next month
    S M Þ M F F L
week 31                         1
week 32 2 3 4 5 6 7 8
week 33 9 10 11 12 13 14 15
week 34 16 17 18 19 20 21 22
week 35 23 24 25 26 27 28 29
week 36 30 31